Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1999, Blaðsíða 33

Ægir - 01.09.1999, Blaðsíða 33
Fiskvinnslufólkið á gólfinu „Hinir eldri hafa mikla reynslu og fagþekkingu sem okkur hinum er einnig mikilvœgt að fá að njóta," segir Kristófer Ásmundsson, formaður Fiskiðnar. og eru flestir félagsmenn í Fiskiðn - séu eftirsóttir til starfa á ýmsum svið- um, ekki einasta við fiskframleiðslu heldur líka til dæmis hjá fyrirtækjum sem framleiða tölvu- og tæknibúnað fyrir sjávarútveginn sem og fyrirtækj- um á fjármálamarkaði, þar sem sér- þekkingar starfsfólks á sjávarútvegin- um er oft mikillar þörf. „Um þá miðlun þekkingar og reynslu sem Fiskiðn vill stuðla að tel ég mikilvægt í dag að við fáum hið unga og vel menntaða fólk í greininni til þess að deila sinni þekkingu um stjórnun og rekstur til eldri félags- manna. Mikilvægt er að hin ósýnilegu landamæri í þeim efnum séu brotin niður. Hinir eldri hafa hinsvegar mikla reynslu og fagþekkingu sem okkur hinum er einnig mikilvægt að fá að njóta," segir Kristófer. Starfsemin mun eflast „Ég sé fyrir mér að starfsemi Fiskiðnar muni eflast - í samræmi við það að sí- fellt fleiri afla sér menntunar á þessu sviði. Fyrir endann á þeirri þróun sér heldur ekki," segir Kristófer, sem er sem áður segir, formaður stjórnar Fisk- iðnar. Með honum em í stjórn þau Skarphéðinn Jósepsson sjávarútvegs- fræðingur sem starfar við erlend verk- efni hjá Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna, Anna Þormar, kennari við Fisk- vinnsluskólann í Hafnarfirði, og ísleif- ur Arnarson, verkstjóri hjá Granda hf. í Reykjavík. Frekari upplýsingar um starfsemi Fiskiðnar má finna á slóðinni: www.mmedia.is/fiskidn Hvernig er landvinnsla í samanburði við sjóvinnslu? Árni M. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra hefur skipað nefnd sem hefur það verkefni að gera saman- burð á starfsumhverfi sjóvinnslu og landvinnslu. Dr. Gunnar I. Birgis- son, alþingismaður, er formaður nefndarinnar en einnig sitja í henni Elínbjörg Magnúsdóttir, varafor- maður fiskvinnsludeildar Verka- mannasambands íslands og Guðrún Lárusdóttir, framkvæmdastjóri Stál- skipa í Hafnarfirði. Launahækkun um 13% á einu ári Til að gefa mynd af launaþróun í betri fiskvinnslufyrirtækjum á undanförnum mánuðum tók Krist- ján Bragason, starfsmaður hjá Verkamannasambandi íslands, saman tölur um meðalhækkun í millistóru frystihúsi hér á landi og mun í dæminu vera um að ræða hús í betri kantinum. Útreikningurinn sýnir meðallaun hafa hækkað um 13% á 12 mánaða tímabili en dæmi er um aðeinstaklingar hafi hækkað um og yfir 50% á tímabilinu. ÁCm 33

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.