Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1999, Blaðsíða 38

Ægir - 01.09.1999, Blaðsíða 38
því hlutverki að hjálpa sjálfir til við fjármögnun þannig að við gætum selt vélar. En svo breyttist þetta smátt og smátt og fjárráð kaupendanna jukust." Eftir nokkurra ára rekstur Baader þjónustunnar hf. féll Gísli frá og Ás- geir hætti í fyrirtækinu þannig að lengstum hefur Ulrich og fjölskylda hans átt og rekið Baader þjónustuna hf., eða allt þar til Baader verksmiðj- urnar í Liibeck í Þýskalandi keyptu helmingshlut í fyrirtækinu og nafni þess var breytt í Baader ísland hf. Vélarnar skiluðu eigendunum gróða Ulrich segir að Baader vélarnar hafi strax á fyrstu árunum hjálpað íslensk- um fiskvinnslum að græða peninga. Vélakaupin hafi þannig skilað sér fljótt í vasa kaupendanna og þeir feng- ið nasaþefinn af því hverju vélvæðing- in geti skilað í beinhörðum pening- um. „Vélarnar skiluðu öryggi inn í fisk- vinnsluna. Afköstin jukust en vissu- lega fylgdu því nokkur átök að sann- færa menn um að vélarnar væru að skila miklum afköstum en um leið góðri nýtingu. En það var einmitt nýt- ingin sem allt snerist um, og snýst um enn þann dag í dag. Hvað hana varðar höfum við alltaf staðið vel hjá Baader og nýtingin er það atriði sem skilar notendum vélanna beinum fjárhags- legum ávinningi." Baader státar af góðri vöruþróun Eins og þeir þekkja sem kaupa Baader vélar þá bera þær gjarnan einkennis- stafina IS. Ástæðan er sú að þar fara í grunninn vélar frá þýsku Baader-verk- smiðjunum en lokaútfærslan er hjá Baader ísland hf., þ.e. aðlögunin að ís- lenskum aðstæðum. „Þetta er eitt af einkennum Baader framleiðslunnar. Við vitum að við höf- um frábærar vélar í höndunum en við reynum alltaf að gera þær betri og að- laga þær íslenskum aðstæðum. Baader Bás Baader ísland ehf. á íslensku sjávarútvegssýningunni var stór og fjölsóttnr. Hér er lir. Ólafnr Ragnar Grímsson, forseti íslands, í heimsókn í básnum og kynnist nýjasta hausaranum, Baader 434. ísland hefur þannig mikil áhrif á þró- unina hjá Baader verksmiðjunum og það sem við gerum hér á landi í breyt- ingum á útfærslum vélanna er oft tek- ið upp í framleiðslunni hjá verksmiðj- unum í Lúbeck. Ein ástæða þessa er sú að starfsmenn okkar hjá Baader ísland hf. eru daglega í sambandi við notend- ur vélanna og eru stöðugt að með- höndla fisk þannig að þeir vita ná- kvæmlega um þarfir fiskverkendanna og óskir um lausnir á vandamálum. Þetta er lykillinn að góðri vöruþróun Vegleg afmcelishátíð var haldin í húsnœði Baader ísland ehf. í Kópavogi í byrjun september og kom þangað fjöldi viðskipta- manna fyrirtcekisins. og af henni státar Baader svo sannar- lega. Og síðan megum við ekki gleyma því að íslendingar eru að vinna mun meiri fisk í dag en þeir gerðu fyrir 40 árum og það væri hreinlega ekki fram- kvæmanlegt ef ekki hefðu komið til sögunnar góðar vélar til fisk- vinnslu," segir Ulrich. Framtíöin í neytenda- pakkningum Ulrich telur að framtíðin í fiskvinnslunni liggi í framleiðslu í neytenda- pakkningar. Hann segist hafa tekið eftir þróun í þá átt á nýafstaðinni sjávar- útvegssýningu. „íslendingar eru mjög fljótir að finna út hvað er gott og hvað ekki. Fiskvinnslan og fiskveiðarnar hér á landi eru fyrsta flokks og hvergi ann- ars staðar hægt að finna neitt sam- bærilegt. Fyrsta boðorðið í fiskvinnsl- unni hefur verið og verður alltaf að ná mestri mögulegri nýtingu úr fiskinum og þar má segja að liggi sérsvið okkar hjá Baader. Við framleiðum vélar til hausunar, slægingar, roðflettingar og flökunar og við erum þannig á fyrsta stigi vinnslunnar og því stigi sem get- ur ráðið mestu um nýtinguna. Síðan kemur áframhaldandi tækni í vinnslu, t.d. tækin frá Marel, sem mér finnst vera fyrirtæki sem er að framleiða afar vandaðar vélar," segir Ulrich og undir- strikar að áhrifin af Baader vélunum séu vel merkjanleg í íslenskri fisk- vinnslu í dag. „Fiskvinnsla án Baader véla er óhugsandi. Baader er ennþá lang stærsti aðilinn í framleiðslu fisk- vinnsluvéla í heiminum og að ætla að fara í samkeppni við Baader er eins og ef lítill bílaframleiðandi ætlaði að fara að berjast við Mercedes Benz. Slíkt þætti bjartsýni!" segir Ulrich Marth, aðaleigandi Baader ísland hf. Lokaorð hans um framtíð íslend- inga eru mjög einföld: „íslendingar munu halda forskoti sínu í fiskiðnaði vegna þess að fólkið í landinu hefur mikla þekkingu og færni og kann að beita þessum þáttum." 38 MSR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.