Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1999, Blaðsíða 31

Ægir - 01.09.1999, Blaðsíða 31
Fiskvinnslufólkið á gólfinu Fiskvinnslan: Meiri framleiðsla að skila hærri launum Aþeim tíma sem liðinti er frá gerð síðustu kjarasamninga fisk- vinnslufólks sýnir sig að laun hafa liœkkað umtalsvert í mörgum frysti- húsum án þess að licegt sé að tala um launaskrið, líkt og í mörgum öðrum greinum. Kristján Bragason, starfs- tnaður hjá Verkamannasambandi íslands, en itman vébanda fisk- vinnsludeildar VMSÍ er verkafólk í fiskiðnaði, telur ástœður fyrir launa- þróuninni fyrst og fremst þcer að afköst hafi aukist og að baki hverjum starfsmanni standi nú meiri fram- leiðsla hjá fyrirtœkjunum en áður. Kristján segir að við síðustu kjara- samningagerð hafi verið gerðar breyt- ingar í þá vemna að færa hluta af bónus inn í taxtakaupið til að hækka föst laun á kostnað breytilegra launa. Samtímis hafi gengið yfir mikil tækni- og hag- ræðingarþróun í fiskvinnslu eins og í öðrum greinum. Hann segir að nú sé svo komið að víða hafi bónusinn hækkað á nýjan leik um nærfellt sömu krónutölu og færð var inn í taxta- kaupið. Þetta sýni betur en nokkuð annað hvaða þróun hafi átt sér stað. „Ég held að skýring á þessu sé að hluta til sálfræðilegs eðlis, þ.e. að fólk leggi meira á sig til að ná hærri bónus og þar með meiri tekjum. En þetta er þá að sama skapi aukning á tekjum fyrir vinnsluhúsin og sú aukning stendur að baki getunni til að borga hærri laun," segir Kristján. í mörgum metnaðarfyllri frysti- húsum hefur verið gerð breyting á launakerfi í þá veru að bæta inn ein- staklingshvata í hópbónuskerfi. Tekið hefur verið upp kerfi sem hefur meiri tengingu við afköst einstaklinganna, án þess þó að um sé að ræða hreint einstaklingsbónuskerfi í líkingu við það sem tíðkaðist í frystihúsunum á árum áður. Kristján segir á sú leið hafi verið farin að setja inn í kerfið svokallaða snyrtipremíu, þ.e. bónus- greiðslur til starfsmanna í snyrting- unni eingöngu og hefur sú breyting skilað góðum árangri. Ársverkum í fiskvinnslu fer jafnt og þétt fækkandi Félagsmenn hjá fiskvinnsludeild Verkamannasambands Islands eru um 8500 talsins og reikna má með að um 500 þeirra starfi í mjöliðnað- inum. Aftur á móti eru ársverkin færri, eða um 6000 taisins. Mismunur á tölunum skýrist af því hversu mikið er um hlutastörf í fiskvinnslu en þegar litið er á fjölda ársverka yfir lengra tímabil vekur athygli að störfin voru 6500 árið 1996 en eru áætluð 500 færri á yfirstandandi ári. Þegar talað er hér um ársverk í fiskvinnslu eru með- taldir starfsmenn í mjöliðnaðinum. Kvennastarf í landi en karlastarf á sjónum! „Konur óskast í snyrtingu í frystihúsi!" Hver kannast ekki við að hafa heyrt svona auglýsingu á árum áður þó ekki sé algengt að heyra svona tekið til orða í auglýsingum í dag. En það er engu að síður staðreynd að snyrtingin í frysti- húsunum ætlar seint að verða karlastarf. Að sama skapi virðist sem karlarnir ætli að verða nær einráðir um snyrtinguna um borð í frysti- togurunum jafnvel þó að hér sé um nákvæmlega sömu störf að ræða - nema þá hvað að eitthvað er meiri óróleiki í vinnsluhúsinu úti á sjó! Tölur sýna að í fiskvinnslunni í landi eru karlar aðeins rösklega 41% og það hlutfall hefur lítið breyst á undanförnum árum. Það bendir með öðrum orðum fátt til fiskvinnsluhúsin verði kvenna. annars en áfram vígi ÆGIR 31

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.