Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1999, Blaðsíða 30

Ægir - 01.09.1999, Blaðsíða 30
Fiskvinnslufólkið á gólfinu Láglaunastefnan hrekur fólk suður - segir Stella Steinþórsdóttir í Síldarvinnslunni hf. ú Neskaupstað Jsíðustu kjarasamningum var gengið þannig frá málum að við þurftum sjálfað borga hœkkunina á taxtakaupinu okkar, það er að bónusinn var lœkkaður um 54 kr. hjá mér og settur inni í tímakaupið. Utkoman hjá mér er sú að eftir 40 ára störfvið fiskvinnslu er tímakaupið hjá mér 431 kr. Það eru nú öll jólin." Stella segir að við þetta bætist að yfirvinna hjá Síldarvinnslunni hafi verið afar lítil að undanförnu og bónusgreiðslur fari mikið eftir fisk- Stella Steinþórsdóttir. tegundum og stærðum. Þannig hafi mikið borist á land að und- anförnu af smá- um þorski sem hafi aftur þýtt sáralitlar bónus- greiðslur. Hvað taki í annars horn. „Við íslendingarnir hjá Síld- arvinnslunni erum komin í minni- hluta starfsfólks hjá Síldarvinnslunni, þar starfar mikið af Pólverjum, Tékk- um, Albönum, Rúmenum og fólk frá þeim löndum. Þeir sem helst starfa hjá fyrirtækinu eru konur sem eru komnar á efri ár og svo unglingar. Karlmenn á vinnualdri haldast ekki hjá fyrir- tækinu, slík eru launin. Þau eru ekki í neinum takti við það sem gerist til dæmis á Reykjavíkursvæðinu og raun- ar tel ég að það sé fyrst og fremst lág- launastefnan sem er að hrekja fólk suður," segir Stella. Hvað segir fiskvinnslufólkið á gólfinu? Starfsandinn yfírleitt góður - segir Sunna Arnadóttir, starfsmaður UA ónusinn hjá hluta starfsfólksins hér í ÚA stórhœkkaði með jieim breytingum sem gerðar voru fyrir um tveimur árum þegar sett var upp ný vinnslulína. Þetta hœkkaði einstaklingsbónusinn hjá þeim konum sem starfa á snyrtilínunni og eins getur þetta virkað keðjuverkandi, þannig að hópbónus þeirra hœkki jafnframt. Þetta kemur vel út, en vankantarnir eru auðvitað að störfin verða einhcefari," segir Sunna Árnadóttir, starfsmaður hjá Útgerðarfélagi Akureyringa. Sunna segir að starfsandinn hjá ÚA sé yfir- leitt góður. Það hafi hlaupið fólki kapp í kinn að fyrir- tækið hafi feng- ið ýmsar viður- kenningar, svo sem að hafa verið útnefnt fyrirtæki ársins á Akureyri og á sjávarútvegssýningunni í Kópavogi á dögunum fékk það viðurkenningu sem framúrskarandi fyrirtæki í fiskvinnslu. „Mórallinn hjá fyrirtækinu er yfirleitt góður. Það er þó alveg ljóst að breytingar hverskonar geta farið illa í fólk, sérstaklega það sem eldra er. Það hræddist þessar breytingar sem hér voru gerðar á vinnslulínunni, en þær hafa þó komið alveg ágætlega út. Sérstaklega hvað varðar breytt vinnufyrirkomulag, nú getur fólk valið um morgun- eða kvöldvaktir og fyrir vikið verður því meira úr deginum." Sunna hefur starfað hjá ÚA meira og rninna síðan 1976. Hún segir að sér hafi yfirleitt líkað nokkuð vel, en finn- ist þó í endurminningunni að fyrrum hafi meiri samkeppni verið ríkjandi milli starfsfólks og ef til vill keppnis- gleði milli borða um að afkasta sem mestu. Þetta sé hins vegar breytt nú með breyttu vinnufyrirkomulagi og nýrri tækni. Suima Árnadóttir. 30 AGIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.