Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1999, Blaðsíða 18

Ægir - 01.09.1999, Blaðsíða 18
Hafsteinn Ólafsson frœðir einn sýningargesta um beitningartrektina. „Beitis-búnaðurinn erþegar kominn í um 300 smábáta hér á iandi." skömmum fyrirvara að slást í hópinn með öðrum íslenskum fyrirtækjum og kanna hvort Beitis-búnaðurinn hefði hljómgrunn meðal frænda vorra í Fær- eyjum. „Áður en til sýningarinnar kom hafði ég selt búnað til eins af duglegri kvókaveiðimönnum Færeyinga og hann hafði náð afbragðsárangri í sín- um veiðum. Okkar búnaður var af allt öðrum toga en það sem önnur íslensk fyrirtæki voru með á sýningunni og við fundum fyrir því að menn litu okkur hornauga og höfðu greinilega ekki mikla trú á því að við næðum ár- angri þarna ytra. En annað átti eftir að koma á daginn því áhugi Færeying- anna var gífurlegur og það hjálpaði okkur mest að geta bent á þennan að- ila sem þegar var kominn með línu- búnaðinn um borð hjá sér. Þann mann þekktu færeysku smábátakarl- arnir og vissu greinilega allt um hans árangur. Endirinn varð því sá að sýn- ingin skilaði okkur mikilli sölu og í framhaldinu fórum við að frantleiða búnaðinn í heildstæðri línu, þ.e. línu- spil, beitutrekt og beituskurðarhníf," segir Hafsteinn. i8 mm-------------------------------- Bjargvættur á Grænlandi í fyrrasumar var Hafsteinn fenginn til Grænlands í þeim erindagjörðum að leiðbeina við veiðar með línu hjá smá- bátakörlum sem keypt höfðu línu- trektar frá honum. Þau viðskipti voru til komin í gegnum aðila hér á iandi en þegar Grænlendingar komust að því að Hafsteinn var vélstjóramennt- aður þá var hann fenginn til að hjálpa til við viðgerðir ýmis konar í frystihúsi í bænurn Kummiuut, þar sem hann dvaldi. Aðstæður þarna eru nokkuð ólíkar því sem gerist hér heima og til að mynda bjuggu 450 manns í bæn- um og 1200 hundar! Þrátt fyrir að frystihúsið væri nýlegt gekk þar flest af vélbúnaði á afturfótunum og dansk- ur vélstjóri, sem starfaði hjá fyrirtæk- inu, náði litlum árangri. Strax og Haf- steinn fór að sinna málum í húsinu, með sína íslensku vélstjórnarþekkingu í sjávarútvegi fóru hjólin að snúast á nýjan leik og Grænlendingarnir, og ís- lenskur framkvæmdastjóri frystihúss- ins, vildu helst ekki sleppa honum aft- ur. Upphaflega átti Grænlandsheim- sóknin að standa í nokkra daga en varð á endanum um 5 mánuðir, með hléum þó. „Þessi bær er á Ammagsaliksvæð- inu, þ.e. á austurstönd Grænlands og mér finnst dálítið merkilegt hversu lít- ið hefur verið um að leitað sé til ís- lands eftir viðhaldsþjónustu í sjávarút- veginum og hversu lítinn gaum ís- lensk fyrirtæki hafa gefið þessum markaði sem er svona skammt frá okk- ur. Dvölin á Grænlandi fannst mér mjög skemmtileg og allt mjög frá- brugðið því sem við eigum að venjast hér heima, sérstakiega hvað náttúruna snertir, samgöngur og annað. Ég komst í kynni við fjöldamarga aðila á meðan á dvölinni stóð og þeir leita mikið til mín um aðstoð við að finna varahluti hér á landi, veiðarfæri og ýmislegt annað. í framtíðinni má bú- ast við að búnaður frá okkur fari til Grænlands en sem stendur horfum við meira til markaðar í Færeyjum og nú síðast til Kanada," segir Hafsteinn. Risaverkefni í Kanada? Sjávarútegssýningin í Kópavogi kann að hafa opnað verulega möguleika fyr- ir línubúnað frá Beiti í Kanada. Aðili sem rekur sölufyrirtæki á veiðarfærum í Kanada var mjög áhugasamur um búnaðinn á sýningunni og segir Haf- steinn að hafa verði í huga að nú sé að byggjast upp smábátafloti í Kanada eftir þorskhrunið mikla og því kunni að verða um að ræða mjög stóran markað þar í landi. „Við erum því mjög spennt að sjá hvað kemur út úr dæminu í Kanada en það er samt sem áður augljóst að ef þær tölur ganga eftir sem söluaðilinn talaði um við okkur þá þurfum við að fá fleiri til samstarfs um framleiðslu á vélunum. En ég horfi mjög til þess að geta í nánustu framtíð aukið við út- flutninginn á Beitis-búnaðinum og vonandi þróað nýjar framleiðsluvörur til að renna styrkari stoðum undir fyr- irtækið og stækka það enn frekar, " segir Hafsteinn Ólafsson.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.