Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1999, Blaðsíða 10

Ægir - 01.09.1999, Blaðsíða 10
Ægirá ísiensku sjávarútvegssýningunni i Kópavogi Islenska sjávarútvegssýningin í Kópavogi tókst vel: Sj ávarútvegssýning aldarinnar T Tið vissum allan tímann að sýn- v ingin í Kópavogi yrði góð en það sem er sérstaklega gleðilegt fyrir okk- ur núna er að finna hin jákvœðu og eindregnu viðbrögð sýnenda. Þau komu strax á sýningunni og einnig í miklum mœli eftir sýninguna. Heild- arsvipur á sýningu áborð við þessa rœðst ekki einvörðungu afstarfi að- standenda sýningarinnar heldur ekki síður afsýnendunum sjálfum og þar held ég að einmitt sé komið að kjarna málsins, þ.e. hve íslensk fyrir- tœki eru orðin reynd íþátttöku í sýn- ingum og standa vel að sinni fram- setningu," segir Ellen Ingvadóttir, kynningarfulltrúi íslensku sjávarút- vegssýningarinnar. Strax á fyrsta degi sýningarinnar í Kópavogi þótti Ijóst að hún vœri stœrsta og glœsilegasta sýning sem lialdin hefði verið á ís- landi og heimsviðburður á sjávarút- vegssviðinu. Viðskiptin á sýningunni undirstrikuðu gildi hennar og allir Jteir sýnendur sem Ægir hafði tal af báru lofá sýninguna. Ellen segir að samstarf Nexus Media við Kópavogsbæ hafi verið í alla staði gott og í raun hafi bæjarfélagið lyft grettistaki til að skapa sýningunni bestu umgjörð. „Mér finnst að Kópavogsbær hafi enn einu sinni undirstrikað hversu framsækið bæjarfélagið er og vaxandi. Staðsetning sýningarinnar í Kópavogi var mjög góð og það þarf ekki að koma á óvart að henni hefur verið val- inn staður þar að nýju eftir þrjú ár. Undirbúningur þeirrar sýningar er þegar hafinn." Stöðug framför Ekki þarf að fjölyrða um þá baráttu sem varð um að halda sjávarútvegs- sýningu hér á landi en sem kunnugt er varð íslenska sjávarútvegssýningin ofan á í kjölfar skoðanakönnunar meðal sýnenda. Aðspurð telur Ellen að sá slagur hafi ekki haft nein áhrif á sýninguna í Kópavogi. „Staðreyndin er sú að íslenska sjáv- arútvegssýningin hefur sífellt vaxið að umfangi síðan hún var fyrst haldin hér á landi. Þetta á jafnt við um fjölda sýnenda og fjölda gesta. Þetta er eðlileg þróun sýningar sem þessarar, burtséð frá allri samkeppni. En eins og ég sagði áðan þá tel ég að hin glæsi- lega umgjörð sýningarinnar í Smáran- um hafi fyrst og fremst skapast vegna vinnu aðstandenda sýningarinnar, Kópavogsbæjar og að sjálfsögðu sýn- enda sjálfra." Hr. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti ís- lands og Ámi Mathiesen, sjávaríitvegsráð- herra, lilýða á kynningu John P. Mulvaney, framkvcemdastjóra Brunna hf. á vökvafs. Viðskiptin meiri en nokkru sinni Ellen segir ljóst að sýningin í Kópa- vogi hafi slegið öll met hvað varðar beina sölu fyrir- tækja á sýning- unni. „Já, við heyrð- um strax á fyrsta degi að fyrirtæki voru að gera góða hluti inni á sýningunni og selja vel. Sölu- samningar eru algengir á sýn- ingum af þessu tagi en að þessu sinni var mun meira selt en á fyrri sýningum. Það undirstrikar enn og aftur að íslenska sjávarútvegssýningin er í stöðugri framför og við sem stöndum að henni hljótum öll að gleðjast yfir því," segir Ellen. Forsvarsinenn Skagans hf. taka á móti heimafólki sínu afAkranesi á opnunardaginn, hjðnunum Ingibjörgu Pálmadóttur, heilbrigðis- ráðherra og Haraldi Sturlaugssyni, framkvœmdastjóra Haraldar Böðvarssonar hf. Þau hrifust, eins og margir sýningargesta, af nýjum lausfrysti Skagans hf. 10 Æcm

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.