Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1999, Blaðsíða 16

Ægir - 01.09.1999, Blaðsíða 16
Norski skipstjórastóllinn ljúfur! Að sönnu vöktu skipstjóra- stólarnir hjá fyrirtækinu Marafli mikla athygli enda leðurklæddir lúxusstólar. Peir voru margir sem laumuðst til að setjast í herlegheitin og höfðu á orði að ekki færi illa um skipstjórnarmennina í brúnni en eitt er að sitja í leðrinu inni á gólfi á sýningu og annað að veltast um úti á rúmsjó! Stólarnir eru frá norska fyrirtækinu NorSap og hér á myndunum eru framleiðendur stólanna, norsku bræðurnir Harald Jansen og Jon Helge Jansen, með Birgi Sveinssyni, framkvæmda- stjóra Marafls, sem situr í stólnum. Ægir á ísiensku sjávarútvegssýningunni í Kópavogi Micro - ryðfrí smíði: Möguleikar á verkefnum í Færeyjum 1~?yrirtœkið Micro vcirð til fyrir röskum þremur árum, rétt um þœr mundir JT sem síðasta sjávarútvegssýning var haldin hér á landi. Sýningin að þessu sinni varþví sú fyrsta sem fyrirtœkið kynnir sína starfsemi á og þeir félagar hjá Micro, Steinn Árni Ásgeirsson ogSveinn Sigurðsson, sögðu sýninguna góðan vettvang til að ná til núverandi viðskiptamanna, kynna framleiðsluna fyrir nýjum viðskiptavinum og mynda ný viðskiptasambönd. Þeir félagar benda einnig á að fyrir fyrirtœki eins og Micro, sem byggi á þjónustu við sjávarútveg- inn, sé ekki stœtt á að láta stóra alþjóðlega sjávarútvegssýningu á íslandi framhjá sér fara. „Við höfum sérhæft okkur í smíði á færiböndum og ryðfrírri smíði á búnaði fyrir sjávarútveginn og skapað okkur gott orð. Við lögðum ekki upp með að fá mikið af beinni sölu í gegnum sýninguna en finnum greinilega fyrir því að hún skilar okkur meiru en við reiknuðum með. Sýningin er á þann hátt að koma okk- ur á óvart og til að mynda hafa komið til okkar erlendir áhugasamir aðilar, t.d. frá Færeyjum, og aldrei að vita hvort áhugi þeirra getur leitt af sér ný verkefni fyr- ir okkur. En við teljum að við höfum með sýningunni stimplað okkur vel inn í sjávarútveginn, eins og þeir segja á fótboltamálinu," segja Steinn Árni Ásgeirsson og Sveinn Sigurðsson. Sveinn Sigurðsson og Steinn Ámi Ásgeirsson í bás Micro. „Ekki hœgt að láta svona stóra alþjóðlega sjávarútvegssýningu framhjá sér fara þegar hún er haldinn rétt við bœjardyrnar." 16 ÆGIR jóliann Ólafur Halldórsson

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.