Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1999, Blaðsíða 21

Ægir - 01.09.1999, Blaðsíða 21
Ægirá íslensku sjávarútvegssýningunni í Kópavogi SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI skrifstofu eða í löndunarstöð. Hún sendir þegar til baka upplýsingar um hvernig ráðstafa á aflanum og þær upplýsingar birtast á skjá fyrir framan lyftarastjóra. Þannig veit hann strax hvert viðkomandi fiskur á að fara. „Þetta er einfalt dæmi um notkunar- möguleika kerfisins en það er auðvitað undir hverju og einu tilfelli komið hvernig notkunin er útfærð. Annað dæmi sem ég get nefnt er þegar fiskur fer í kerum frá mörkuðum til kaup- enda. Þá má lesa merki af rafflögunni inn í tölvu og skrá allar upplýsingar um afgreiðslutíma, kaupanda og annað sem nauðsynlegt er. Ef ker skilar sér ekki til baka þá má alltaf fletta upp í tölvunni til að sjá á hvern það var síð- ast skráð út og halda þannig utan um keraeignina. Jafnvel er á auðveldan hátt hægt að tengja inn í kerfið reikningaútskrift vegna keraleigu, ef um slíkt er að ræða. Ég held að með kerfinu séum við að opna alls kyns möguleika til hagræð- ingar sem ekki hafa verið áður opnir nema með ærinni handvirkri skráning- arvinnu. Okkar hugsun er að tengja okkar framleiðsluvörur við þá tölvu- tækni sem þegar er til í dag og fyrir viðskiptavinina erum við að auðvelda dagleg störf til muna," segir Elías. Samstarfsverkefni með tæknifyrirtækjum Eins og áður segir var það fyrirtækið Astra ehf. á Seltjarnarnesi sem hafði samstarf við Borgarplast hf. um þróun á kennikerinu. Astra kemur til með að bjóða þann búnað sem þarf sérstaklega að kaupa vegna kennikeravæðingar- innar en kerfið er þróað með það fyrir augum að upplýsingar verði skráðar inn í Wisefish upplýsingakerfið fyrir sjávarútveg, sem mörg sjávarútvegsfyr- irtæki hafa þegar tekið í notkun. Ef notandi þarf á sendibúnaði að halda milli lyftara og skrifstofu, líkt og nefndur var í dæminu hér að framan, er sá búnaður fáanlegur hjá fyrirtæk- inu Boðvaka ehf. Dreifðu Ægi í þúsundavís! Þessar hressu dömur dreifðu Ægi í þúsundavís meðal sýningargesta og sýnenda á meðan á íslensku sjávarútvegssýningunni stóð. Þetta aukablað Ægis, sem kom út rétt fyrir sýninguna, inniheldur kynningu á á annað hundrað fyrir- tækjum sem á sýningunni voru og höfðu menn á orði að þarna væri á ferðinni fyrsta jólabókin í ár! Alls var aukablaðið prentað í 10 þúsund eintökum og er mjög góð heimild um fyrirtæki sem tóku þátt í sýningunni og hvað þau höfðu að bjóða. Stúlkurnar fjórar á myndinni eru Ragnheiður Gyða Ragnarsdóttir, Tinna Sverrisdóttir, Laufey Bjarnadóttir og Alenka Zak. Verðlaunabás Radíómiðunar Bás Radíómiðunar var valiim fallegasti básimi á sýningunni og þar var mikil áhersla á tölvutœknina. Hér eru fróðleiksfusir gestir að kynna sér hugbúnað sein Radíómiðun kynnti. ÆGIR 21

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.