Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1999, Blaðsíða 29

Ægir - 01.09.1999, Blaðsíða 29
Fiskvinnslufólkið á gólfinu undir Hvalfjörð vera fráleitur draumur fyrir 5-6 árum en þau eru nú samt orð- in staðreynd og eins er með framtíðar- sýnina um landvinnsluna og frystitog- arana. Hún gæti verið nær en okkur grunar." - Eru frystitogararnir litnir jafn miklu hornauga af fiskvinnslufólki og gera mætti sér í hugarlund út frá þró- uninni á undanförnum árum? „Nei, staðreyndin er sú að það eru konur sem eru í meirihluta í fisk- vinnsiuhúsunum og gjarnan konur sem eiga maka eða nána ætt- ingja á frystitogaranum. Þær tala því ekki neikvætt um frystitogarana en ég tek meira eftir þessu viðhorfi þegar ég kem á ráðstefnur eða fundi þar sem fólk í sjávarútveginum skiptist upp í fylkingar. Ég held að fiskvinnslufólkið á gólfinu líti frekar á útflutning á fersku og óunnu hráefni sem sinn óvin en sem betur fer er slíkur útflutningur hverfandi miðað við það sem var fyrir nokkrum árum." „Ég vinn bara í fiski!" Elínbjörg segir að bætt vinnu- aðstaða fyrir fiskvinnslufólkið á gólfinu sé með því jákvæð- asta í þróuninni á undanförnum ámm. Vissulega þurfi sífellt að bæta úr atriðum sem betur megi fara og sníða störfin að tæknivæðingunni. Hún kannast við að í hópi fiskvinnslufólks hafi verið rætt um ímynd starfsins og umræða hafi verið uppi um að fólk í greininni þurfi að vera stolt af sínu starfi og sínum fyrirtækjum. „Við berjumst enn við þessa setn- ingu: „Ég vinn bara í fiski!" Þetta er fullkomin minnimáttarkennd og erfitt að snúa ofan að þessu viðhorfi en ég viðurkenni samt að mér finnst einhver breyting merkjanleg og tel að hana megi rekja til þess að ungt fólk er að koma inn í störf til hliðar við fisk- vinnslufólkið, t.d. matvælafræðingar og aðrir sem tilheyra vinnslustiginu en ekki þröngum stjórnendahópi uppi á skrifstofu. Ég held að jákvætt atriði fyrir fisk- vinnsluna sé hversu mikil framleiðnin er á hvern einstakling og þar skarar greinin fram úr öðrum en það er vissu- lega áhyggjuefni hve illa gengur að finna fólk til fiskvinnslustarfanna. Að mínu mati eru margir jákvæðir þættir í þróuninni fyrir fiskvinnslufólk en líka neikvæðir og þannig verður stað- an vísast áfram." „Fiskvinnslufólkið er komið á blað“ Sem varaformaður í fiskvinnsludeild Verkamannasambands íslands hefur Elínbjörg starfað að málum sem geta skilað ímynd fiskvinnslufólks fram á veginn og gert þennan hóp meira gild- andi í umfjöllun um sjávarútvegsmál. „Við höfum haldið fræðsluráðstefn- ur þar sem við höfum kappkostað að fá til okkar fyrirlesara með erindi um málefni sem beinlínis snerta fisk- vinnslufólk. Ráðstefnurnar hafa skap- að umræðu, verið fræðandi og varpað ljósi á ýmislegt sem snertir störf fisk- vinnslufólks. Hinn þátturinn í störfum fisk- vinnsludeildar VMSÍ snýr að því að gera okkur meira sýnileg en áður og það hefur okkur sannarlega tekist. Við höfum náð athygli stjórnvalda og erum kölluð til þegar svokallaðir hags- munaaðilar innan sjávarútvegsins þurfa að koma að málum. Áður fyrr var fiskvinnslufólk ekki talið með í þeirri umræðu. Við höfum einnig fengið að tilnefna fulltrúa í ýmsar nefndir á vegum stjórnvalda og heilt yfir fengið viðurkenningu á því að vera til og fiskvinnslufólki komi málin yfir höfuð við. Það er mikill sigur. Fisk- vinnslufólk hafði sig ekki í frammi áður fyrr, kvartaði í mesta lagi úti í horni og sendi frá sér mótmælabréf." - Væntanlega vegur þetta starf ykkar nokkuð þungt þegar kemur að kjarasamningum innan fárra mánaða? „Já, ég er þess fullviss að starf okkar í fiskvinnsludeildinni vegur þungt við samningaborð- ið. Eins og ég sagði áðan verður þar tekist á um mörg baráttu- mál fiskvinnslufólks, önnur en þau sem snúa beint að krónum og aurum, til dæmis starfs- fræðslumálin. En fyrst og fremst munu kjarasamningarn- ir snúast um kaupmátt." - Ef þú metur stöðu fisk- vinnslufólks á íslandi í dag; liggur leiðin upp á við eða niður á við? „Ég veit eiginlega ekki hverju ég á að svara þessu," segir Elínbjörg og dregur svarið við sig nokkra stund. „Flóttinn úr greininni er of mikill til að ég geti sagt að leiðin liggi upp á við. Spurningin er sú hvort það tekst að snúa þróuninni við með breyttri vinnslu, tengingu landvinnslunnar og frystitogaranna og með því að skapa öruggara vinnuumhverfi fyrir fisk- vinnslufólk. Óöryggið er það sem mest mæðir á fiskvinnslufólki í dag og á meðan svo er vantar staðfestuna í greinina sem þarf að vera fyrir hendi." „Starf okkar hjá fiskvinnsludeild VMSÍ mun skipta máli þegar kemur að samnihgaborðinu í komandi kjarasamningum," segir Elínbjörg, varaformaður VMSÍ. AGIR 29

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.