Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1999, Blaðsíða 26

Ægir - 01.09.1999, Blaðsíða 26
Fiskvinnslufólkið á gólfinu Hús Hciraldar Böövarssonar hf. Akranesi. Elínbjörg vann um áraraðir hjá fyrirtœkinu og segir hún HB gott dœrni wn mjög framsœkið landvinnslufyrirtœki sein sýnt liafi og sannaö að hcegt sé að ná arði út úr vinnslu á fiski í landi. usinn valdið því að pirringur kom upp vegna þess að einhver skilaði ekki nægilega sinni vinnu og hafði þannig áhrif á laun alls hópsins. Mér finnst þess vegna hópbónusinn vera nokkurs konar félagsmálapakki inni í fyrirtækj- unum og fagna því að tími hópbónus- kerfisins sé runninn á enda. Enda sýn- ir það sig að í dag eru öll almennileg fiskvinnslufyrirtæki að taka upp ein- hvers konar einstaklingstengdan hvata þannig að fólk sjái það í launaumslag- inu þegar það er að gera vel. Einstak- lingsbónusinn er einfaldlega rétt- látasta launakerfið í fiskvinnslunni enda á fólk ekki að geta komið inn í vinnsluna til að vera farþegi í hóp- bónuskerfi og hafa minna fyrir vinn- unni en aðrir," segir Elínbjörg ákveðið. „Ég held að neikvæðnin út í bónus- inn hafi komið til vegna þessarar hugsunar sem of ríkjandi er í þjóðfé- laginu að enginn má skara fram úr öðrum. Meðalmennskan er alltof ríkj- andi hjá okkur og við græðum ekkert á henni og allra síst í fiskvinnslunni. Það á ekki að vera neikvætt í fisk- vinnslu að einhverjir skari fram úr en það þýðir hins vegar alls ekki að aðrir séu kolómögulegir." „Útrýmum oröinu ófaglærður“ Kynslóðaskipti hafa orðið í frystihús- unum frá „gullöld" einstaklingsbónus- kerfisins og ekki aðeins að ný kynslóð fiskvinnslufólks hafi tekið við heldur hafa einnig runnið í gegnum húsin tvær, ef ekki þrjár, kynslóðir • af vinnslulínum. Þegar horft er yfir fisk- vinnslusal í hágæða frystihúsi kemur fyrst upp í hugann að þörfin fyrir góða fagþekkingu sé ekki sú sama og áður, nú þurfi aðeins að fá vinnuafl til að stjórna vélunum en þær hafi tekið við miklu af störfum fiskivinnslufólksins. Elínbjörg segir frystihús ekki komast í fremstu röð í dag nema með góðu fag- fólki en nú skipti líka miklu að manna húsin rétt miðað við vélar og tæki. „Það er ekki nóg að hafa vélar sem afkasta ákveðnu magni í flökun og 26 AGIR ----------------------------- hausun ef framhaldsvinnslan er ekki rétt mönnuð. Öll stigin í vinnslunni þurfa að vera rétt mönnuð og svo aft- ur sé vikið að bónuskerfinu þá kemur röng mönnun einfaldlega niður á bónus. „Fagna því að tími hópbónuskerfisins sé runninn á enda" Tæknivæðingin hefur breytt fisk- vinnslustörfunum og staðreyndin er sú að þess eru dæmi að fiskvinnslur hafi bætt í yfirborganir til að halda fólki sem þjálfað hefur verið upp á sér- hæfð fiskvinnslutæki og nær góðum árangri með þau. Þetta finnst mér mjög jákvætt og sýnir að það er þekk- ingin og menntunin sem vegur þungt þegar á hólminn kemur. Ég skorast ekki undan því að hjá verkalýðshreyf- ingunni hefur umræðan um launa- málin verið mikil og truflað framgang- inn í því að auka menntun fagfólks í fiskiðnaði. Mitt mat er að menntunin fyrir fólkið eigi að koma fyrst og þá koma launin á eftir. Það er enginn að tala um að allir þurfi að fara í lang- skólanám heldur er ég að tala um að við þurfum að mennta fólkið miðað við tæknina og kröfur markaðarins sem kaupir afurðirnar af húsunum. Sé samhljómur í því sem markaðurinn vill og húsin eru að gera þá eru for- sendur fyrir hærri launum fyrir hendi." - Viltu sjá ákvæði inni í næstu kjarasamningum sem snúa að mennt- unarmálum fólks í fiskvinnslu? „Ég get alveg lofað þér því að ég mun berjast fyrir því að ekki verði staðið upp frá borðum án þess að stofnaður verði starfsmenntasjóður

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.