Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1999, Blaðsíða 19

Ægir - 01.09.1999, Blaðsíða 19
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI á íslensku sjávarútvegssýningunni í Kópavogi Skeljungur auglýsir í Sjómannaalmanakinu f*eir voru margir samningamir sem Jr Inga Ágústsdóttir, auglýsinga- stjóri Ægis og Sjómannalmanaks Fiskifélags íslands, gerði á íslensku sjávaútvegssýningunni. Nú stendur vinnsla Sjómannaalmanaksins sem hœst og er að búast við breyttri og enn bœttri útgáfu undir lok ársins. Útgáfan var kynnt sýnendum á ís- lensku sjávarútvegssýningunni og voru viðtökur góðar - enda er hið gamal- gróna Sjómannaalmanak Fiskifélags ís- lands einn þekktasti auglýsingavett- vangur í íslenskum sjávarútvegi. Hér á myndinni er Inga Ágústsdótt- ir, auglýsingastjóri, að ganga frá aug- lýsingasamningi við Þorstein V. Péturs- son, markaðs- og sölustjóra Skeljungs. Hexa fœrir út kvíarnar: Fatalína fyrir sjávarútveginn Umboðs- og heildverslunin Hexa í Kópavogi kynnti í bás sínum sænska vinnu- fatalínu sem fyrirtækið hefur tekið við umboði fyrir hér á landi. Ársæll Ó. Stein- móðsson, sölufulltrúi, segir sænsku vinnufötin í hæsta gæðaflokki og spannar lín- an fatnað fyrir fiskvinnslu, sem og sjómannastéttina. „Við höfum mikla reynslu í sölu á vinnufatnaði hér á landi en höfum ekki áður selt hlífðarfatnað fyrir sjávarútveginn. Við höfum hins vegar fundið fyrir áhuga viðskiptavina á að við tækjum inn í okkar sölukerfi fatnað fyrir sjávarútveginn og þegar við höfum nú fundið gæðafatnað sem við erum ánægðir með þá er okkur ekkert að vanbúnaði að hefja sölu. Fatnaður okkar er frá Grundéns í Svíþjóð og er um að ræða föt úr PVC og Polyureth- an-efnum, sem er bæði léttur og þægilegur,“ segir Ársæll og telur sjávarútvegssýninguna mikilvæga kynningu til markaðs- setningar í sjávarútveginum. „Mörg sjávarútvegsfyrirtæki þekkja okkur vel af vönduðum vinnufötum sem við höfum selt undanfarin ár, t.d. Frid- stads-fötin og fleiri merki. Hins vegar hafa margir komið til okkar hingað í básinn og fagnað innkomu okkar á hlífðarfata- markaðinn fyrir sjávarútveg og við erum ákaflega ánægðir með viðtökurnar sem við fáum hér,” segir Ársæll en sænsku fötin verða fáanleg í smásölu og heildsölu hjá fyrirtækinu í Kópavogi, sem og hjá umboðsmönnum Hexa um allt land. Fatalína frá Grundéns í SvíþjóB í bás Hexa. Til hægri á tnyndinni er Ársœll Ó. Steinmóðsson, sölufiilltníi hjá Hexa og til vinstri er Anders Rentzog, fiilltnii frá framleiðenda fatnaðarins í Svíþjóð. Mm 19 /óhann Ólafiir Halldórsson.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.