Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1999, Síða 22

Ægir - 01.04.1999, Síða 22
r Utgerðir og eignarhald í sj ávarútveginum M'eð hlutabréfamarkaðnum hefur stórlega f)ölgað í hópi þeirra sem teijast eigendur að sjávarútveg- fyrirtœkjum á íslandi. í nýrri skýrslu um íslenskan sjávarútveg á ári liafs- ins er ítarlega f/allað um eignarhald í sjávarútvegi og þá þróun sem átt hef- ur sér stað. Engum dylst að eining- arttar hafa orðið fœrri og stœrri en stœkkun á sér takmörk, a.m.k. meðan lagaákvœði er ígildi utn hámarks- hlutfall afiahlutdeilda á fyrirtæki. í skýrslunni segir að það fyrirtæki sem vaxið hafi hraðast í sjávarútvegi á íslandi undangengin ár sé Samherji hf. „Fyrirtækið hefur vaxið gífurlega frá árinu 1983, en þá átti félagið aðeins einn togara. Fyrirtækið óx framan af Samþjöppun fyrirtœkja í sjávarútvegi hefur átt sér stað með kaupum fyrirtœkja á kvóta annarra og með sameiningu fyrirtœkja. með kaupum á skipum og aflahlut- deildum frá öðrum fyrirtækjum, en einnig með því að ávinna sér aflamark í sóknarmarkskerfinu á seinni hluta ní- unda áratugarins. Undanfarin ár hefur fyrirtækið vaxið mest í gegnum sam- einingarferli við önnur útgerðarfyrir- tæki," segir í skýrslunni og í leiðinni er bent á að af 10 stærstu fyrirtækjunum skeri eitt sig úr vegna þess að það hafi ekki aukið hlutdeild sína, enda ekki staðið í neinu sameiningarferli frá ár- inu 1984. Hér er um að ræða Útgerðar- félag Akureyringa hf. Tíu stærstu að verðmæti 50 milljarðar króna Ef Iitið er til þeirra 10 fyrirtækja sem Aflamark 10 stærstu fyrirtækjanna, sem hlutfall af úthlutuðu aflamarki hvers árs 1998/99 1997/98 1996/97 1995/96 Samherji hf. 5,56% 5,04% 4,51% 3,78% Haraldur Böðvarsson hf. 4,61% 4,28% 3,42% 2,62% Útgerðarfélag Akureyringa hf. 3,90% 3,41% 3,72% 3,91% Þormóður rammi - Sæberg hf. 3,87% 4,23% 1,49% 1,66% Grandi hf. 3,10% 3,16% 3,80% 4,43% Síldarvinnslan hf. 2,53% 2,24% 2,56% 2,36% Fiskiðjan Skagfirðingur hf. 2,27% 2,16% 2,28% 2,04% Þorbjörn hf. 2,26% 2,31% 0,97% 1,17% Isfélag Vestmannaeyja hf. 2,14% 1,76% 2,19% 1,90% Hraðfrystihús Eskifjarðar hf. 1,91% 1,82% 1,74% 1,38% Samtals þessi tíu fyrirtæki 32,22% 30,41% 26,68% 25,25% Tíu stærstu útgerðir hvert ár 32,22% 31,24% 27,82% 26,51% 22 ÆGIR

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.