Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.04.1999, Qupperneq 24

Ægir - 01.04.1999, Qupperneq 24
Gunnar Jónsson, Jónbjörn Pálsson og Klara Jakobsdóttir: Fleiri nýjar fisktegundir 1998 Þegar búið var að ganga frá handriti um „Nýjar og sjaldséðar fisktegundir árið 1998“ (Ægir, 2. tbl. 1999) og senda til prentunar fengum við á Hafrannsóknastofnun í hendur nokkra merkilega fiska, þ.á.m. tvær tegundir sem ekki er vitað að veiðst hafi áður á íslandsmiðum. Þessar tegundir eru svartmeiti, (Neonesthes capensis) af meitaætt (Astronesthidae) sem veiddist á 659 m dýpi SA af Vestmannaeyjum (63°12'N, 19°52'V) og var 14 cm langur að sporði. Luktarlaxsfld, (Diaphus effulgens) sem veiddist á 476 m dýpi SV af Reykjanesi (63°07'N, 23°41'V) og mældist 11 cm að sporði. Aðrar tegundir athyglisverðar sem veiddust voru fagurserkur, (Beryx splendens) 42,5 cm (63°16'N, 19°51'V), búrfiskbróðir, (Hoplostethus mediterraneus) 18 cm (63°07'N, 23°41'V) en þetta mun vera annar eða þriðji fiskur þessarar tegundar sem hér veiðist. Glyrna, (Howella sherborni) 8,5 cm að sporði (63°12'N, 19°52'V) og bretahveðnir (Schedophilus medusophagus) 42 cm (63°16'N, 19°51'V). Einnig veiddust ránarangi, kolskeggur og sædjöfull. Allir þessir fiskar veiddust í október 1998 og veiðiskip var Þuríður Halldórsdóttir GK. Sendandi fiska og upplýsinga var Þór Karlsson. Gróði hjá Slippstöðinni Slippstöðin hf. á Akureyri hagnaðist um 12 milljónir króna á síðastliðinu ári. Fyrirtækið velti samtals um 760 milljónum króna og var veltufé frá rekstri 43 milljónir. Þetta er fimmta árið í röð sem Slippstöðin er rekin með hagnaði. Umtið að viðgerðum hjá Slippstöðinui. Barentshafið verkefni fyrir frystitogarana Sá afli sem koma mun í hlut Islendinga með nýgerðum samningi urn veiðar í Barentshafi getur vart talist til skiptanna, enda mun minna magn en þegar best lét í Smuguveið- unum. Samkvæmt lögum ber að skipta kvóta á milli þeirra skipa sem hafa aflað sér veiðireynslu á svæð- inu, en þau eru tæplega 100 talsins. Hins vegar er reiknað með að kvót- inn verði færanlegur milli skipa og því muni verkefnið fyrst og fremst snúa að stærri togurunum, þ.e. vinnsluskipunum. 24 ÆGiIR

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.