Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1999, Blaðsíða 37

Ægir - 01.09.1999, Blaðsíða 37
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Baader Island hfi. fagnar 40 ára afinœli á þessu ári: Fiskvinnsla er óhugsandi án Baader véla - segir Ulrich Marth, stofnandi og aðaleigandi Baader Island hfi Ulrich Marth er stoltar af þróun Baader fiskviimsluvélaima og segir þœr hafa skilaö inikilli framþróun í íslenskum fiskiðnaði. Sú fiskviiutsla er varla til á íslandi þar sem ekki er að finna fisk- vinnsluvélar frá Baader. Þessar þýsku vélar hafa um áratuga skeið notið fá- dœma vinsœlda lít um allan heim og þegar talað er um þróun í fiskiðnaði er varla hœgt að komast hjá því að nefna hlut Baader vélanna í sömu setningu. Á íslaitdi hafa Baader vél- arnar verið á markaði í 40 ár. Þjóð- verjinn Ulrich Marth, stofnaði fyrir réttum 40 árum Baader þjónustuna hf. á íslandi, til að selja og þjónusta Baader vélar hér á landi. Síðar fékk fyrirtœkið nafnið Baader ísland hf. og í dag eru höfuðstöðvar þess í Kópa- voginum og daglegum rekstri stjórnar Jochum Martli, soitur Ulrichs. í til- efni af afmœlisári Baader ísland rœddi Ægir við Ulrich Marth tim sig- urfór Baader vélanna á íslandi. „Reyndar eru tæplega 50 ár liðin frá því við seldum fyrstu Baader vélina hér á landi þó Baader þjónustan hf. hafi tekið til starfa fyrir 40 árum," seg- ir Ulrich þegfcr hann rifjar upp fyrstu ár Baader á íslandi. „í byrjun var Gísli Hermannsson, starfsmaður hjá Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna, með mér í sölu á Baader-vélum, sem og Ásgeir Hjörleifs- son. Sannarlega var þá allt annað um- hverfi í þjóðfélaginu en er í dag. í þá daga voru stöðugar gengisbreytingar og erfitt um vik að fá fjármagn. Fyrstu roðflettivélina seldum við upp úr 1950 og árið 1957 fór ég með fyrstu flökun- arvélina til Vestmannaeyja og sýndi hana hjá Einari ríka í Eyjum. Þetta var Baader 99 og þótti mikið undratæki. Tveimur árum síðar kom svo Fram- kvæmdabankinn til sögunnar og að- stoðaði okkar viðskiptamenn við kaup á flökunarvélum frá Baader. Þetta ár, 1959, komu því 27 Baader 99 flökun- arvélar til landsins og þar með hófum við formlega rekstur Baader þjónust- unnar hf. til að fylgja eftir sölu og þjónustu við viðskiptavinina." Hjálpuðu kaupendunum við fjármögnunina Staðreyndin var sú að íslenskir fisk- verkendur höfðu ekki mjög rúm fjár- ráð á sjötta áratugnum og þurftu því á stuðningi og fyrirgreiðslu að halda til að geta stigið skref til tæknivæðingar. Hjólin fóru að snúast fyrst af aivöru þegar Ulrich og félagar fengu Fram- kvæmdabankann til að liðka fyrir við- skiptum en reyndar hafði Ulrich einnig liðkað fyrir að bankinn fengi hagstætt lán í Þýskalandi til að geta fjármagnað viðskiptin við íslensku fiskvinnslufyrirtækin. Ulrich segir að næstu árin eftir kaupin á flökunarvélunum 27 hafi fyigt sala á bæði flatnings- og roðfletti- vélum þannig að á tiltölulega fáum árum hóf tæknivæðingin innreið sína í íslensku fiskvinnsluhúsin. „Fyrstu 10 árin tóku hvorki Lands- bankinn né Útvegsbankinn þátt í fjár- mögnun á vélakaupum fyrir okkar við- skiptamenn og við vorum þess vegna i mm 37 Jóhann Ólafur Halldórsson

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.