Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1999, Blaðsíða 20

Ægir - 01.09.1999, Blaðsíða 20
-Ægirá ístensku sjávarútvegssýningunni í Kópavogi Elícis Bjarnason, sölustjóri Borgarplasts hf., við ker á sýningunni í Kópavogi. Á loki kers- ins má sjá viðurkenningu sem kennikerið hlaut við afhendingu íslensku sjávanitvegs- verðlaunanna og iitlu hnappamir á loki kersins eru rafflögumar sem nú er hcegt að koma fyrir í veggjum Borgarplastskeranna og gera þar með alla rafrcena ferilskráningu mjög auðvelda. möguleika til að verða við óskum við- skiptavina Borgarplasts. Við tókum upp samstarf við fyrirtækið Astra ehf. á Seltjarnarnesi og í vetur fundust raf- flögur hjá erlendum framleiðanda sem gera okkur mögulegt að byggja upp rafrænt skráningarkerfi. Eftir að við höfum nú fundið ieið til að koma flögunum fyrir í veggjum keranna, jafnt nýjum sem eldri kerum, þá er ekkert að vanbúnaði að setja búnað- inn á markað. Við kynntum þetta kerfi í fyrsta skipti á sjávarútvegssýning- unni og mér er óhætt að segja að við- tökurnar hafi verið góðar og í sam- ræmi við þann áhuga sem við höfum áður fundið fyrir," segir Elías. Meðhöndlun upplýsinga í tölvum í raun má segja að kerfið vinni eins og strikamerki á vörum í verslunum. Fast- ar upplýsingar eru í rafflögunum, t.d. númer. Svo dæmi sé tekið er hægt að skrá í tölvu úti á sjó hvaða fiskur er í viðkomandi keri, magn, ísmagn, veiðislóð og þannig mætti áfram telja. Kenniker frá Borgarplasti fær viðurkenningu - „tœknin auðveldar daglegstörf notenda keranna til mikilla muna, “ segir Elías Bjarnason, sölustjóri M'eðal þess sem skoða mátti í sýningarbás Borgarplasts hf. var nýr búnaður til merkingar á ker- um. Hér er um að rœða rafflögur sem komið er fyrir í veggjum keranna og hafa þœr að geyma fastar upplýsing- ar sem síðan er hœgt að lesa út úr flögunum og skrá inn í tölvuskrán- ingarkerfi. Þróuð hefur verið aðferð til að koma flögunum fyrir í kerun- um eftir að þau hafa verið framleidd og sú aðferð opnar sömuleiðis alla 20 Mm ---------------------------- möguleika til að koma flögunum fyrir íplastkerum Borgarplasts sem þegar eru í notkun. Elías Bjarnason, sölustjóri Borg- arplasts hf., segir að viðskiptavinir hafi löngum kvartað yfir mikilli pappírs- vinnu við að halda utan um skráningu á innihaldi í kerum og mikill áhugi hafi verið á að fundin verði rafræn lausn til að auðvelda skráningarvinnu í tengslum við keranotkun. „i kjölfar þessa fór tæknideild okkar að skoða Tölvuupplýsingarnar má svo t.d. senda til útgerðar í landi og áður en skip kemur í land má merkja við í skráningarkerfinu hvernig ráðstafa á aflanum, hvaða ker skulu fara á fisk- markað, hvaða ker í eigin vinnslu o.s.frv. Á lyftara á bryggjunni er svo komið fyrir aflestursbúnaði sem skynj- ar strax og lyftari tekur ker við hlið skips hvaða númer er á rafflögunni. í gegnum sendi á lyftaranum fara svo upplýsingarnar til móðurtölvu, t.d. á

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.