Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1999, Blaðsíða 5

Ægir - 01.09.1999, Blaðsíða 5
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Pétur Bjarnason, framkvœmdastjóri Fiskifélags Islands: Samstarf í skjóli fjölmiðla Norska loðnuskipið „Österbris" var tvívegis tekið við veiðar innan ís- lensku landhelginnar í sumar með nót með ólöglegri möskvastærð í pokan- um. Frá þessu var greint ítarlega í fjöl- miðlum. Þeir sem þurftu að reiða sig á frásögn af þessum atburðum í „Fiskaren" - einu af sjávarútvegsblöð- um Norðmanna, sem kemur þrisvar út í viku - gátu varla fengið annað á til- finninguna en að þarna væru íslend- ingar að taka fastan saklausan aðila. „Österbris" var samkvæmt þessu í full- um rétti með nákvæmlega samskonar nót og önnur íslensk, færeysk og norsk skip. Einungis hefndarþorsti og illvilji ræki íslendinga til þess að hegða sér svona og því væri samvinna við slíka þjóð varasöm. Sú staðreynd að nót „Österbris" var sú eina af mörg- um, sem mældar voru, sem stóðst ekki reglur, truflaði blaðamenn „Fiskaren" ekkert í sinni umfjöllun. íslendingar voru að hefna „Sigurðarmálsins" hvað sem tautaði og raulaði. Það er í sjálfu sér óþarfi að gera blaðamönnum „Fiskaren" upp illar hvatir vegna þessara skrifa. Nægir að benda á þá staðreynd að blaðamönn- um almennt hættir frekar til að segja frá á neikvæðan hátt en jákvæðan og sjálfsagt litast frásögn alltaf af þjóðerni þess sem ritar og því umhverfi sem hann starfar í, þegar deilur verða á milli landa. Það er líka hægt að taka undir þá skoðun að mál „Österbris" sé sprottið af smámunasemi nákvæmra embættismanna frekar en öðru, rétt Leiðari eins og taka Sigurðar VE á sínum tíma. Og frásagnir fjölmiðla beggja land- anna, íslands og Noregs, hafa án efa orðið til þess að hvorug þjóðin hefur fengið rétta mynd af þessum tveimur atburðum. Eftir situr sú ímynd hvorrar þjóðar um sig að yfirvöldum dóms- mála hinnar sé lítt treystandi. í deilunum um veiðirétt íslendinga í Smugunni var svipað uppi á teningn- um. Hvorug þjóðin fékk í raun að vita um þau rök, sem lágu að baki aðgerð- um hinnar. Upplýsingar voru einhliða og misvísandi. Ósagt skal látið hvort sú ímynd, sem fjölmiðlar skópu, hafi haft áhrif á samningaumleitanir, en þær höfðu án efa áhrif á samstarf þess- ara þjóða á sviði sjávarútvegs. í því andrúmslofti, sem deilan skapaði, var erfitt að brydda upp á tillögum um samstarf. Norðmenn og íslendingar heyja harða og oft grimmilega baráttu á mörkuðum um sölu sjávarafurða. Hagsmunir þjóðanna á sviði sjávarút- vegs skarast víðar. Því verður frjótt samstarf ekki tekið upp á öllum svið- um. Á hinn bóginn eiga þessar þjóðir við margvísleg sameiginleg vandamál að glíma, sem mörg hver verða betur leyst í samstarfi en í sitt hvoru Iagi. Það sama á við um aðrar þjóðir í kringum okkur. Allar fiskveiðiþjóðir keppa sín á milli á mörgum sviðum. Á hinn bóginn á alþjóðlegur sjávarút- vegur við sams konar vandamál að etja. Ógnanir eru margar hverjar sam- eiginlegar og full ástæða til að takast sameiginlega á við þær. Án efa myndi ýmis konar aukið samstarf þeirra þjóða, sem stunda fisk- veiðar við norðanvert Atlantshafið, verða öllum til góðs. Sem betur fer hafa þessar þjóðir náð saman á mörg- um sviðum. í ljósi alþjóðlegrar þróun- ar, m.a. á sviði umhverfismála, mark- aðsmála og á fleiri sviðum má hins vegar spyrja hvort ekki sé rétt að kanna enn frekar hagkvæmni sam- starfs á fleiri sviðum. Verði niðurstaða slíkrar könnunar jákvæð, má neikvæð fjölmiðlaumfjöllun ekki trufla þau tækifæri til samstarfs sem gefast. ÆGIR 5

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.