Ægir - 01.04.1999, Qupperneq 40
um fyrir ferskvatn og olíu, fiskilest,
vélarúm með eldsneytisgeymum út í
síðum og aftast eru skutgeymar og
stýrisvélarými.
Á þilfari er stýrishús á reisn og út í
bakborðssíðu er síðuhús með stakka-
geymslu, snyrtingu og vélareisn. Aftast
á skipinu er skutgálgi með netatromlu.
Á brúarþaki er radar og ljósamastur.
Skipið var sandblásið og zinkhúðað
og málað með Hempels epoxy skipa-
málningu frá Slippfélaginu.
íbúðir
Klefar eru fyrir fjögurra manna áhöfn í
einum klefa undir aðalþilfari, fremst í
framskipinu. Aftan við káetuna er sam-
byggt eldhús og borðsalur með upp-
gang upp í brú. í stýrishúsinu er L-laga
stjórnborð fyrir stjórntæki véla og sigl-
ingatækja. Ýmsum tækjum er hagan-
lega komið fyrir í lofti brúar í seilingar-
fjarlægð frá skipstjórnarmanni. Skip-
stjórastóllinn er af NorSap gerð í braut
þannig að stóllinn góði nýtist einnig
við stjórnun spila við stjórnborð í aft-
urbrú.
Á þilfari er síðuhús bakborðsmegin.
Fremst í húsinu er snyrting með sturtu
og stakkageymsla þar aftan við með út-
gang út á þilfar. íbúðir eru hitaðar upp
með rafmagnsofnum, einangraðar með
steinull og klæddar plasthúðuðum þilj-
um. I reisninni undir brúnni er
ferskvatnsþrýstidæla frá Pedrollo,
ásamt 12 1 kút. Á sama stað er heita-
vatnskútur fyrir vatn til þvotta og
þrifa.
Vélbúnaður
Aðalvélin er frá Catepillar af gerðinni
3406E, 457 hestöfl (336 kW) við 1800
sn/mín. Vélin er tengd TwinDisc nið-
urfærslugír með kúplingu. Hiutfall
gírsins er 4,59:1 og snúningshraði
skrúfunnar er 392 sn/mín við 1800
sn/mín á vél. Þá er í gírnum svokölluð
snuðkúpling sem vinnur 1100 sn/mín
lcb SUIÍ
dbl ' esjar SH75
e
1
t
2
tn
£
Óskum útgerð og áhöfn Esjars SH 75
til hamingju með nýja skipið. Við sáum um
hönnun, gerð teikninga og eftirlit með verkinu.
SKIPA- OG VÉLATÆKNI ehf
RÁÐGJÖF, HÖNNUN OG EFTIRLIT
Hafnargötu 60, pósthólf 38 Keflavík
•Sími: 421 5706, Fax: 421 4708
40 mm