Ægir - 01.09.1999, Side 24
Fiskvinnslufólkið á gólfinu
Skagakoncm Elínbjörg JVlagnúsdóttir hefur verið
áberandi fulltrúi fiskvinnslufólks á undanförnum
árum og talað tcepitungulaust á fundum og
ráðstefnum um þá hlið fiskvinnslunnar sem snýr að
hinu almenna fiskverkafólki á gólfinu. þá hlið mála
þekkir Elínbjörg enda mcetavel sjálf því hún hefur
starfað í fiskvinnslu á Akranesi frá árinu 1982 þar
til á síðasta ári en þá fcerði hún sig um set og tók við
starfi hjá Verkalýðsfélaginu á Akranesi. 9 því starfi
munu málefni fiskverkafólks verða henni áfram
hugleikin og ekki aðeins sem starfsmanni
verkalýðsfélagsins heldur ekki síður vegna þess að
Elínbjörg er varaformaður fiskvinnsludeildar
Verkamannasambands Úslands. Sú deild er fárra
ára gömul en hefur, þrátt fgrir ungan aldur, látið
fast að sér kveða og gert málefni fiskvinnslufólks
mun sýnilegri í umrceðunni en áður var. Kastljósið
segir baráttukonan Elínbjörg JVlagnúsdóttir að
fiskverkafólk þurfi líka á að halda og enginn vafi
leiki á að meiri athygli á málefnum fiskvinnslufólks
hafi orðið því til góðs á allra síðustu árum. Elínbjörg
er fjarri því svartsýn á málefni fiskvinnslufólks á
komandi árum, segir að störfin breytist hratt með
tceknivceðingunni en eftir sem áður verði það
grundvallaratriði að eiga fyrsta flokks fagfólk í
fiskvinnslu. Jyrsta flokks fagfólk eigi að fá að njóta
sinna hcefileika til fulls í vinnslusölunum og njóta
hcefileikanna í gegnum launaumslagið.
„Þegar ég byrjaði í fiski þótti eftir-
sóknarvert að komast að í frystihúsinu
ef borið var saman við mörg önnur
verkamannastörf. Fiskvinnslan var
kannski í sjálfu sér ekki eftirsóknar-
verð en bónusinn gerði að verkum að
tekjumöguleikarnir voru aðeins meiri
en gerðist í öðrum störfum. Miðað við
sama vinnutíma var meira upp úr fisk-
vinnunni að hafa en þetta hefur síðan
breyst með árunum," segir Elínbjörg
og víkur hér talinu strax í upphafi að
ásteitingarsteini í umræðu um störf
fiskvinnslufólks, þ.e. einstaklings-
bónuskerfinu. Hún segist fjarri því að
vera andstæðingur þess að einstak-
lingsbónusinn sé notaður sem grunn-
ur í launakerfinu í fiskvinnslunni,
hvað sem aðrir kunni að segja um það
mál. Duglegt fólk í vinnslunni eigi að
fá að njóta þess í gegnum launa-
umslagið ef það standi sig vel.
Kröfurnar breyttu öllu
„Ég reikna ekki með að þegar ég var að
byrja í fiskvinnslu hafi það þótt merki-
legt markmið hjá ungu fóiki að snúa
sér að frystihúsinu og byrja að vinna í
fiski. Það voru heldur ekki gerðar
neinar kröfur í frystihúsunum og
hringinn í kringum landið mátti telja
húsin til nokkurs konar verndaðra
vinnustaða sveitarfélaganna þar sem
allflestir sem ekki áttu möguleika á al-
mennum vinnumarkaði fengu vinnu
og beinlínis var ætlast til að frystihús-
in tækju þetta fólk í vinnu. Ég tek það
skýrt fram að hér er ég ekki að tala
niður til þessa fólks en þegar einstak-
lingsbónusinn kom til sögunnar þá
breyttist viðhorfið snarlega. Allt í einu
var byrjað að gera kröfur, og þær voru
af hinu góða að mínu mati. Síðar
komu enn harðari kröfur til sögunnar
þegar kaupendur á framleiðslu frysti-
húsanna tóku að setja fram kröfur um
gæði framleiðslunnar, hráefnismeð-
ferð og alla vinnslu. Ég get ekki líkt
saman þeim vinnustöðum sem frysti-
húsin voru þegar ég byrjaði í fiski,
samanborið við þau hús sem skara
fram úr í dag. Áður fyrr gátu gestir og
gangandi staðið reykjandi í gættinni í
endanum á salnum en í dag er ekki
einu sinni leyft að reykja nálægt hús-
unum, hvað þá meira."
„Einstaklingsbónusinn ekki
vinnuþrælkunarkerfi“
-Finnst þér að einstaklingsbónusinn
hafi verið jákvæður fyrir fiskvinnsl-
una?
„Já, það finnst mér. Það er hauga-
lygi sem sumir vilja halda fram að ein-
staklingsbónusinn hafi verið vinnu-
þrælkunarkerfi í fiskvinnslu. Ég fæ
ekki séð enn þann dag í dag hvað það
var sem menn sáu svona slæmt við
einstaklingsbónusinn og ekki man ég
eftir því að við konurnar í salnum fær-
um að metast á um það hvort einhver
væri hærri en önnur. Við höfðum ekki
við aðra að rífast um það atriði en
okkur sjálfar. Hins vegar gat hópbón-
24 MGIU