Ægir - 01.04.1999, Blaðsíða 5
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI
r
Pétur Bjarnason, framkvœmdastjóri Fiskifélags Islands:
Vilji þjóðarinnar
að er vandi að ráða í hver
vilji þjóðarinnar er í ein-
stökum málum. Til þess að
þjóðin geti myndað sér
raunhæfa skoðun í flókn-
um málum þarf að kynna henni vel
málavöxtu. Fiskveiðistjórnun hefur
verið mikið í umræðu í þjóðfélaginu
um mörg ár. Eftir að hagur sjávarút-
vegsins fór að braggast - sem flestir
telja að sé m.a. afleiðing af stjórnun
fiskveiða - hefur umræðan um stjórn-
un fiskveiða orðið hvassari og fleiri
myndað sér skoðun. Gagnrýni hefur
aukist og stjórnmálamenn tala orðið
flestir um að ná þurfi meiri sátt á milli
þjóðarinnar og sjávarútvegsins. En um
hvað á að nást sátt?
í þessu tölublaði Ægis eru birtar
niðurstöður úr skoðanakönnun, sem
Gallup gerði fyrir blaðið. Þar er m.a.
spurt hvort.menn vilji sjá breytingar á
núverandi kvótakerfi og ef svo er í
hvaða veru breytingar ættu að vera.
Niðurstöðurnar eru athyglisverðar.
Alls níutíu af hundraði aðspurðra
vildu að kerfinu yrði breytt og þrjátíu
prósent af þeim sem tóku afstöðu
vildu helst sjá einhvers konar byggða-
tengingu kvóta.
Þessi skoðanakönnun er unnin af
virtu fyrirtæki á þessu sviði og niður-
stöður hennar falla vel að þeirri til-
finningu sem flestir hafa um skoðanir
fjöldans. Fram hjá þessu áliti verður
varla lengi gengið. Vandamálið er hins
vegar hvernig á að breyta kerfinu og
hvernig á að byggðatengja kvótann.
Umræður um það og þau vandamál,
sem fyigja breytingum, þurfa að vera
upplýsandi og óhætt er að fullyrða að
þar er margt óljóst. Fyrir íslenska þjóð
er það mikilvægt að sú mikla gagnrýni
sem höfð er á kvótakerfið leiði ekki til
einhvers kerfis, sem enn verr nær
þeim markmiðum, sem stefnt er að og
allir eru sammála um. Það er ekki
vænleg leið að bera saman gaila við
eitt kerfi við kosti í öðru kerfi og láta
þar við sitja.
Það var af brýnni nauðsyn sem
kvótakerfi var í upphafi komið á. Fiski-
félagið og Fiskiþing komu mjög að því
máli og um framgang málsins náðist
mikilvæg sátt. Markmið fiskveiði-
stjórnunar er sú að hámarka afrakstur
greinarinnar svo hún geti staðið undir
þeim lífskjörum, sem þjóðin vill.
Greinin þarf að búa við stöðugleika í
rekstrarumhverfinu, eftir því sem það
er unnt. Stöðugleikinn fæst hins vegar
ekki nema að þjóðin sé sátt.
Skoðanakönnun Ægis er lóð á vog-
arskálarnar til þess að upplýsa ástand-
ið. Þessi skoðanakönnun sýnir að
þjóðin vill breyta þótt hún sýni ekki
hvernig eigi að breyta kerfinu. Það er
verk að vinna að ná sátt um stjórnun
fiskveiða án þess að kollvarpa þeim ár-
angri sem náðst hefur. Þjóðin hefur
alltof oft fengið að heyra að um sé að
velja óbreytt kerfi eða gjörbreytt kerfi.
Hvað í gjörbreyttu kerfi felst veit hins
vegar enginn.
Núverandi kvótakerfi er að sjálf-
sögðu ekki sköpunarverk, sem ekki má
gagnrýna eða bæta. Fram hjá kostum
þess má ekki líta þegar meta skal
breytingar á því og það er afar brýnt
að umræðan komist af upphrópunar-
stigi á stig meiri skilnings. Sjávarút-
vegurinn þarf að taka virkari þátt í
þeirri þjóðfélagsumræðu sem óhjá-
kvæmilega er framundan um stjórnun
fiskveiða.
JSGIR 5