Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1999, Blaðsíða 6

Ægir - 01.09.1999, Blaðsíða 6
ifr ííA ÍBEMIIIIP Akureyrarbær áhrifalaus í ÚA Þegar sala á 20% hlut Akureyrar- bæjar í Utgerðarfélagi Akureyringa er um garð gengin hefur Akureyrar- bær engin bein ítök f stjórn fyrirtæk- isins. Fyrir hlutinn í félaginu greiddi Búnaðarbanki íslands um 1250 milljónir króna og þar nreð má segja að þetta fornfræga útgerðarfélag sé fyrst og fremst komið í eigu stærri fjárfesta á hlutabréfamarkaðnum. r Oslandsverksmiðjan að komast í gagnið Fyrsti áfangi nýrrar fiskimjöls- verksmiðju Óslands hf. á Flöfn í Hornafirði er nú tilbúinn. Verk- smiðjan getur afkastað um 1100 tonnum á sólarhing þegar hún verð- ur fullbúin og hefur getu til að fram- leiða hágæðamjöl. Búnaður verk- smiðjunnar er frá Atlas-Stord og sá Héðinn hf. um uppsetningu búnað- ar. í verksmiðjunni er loftþurrkari og mun hann vera sá stærsti sinnar tegundar á íslandi. Leiðrétting í umfjöllun í síðasta tölublaði Ægis um fjölskylduna í Vísi hf. í Grindavík birtist mynd af fjölskyldunni þar sem ein af dætrum Páls H. og Margrétar var sögð heita Sólveig en hið rétta er að hún heitir Sólný. Þá skal tekið fram á myndina vantaði tvær dætur Páls H. í Vísi og Margrétar, þ.e. Margréti Páls- dóttur og Kristínu Pálsdóttur. 58. Fiskiþing haldið dagana 31. september og 1. október: Helgað alþjóðasamningum og umhverfismálum T7iskiþing, hið 58. í röðinni, verður J3 lialdið á Grand Hótel í Reykjavík dagana 30. september og 1. október ncestkomandi. Þetta Fiskiþing er annað í röðinni eftir að skipulagi Fiskifélagsins var breytt og verður þema þingsins Sjávarútvegur: Alþjóðasamningar og umhverfismál. Alls verða haldin 6 erindi um þetta eftii auk þess sem Fiskiþing er jafhframt aðalfundur Fiskifélags íslands. Alls sitja 39 fulltrúar Fiskiþing. Þingið verður sett fimmtudaginn 30. september kl. 13.30 og mun Árni Mat- hiesen, ávarpa þingið í upphafi þess. í kjölfarið munu fylgja erindi sem tengjast þemaefni þingsins. Davíð Egilsson hjá hollustuvernd ríkisins mun fjalla um aðskotaefni á mis- munandi hafsvæðum, á vegum utan- ríkisráðuneytisins verður fyrirlesari sem fjallar um alþjóðasamvinnu og alþjóðasamninga, Magnús Jóh- annesson, ráðuneytisstjóri í umhverf- isráðuneytinu, mun fjalla um alþjóð- lega umhverfissamninga sem varða sjávarútveg, Arnór Halldórsson frá sjávarútvegsráðuneytinu mun fjalla um aðkomu sjávarútvegsins að tilurð alþjóðasamninga. Loks verður fluttur fyrirlestur um samstarf sjávarútvegs og yfirvalda vegna alþjóðasamvinnu og fyrirlestur um umhverfismerkingar, veiðirétt og sölumöguleika. Föstudaginn 1. október mun Fiski- þingi verða slitið þegar þingið hefur afgreitt tillögur nefnda. Fulltrúar á Fiskiþingi, liaustið 1998. 6 AGIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.