Ægir - 01.04.1999, Síða 21
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI
þá sem bjuggu til þennan veiðirétt og
bjóða veiðiheimildirnar upp. Auðvitað
eru það ekki aðrir en útgerðirnar, sem
eiga að kaupa. Andvirðið á væntanlega
að renna til ríkisins og verður eytt eins
og öðru skattfé á Reykjavíkursvæðinu.
Réttlætið er semsagt fólgið í því að þeir
sem skópu réttinn og kostuðu miklu
til, sem einkum voru fyrirtækin á
norðaustur horninu, eiga að borga
þeim sem engu hafa til kostað.
Önnur sýn á sjávarútveginn
en aðrar greinar
„Ein helsta gagnrýnin á íslenska kvóta-
kerfið lýtur að því þegar aðilar selji sig
út úr greininni fari þeir þaðan með
stórgróða á sama tíma og auðlindin sé
skilgreind í lögum sem sameign. Við
verðum þó að hafa í huga að auðlindin
er takmörkuð. Við höfum því takmark-
að aðganginn að henni. Við höfum
gert það í krafti þess að almannavaldið
hafi lagasetningarvald á miðunum, en í
því er sameignin í raun fólgin. Þessum
takmörkuðu réttindum var á sínum
tíma úthlutað á þau skip, sem þá voru í
útgerð. Þetta eru því atvinnuréttindi
sem fylgja þessum atvinnutækjum í
greininni. Þessi aðferð við úthlutun
varð fyrir valinu. Aðrar þjóðir hafa far-
ið áþekkar leiðir þegar takmörkuðum
rétti er útdeilt, þ.e. honum er deilt út
til þeirra sem stundað hafa atvinnuveg-
inn. Þetta er eðlileg aðferð og á sínum
tíma voru ekki uppi kröfur þess efnis að
deila ætti út réttinum til annarra. Ef
við berum saman landbúnað, til að
taka ímyndað dæmi, þá er ég þess full-
viss að fólk teldi almennt réttlátt, ef
takmarka þyrfti beit á afrétti vegna of-
beitar, þá fengju þeir bændur sem nýtt
hefðu afréttinn þann takmarkaða rétt
sem til úthlutnar væri. Það var reglan
sem valin var í sjávarútveginum.
Það hefur síðan gerst, ekki síst vegna
þessa kerfis, að afkoma í greininni hef-
ur batnað. Þeir sem hagnast vilja auka
umsvif sín. Þar sem auðlindin er tak-
mörkuð geta þeir ekki gert það, nema
með því að kaupa rétt af öðrum. Það
„Það heldur enginn því fram að að fisk-
veiðistjómunarkerfið sé gallalaust. Því
verður þó tœplega mótmoelt að það hefur
skilað góðum árangri."
verður ekki við einn bætt nema frá öðr-
um sé tekið. Við megum aldrei gleyma
því að rétturinn til að veiða fiskinn í
sjónum er ekki verðmætur í sjálfu sér.
Hann verður því aðeins verðmætur að
einhver kunni að veiða fiskinn, verka
og selja með hagnaði. Ef menn kunna
ekki á þessa þætti þá er rétturinn til að
veiða fiskinn í sjónum einskis virði,"
segir Kári Arnór.
„Það eru því fyrirtækin sem eru vel
rekin, sem gera kvótann verðmætan.
Það em líka þau sem borga fyrir hann.
Þeir fjármunir koma úr greininni sjálfri,
en ekki annarsstaðar frá, eins og oft
mætti halda af umfjölluninni. Hagræð-
ingin í greininni gerist því með því að
þeir sem standa sig best kaupa hina út.
Því má segja að þetta sé einskonar fórn-
arkostnaður fyrir framfarir. Ég óttast að
það myndi hægja mjög á allri framþró-
un ef óheimilt verður að selja. Þeir sem
eru með hagkvæmasta reksturinn verða
að fá að kaupa hina út. Ef seljendurnir
fá ekkert í sinn hlut, er ólíklegt að þeir
vilji selja."
Það er auðvelt að skilja að stundum
særa slíkar sölur réttlætiskennd fólks.
Fólki finnst, a.m.k. í sumum tilfellum,
að þeir sem selja kvóta hafi ekki lagt á
sig neitt það sem verðskuldar söluhagn-
aðinn. Stundum er eflaust mikið til í
þessu, en lífið er ekki alltaf réttlátt. Það
má líka velta því fyrir sér hvort meira
réttlæti sé fólgið í því að aðrir fái þenn-
an hagnað - til að mynda þeir sem
aldrei hafa hætt fé í sjávarútvegi? Kröf-
ur um sértæka skattlagningu byggja á
því að þetta sé réttlátt. Ég vil ekki fella
um það dóma hér en vil þó benda- á að
hægt er að finna mörg sambærileg
dæmi í öðrum atvinnugreinum. Fyrir
hvað er til dæmis verið að borga í við-
skiptum með land milli Kópavogs og
Garðabæjar? Hvað hafa seljendurnir í
því tilviki lagt á sig? Af hverju eru ekki
uppi kröfur um að skattleggja sérstak-
lega mikinn söluhagnað af landi í
svona tilfellum?"
Sjávarútvegsumræðan verður að
vera skýr og skiljanleg
Kári Arnór segir að þessa stundina þyki
honum alvarlegast að neikvæð umræða
sé byrjuð að tefja fyrir framþróun í
greininni.
„Gagnrýnin umræða á fullan rétt á
sér og enginn heldur því fram að fisk-
veiðistjórnunarkerfið sé gallalaust. Því
verður þó tæplega mótmælt að það hef-
ur skilað góðum árangri. Menn verða
að vanda sig ef þeir ætla að bæta það
sem virkar. Til að umræðan skili árangri
verður hún að vera skýr og skiljanleg.
Eins og staðan er núna heyrum við
sömu mennina halda því fram að
leggja eigi niður kvótakerfið og að selja
eigi veiðiheimildir á uppboði eða leggja
á veiðileyfagjald. Sama fólkið heldur
því fram að selja eigi allan kvóta á upp-
boði og að taka þurfi upp byggðakvóta.
Umræðan fer því út og suður.
Þegar umræðan um sjávarútveginn
verður augljóslega villandi með þessum
hætti þá er ekki von á því að fólk geti
skilið hana og tekið afstöðu til hennar.
Þá verður einmitt til jarðvegur fyrir yf-
irborðskennda umræðu og hún er sjáv-
arútveginum hættuleg."
NGAIR 21