Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1999, Blaðsíða 27

Ægir - 01.09.1999, Blaðsíða 27
Fiskvinnslufólkið á gólfinu fyrir ófaglært fólk þannig að hægt verði að útrýma þessu leiðindaorði; ófaglærður. Danir eru búnir að stíga þetta skref og þar er talað um sérhæft fólk til ákveðinna starfa. Þetta vil ég sjá hér á landi en ég legg áherslu á að starfsmenntamálin verður að vinna í sameiginlegu átaki á landsvísu." Landvinnslan mun byggja á frystitogurunum - Nú kemur oft upp í umræðunni að ís- lendingar vilji ekki fara í fiskvinnslu- störf. Sérðu fyrir þér að sá dagur renni yfirleitt upp að íslendingar sæki í fisk- vinnslustörf? „Það er svo einfalt að það verður ekki sá fjöidi starfa í fiskvinnslu í fram- tíðinni að greinin verði hlutfallslega stærri en hún er í dag. Við létum það fara í taugarnar á okkur fyrir nokkrum árum þegar sjófrystingin byrjaði og nú virðist sem tími hennar sé aftur að koma eftir tímabundinn öldudal. Frystihúsin munu aldrei ráða við það forskot sjófrystingarinnar að þar er hráefnið mun ferskara en í vinnslunni í landi og hvort sem okkur líkar betur eða verr þá er ferskleikinn einn af stærstu þáttunum í gæðum hráefnis. Samkeppni við frystitogarana verður þess Vegna alltaf erfið fyrir landvinnsl- una en ég segi samt enn og aftur það sem ég sagði fyrir 10 árum að sá dagur kemur að frystitogararnir verði hráefn- isöflun fyrir matvælaverksmiðjurnar í landi. Og hér má taka eftir að ég nota ekki orðið frystihús heldur matvæla- verksmiðja því það undirstrikar þær kröfur sem fiskvinnslan undirgengst í dag. Mér finnst margt benda til þess að þegar frystitogararnir verða orðnir hlekkur í vinnsiu húsanna í landi þá munum við líka sjá breytingu í þá veru að vinnan i landi verður jafnari og þá hverfa tímar skyndiuppsagna vegna hráefnisskorts. Þannig sé ég framtíðar- myndina fyrir mér í íslenskri fisk- vinnslu og spái því að það verði ekki langt liðið á næstu öld þegar sá draum- ur minn getur ræst. Mér fannst göngin Ötul í félagsmálum Elínbjörg Magnúsdóttir er fœdd í Stykkishólmi 24. mars árið 1949 og bjó þar með foreldrum sínum fyrsla árið en þá ílutti fjölskyldan að Belgsholti í Melasveit. Eftir skólagöngu fór Elínbjörg að vinna utan heiniihsins en flutti árið 1980 á Akranes og hefur búið þar síðan. Elmbjörg hefur starfað við mötimeyti, slcúringar en lengstrrm í fiskvinnslu, iýrst hjá Ileimaskaga og síðan hjá Ilaraldi Böð\rarss}Td hf. Elínbjörg hefiu verið ötul í félagsmálastarfi, m.a. sem fvdltrúi Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjóm á Akranesi og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksms á Vesturlandi kjörtímabilið 1991-1995. Ilún er varaformaður Fiskvinnsludeildar VMSI, fidltx-úi í stjóm Fiskifélags Islands, varafonnaður Verkalýðsfélags Akrancss og þamiig mætti áfram telja. ÆGIR 27

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.