Ægir - 01.04.1999, Síða 30
Jón Þ. Þór:
Þilskipaútgerð við
Faxaflóa eftir 1886
/síðustu grein sagði frá upphafi þil-
skipaútgerðar í Reykjavík og útgerð
Geirs Zoega frain til ársins 1886. Það
ár, eða hið nœsta, urðu þáttaskil í lit-
gerðarsögu Geirs og Reykjavíkur.
Atburðum áranna 1887-1889 lýsti
Gils Guðmundsson svo:
„Nú tók Geir Zoega að fjölga skipum
sínum. Næst mun hann hafa eignast
skútu þá, er Ane Matthilde hét. Oftast
var hún kölluð Matthildur í daglegu
tali.
Haustið 1888 fór Geir til útlanda í
verzlunarerindum, eins og oft var
vandi hans. í þeirri för festi hann kaup
á miklum og fríðum kútter í Dan-
mörku, fárra ára gömlum (smíðuðum í
Kaupmannahöfn 1883-1884). Snemma
árs 1889 sendi hann Guðmund skip-
stjóra Kristjánsson frá Borg í Arnarfirði
til að sækja kútterinn. Kom hann hing-
að í marzmánuði og nefndist Margrét.
Með kaupunum á þessu stóra og
prýðilega skipi markaði Geir enn nýja
og heillavænlega stefnu í útgerðarmál-
um, sem átti eftir að hafa snöggar og
stórfelldar breytingar í för með sér á
fiskiflota Reykvíkinga. Margrét var
fyrsti stóri fiskikútterinn, sem þangað
var keyptur, og eftir að hún hafði sýnt
yfirburði sína, voru svipaðir kútterar
fengnir hingað til lands tugum saman.
Hófst þá blómaskeið sunnlenzkrar þil-
skipaútgerðar, svo sem alkunnugt er.
Átti það drjúgan þátt í vexti og við-
gangi Reykjavíkurbæjar, enda grund-
vallaðist verulegur hluti af atvinnu-
rekstri bæjarbúa á þilskipastólnum.
30 ÆGIR --------------------------
Voru skúturnar burðarás atvinnulífsins
í Reykjavík þar til togararnir komu til
sögunnar og leystu þær af hólmi.
To Venner nefndist 37 rúmlesta
skúta, sem W. Fischer kaupmaður mun
hafa átt í fyrstu, en seldi svo Jóni út-
vegsbónda Þórðarsyni frá Gróttu og
Geir Zoega. Áttu þeir skip þetta saman
í allmörg ár, og var Jón skipstjórinn.
Haraldur var lítið skip, sem Geir
keypti árið 1889. Var það eikarskip, 28
rúmlestir að stærð og fimm ára gamalt.
Hafði það átt heima í Færeyjum og
borið nafnið Lothar. Kaupverð þessa
skips er sagt að verið hafi 4000 kr.
Skip Geirs voru nú orðin sex að
tölu. Fimm þeirra átti hann einn, en
hið sjötta í samlögum við annan. Sum
þessara skipa gengu til hákarlaveiða að
vorinu, eða fram til loka maímánað-
ar. Þá bjuggust þau til þorskveiða.
Lengst voru Gylfi og Geir látnir eiga
við hákarlinn, enda þóttu þeir hæfilega
stórir."
Á næstu árum fjölgaði þilskipum í
Reykjavík ört. Öruggar heimildir um
tölu þeirra eru að sönnu ekki tiltækar
fyrr en árið 1897. Þá gengu 30 þilskip
til veiða frá höfuðstaðnum. Þeim fjölg-
aði svo næstu árin og urðu flest árin
1901 og 1906, 41 skip hvort ár. Eftir
það tók skipunum að fækka, er togarar
komu til sögunnar, enda seldu margir
útgerðarmenn þilskipa skip sín og hófu
Gylfi, þriðja skonnortan sem Geir Zoega eignaðist.