Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1999, Blaðsíða 43

Ægir - 01.09.1999, Blaðsíða 43
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Saga Grettis SH Grettir var smíðaður hjá Karmsund Verft í Noregi árið 1963 og er númer 3 frá stöðinni. Skipið kom nýtt til Hraðfrystihúss Breiðdælinga í nóvember 1963 og bar þá nafnið Sigurður Jónsson SU-150. Báturinn hefur verið gerður út af ýmsum útgerðum eins og sést hér að neðan. í júlí 1976 heitir báturinn Sædís ÁR 220 og gerður út af Herði Jóhannssyni á Eyrarbakka. Fiskvinnslan hf. í Bíldudal gerði bátinn út í febrúar árið 1977 undir nafninu Steinanes BA-399. Röf hf. í Bíldudal var skráð útgerð Steinaness BA í október 1980. Skagavík hf. í Keflavík er útgerð bátsins í janúar 1981 og hann heitir þá Olafur Ingi KE 34. Stafnes hf. gerði bátinn út undir sama nafni frá mars 1982. í febrúar árið 1983 kemst báturinn í eigu Snæfells hf. og fær nafnið Grettir. Báturinn kom með 600 hestafla Lister Blackstone vél sem var skipt út seinni hluta ársins 1980 með 700 hestafla Mirrlees Biackstone og er sú vél í bátnum núna. Byggt var yfir bátinn árið 1988. Helstu breytingar Smíðaður var nýr skrokkur, brú, gálg- ar, fiskimóttaka og fiskilúga. Gamla vélarúmið með hátönkum, vélbúnaði og skrúfu, var fellt inn í nýja skrokk- inn. Loft vélarúmsins var hækkað upp í samræmi við hæð aðalþilfars og bak- borðssíða vélarúms opnuð út að nýju síðunni. Skipið er með andveltigeymi sem var felldur inn í efra þilfarið fram við stefni. Allar vistarverur áhafnar eru nýjar og þeim vel fyrir komið. Nýtt færiband frá Skipavík flytur aflann frá móttöku fram á vinnsluþilfar framan við íbúðir. Nýjum skipskrana með vírspili frá Framtaki hf. var komið fyrir á efra þil- fari og ný Cummins ljósavél frá Vela- sölunni hf. er í vélarúmi. Almenn lýsing Grettir SH er smíðaður úr stáli sam- kvæmt reglum og undir eftirliti Sigl- ingastofnunar íslands. Skipið er með tvö heil þilför stafna á milli, peru- stefni, svínahrygg, gafllaga skut, skut- rennu upp á efra þilfar og brú á reisn aftan við mitt skip. Undir aðalþilfari er skipinu skipt með fjórum vatnsþéttum þverskipsþiium í eftirtalin rúm, talið framan frá; stafnhylki fyrir vatn, fiski- lest með steyptum botni, vélarúm með eldsneytisgeymum úti í síðum og aftast eru skutgeymar fyrir vatn og eldsneyti. < Fremst á aðalþilfari er geymsla, þá vinnsluþilfar með togspilum fremst. Aftantil eru íbúðir bakborðsmegin og gangur frá vinnsiuþilfari aftur í fisk- móttöku. Á efra þilfari er hefðbundið T-laga stýrishús á reisn með útgöngum aftur á þilar frá báðum brúarvængjum. Sam- byggt stýrishúsi er skorsteinshús. Aft- ast á skipinu er skutgálgi og yfir fiskilúgu er hallanlegur pokagálgi. í framhaldi af skutrennu kemur vörpurenna sem greinist í tvær bobbingarennur sem ganga í gegnum reisnina undir brúnni og fram á stefni þar sem tveim grandaratromlum er komið fyrir. Á stýrishúsi er ratsjár- og ljósamastur. íbúðir Klefar eru fyrir 9 manna áhöfn í þrem- ur tveggja manna klefum og þremur einstaklingsklefum. Undir aðalþilfari aftan við vélarúm eru þrír tveggja manna klefar og eins manns klefi. Fremst stjórnborðsmegin á efra þilfari er íbúð skipstjóra og klefi stýrimanns bakborðsmegin, þá baðherbergi með sturtu og salernum og aftast er setu- stofa og borðsalur. Aftast stjórnborðs- megin eru eldhús, matvælakælir og frystir. Þar fyrir framan er stakka- geymsla með salerni, þvottavél og út- gangi út á þilfar. íbúðir eru einangrað- Ljósmynd af gamla Gretti áður en hann fór utan til breytinga. ar með steinull og klæddar FAMOS þiljum. Skipið er loftræst með raf- magnsblásurum og hitað upp með raf- magnsofnum. Vélbúnaður Aðalvél Grettis SH er Mirrlees Biack- stone frá árinu 1980 af gerðinni ESL-6, 700 hestöfl, 900 sn/mín með gír og skrúfubúnaði af LIAAEN CG-4S gerð sem snýst 300 sn/mín. Helstu birgjar og verktakar Vélasalan hf Umboðsaðili skipasmíðastöðvar Fengur hf Hönnun, ráðgjöf og eftirlit. Málning hf Jotun skipamálning Siglingastofnun. Flokkun og eftirlit Vélasalan hf Cummins Ijósavél Framtak hf Þilfarskrani Skipasmíðastöðin Skipavík hf Færibönd fflR 43

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.