Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.04.1999, Qupperneq 37

Ægir - 01.04.1999, Qupperneq 37
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Surimi í Suðaustur-Asíu lls konar surimi matvörur eru mjög vinsœlar í Suðaustur-Asíu. Þœr eru líka að ná fótfestu á lielstu mörkuðum í Evrópu og Norður-Amer- íku og á þeim mörkuðum tengist nafnið surimi aðallega stautum úr krabbakjöti en í Suðaustur-Asíu hef- ur orðið miklu víðari merkingu. Það er fyrst og fremst notað um fiskibollur og fiskikökur sem eru afar algeng fœða og oft að finna í kínverskum siípum og líkum réttum austur þar. Eftirfarandi samantekt er byggð á grein um surimi sem birtist nýverið í Seafood International. Úrval af fiskibollum í stórmörkuð- um er afar fjölbreytt og þær eru al- gengasti tilbúni fiskrétturinn sem seld- ur er í búðum. Surimiréttir og meðlæti úr sojabaunum (tofu) og grænmeti eru líka seldir í sælkerahorninu, tilbúnir til neyslu. Erfitt er að ákvarða hversu mikið af surimi og skyldum vörutegundum er framleitt í Suðaustur-Asíu þar sem fram- leiðsluskýrslur eru mjög óná- kvæmar. Samtök fiskiðnaðarins í Singapúr telja árlega framleiðslu borgríkisins 20- 30.000 tonn og framleiðsluna í Tælandi miklu meiri. Alls staðar í Suð- austur-Asíu er surimi framleitt úr ýmiss konar fiski, svo sem baulfiski (Sciaeni- dae), glefsara (Lutianidae) og fleiri teg- undum. Innanlandsmarkaður fyrir surimi er umtalsverður í Tælandi en þar er líka framleitt til útflutnings bæði frosið surimi og stautar úr krabbakjöti. Reyndar hefur framleiðsla á krabbakjötslíki aukist mikið í Tælandi Framleiðsla surimi eftir fiskitegundum 1994 Tegund Tonn Tegundir úr hlýjum sjó 107.000 Suðurhafakolmunni 36.000 Kyrrahafslýsa 38.000 Tegundir úr köldum sjó 31.000 Alaskaufsi 300.000 Samtals 512.000 síðan 1991. Þar eru nú sjö stórar verk- smiðjur. í Singapúr eru að minnsta kosti tvær og nokkrar til viðbótar í Malasíu. Surimi-markaður í Suðaustur-Asíu er stór og vaxandi. í Tælandi eru nú 12 verksmiðjur sem framleiða árlega um það bil 65.000 tonn af surimi. Níutíu prósent af framleiðslunni fer til Japans og af- gangurinn til Malasíu og Singapúr. í Austur-Indónesíu standa Tælendingar og Indónesar einnig saman að til- raunaútgerð verksmiðjuskips, sem get- ur framleitt 40 tonn af surimi á dag. Framleiðsla á surimi hófst seinna í Malasíu en í Tælandi. Um 1990 voru þrjár surimiverksmiðjur í Austur- Malasíu. Hver þeirra gat framleitt fimm tonn á dag. Tvær verksmiðjur voru í Vestur-Malasíu og þar tók hin þriðja til starfa árið 1995. Japanir reistu seint á níunda ára- tugnum verksmiðju í Malasíu þar sem framleiddir voru stautar úr krabbakjötslíki. Hráefnið var surimi frá verksmiðjum í Suður-Tælandi og á Malasíuskaga. Nokkrar framantalinna verksmiðja hófu nýlega að framleiða fiskibollur og fiskikökur fyrir innan- landsmarkað. Framleiðsla á surimi fiskibollum og fiskikökum úr innlendu hráefni hefur aukist mikið síðustu árin enda eftir- spurn mikil. Talið er að einungis í Singapúr sé dagleg neysla um 60 tonn. Útflutningur til Evrópu og Norður-Am- eríku hefur einnig vaxið hröðum skref- um, einkum til staða þar sem Kínverjar eru fjölmennir. Haft er eftir framleiðanda í Singapúr að fyrir tveimur árum hafi 90% af framleiðslu hans farið á heimamarkað og aðeins 10% til útflutnings, en nú flytji hann út 30%, mest til San Francisco. Svo virðist sem aukin sala á surimi til þeirra staða á Vestur- löndum þar sem Asíubúar eru fjöl- mennir leiði af sér aukna sölu á öðrum stöðum líka. Markaðssérfræðingar telja að á þeim stöðum muni neyslan vaxa umtalsvert næstu árin. Framleiðendur í Asíu hafa einnig gert tilraunir með ýmis tilbrigði af surimi, svo sem fiskistauta og frystar fiskikökur í brauðmylsnuhjúp, skinku- líki og pylsulíki og eru jafnvel farnir að setja vöruna á markað innanlands. Það sem helst háir framleiðslu og markaðssetningu er skipulagsleysi og fjármagnsskortur. AGIR 37

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.