Ægir - 01.12.1999, Blaðsíða 18
niður í 500 tonn í Öxarfirði. Hlutdeild
Norðurlands í innfjarðarækju var
68,2% skv. reglugerð í júlí á þessu ári.
Þá var heildarveiðin áformuð 3.300
tonn. Þessi veiði var lækkuð í 3.050
tonn með nýrri reglugerð í nóvember
en með henni var veiðin aukin í Arn-
arfirði og ísafjarðardjúpi en skorin
niður á Norðurlandi. Hlutdeild Norð-
urlands féll niður í 23,0%. Heildar-
veiði innfjarðarækju á Norðurlandi
féll þannig úr 2.250 tonnum niður í
700 tonn. Það sér hver maður að þetta
hefur mikil áhrif. Úthafsrækjukvótinn
er 20.000 tonn á þessu fiskveiðiári en
á fiskveiðiárinu 1997-1998 var heimil-
aður heildarafli 75.000 tonn.
Norðiendingar hafa treyst mikið á
rækjuna og þetta fall í stofninum bitn-
ar mest á því landssvæði. Ég get þess
vegna ekki neitað því, þrátt fyrir glæsi-
legar horfur í þorskinum, að ástand
rækjustofnsins og erfiðleikar við veið-
ar á loðnu og síld eru mér efst í huga
við þessi áramót."
„Þegar horft er til lengri tíma þá er
ég mjög bjartsýnn á íslenskan sjávar-
útveg. Við erum leiðandi í fiskveiði-
stjórnun og höfum náð góðum ár-
angri á mörgum sviðum. Upp- og nið-
ursveiflur í fiskistofnum skella ekki á
samfélaginu með jafn miklu offorsi og
áður fyrr, þetta er allt í mun meira
jafnvægi. Velferð og stöðugleiki hefur
vaxið í þjóðfélaginu vegna þessa. Það
eru um 1600 bátar og skip gerð út á ís-
landi núna og það er mikill fjöldi þó
sumir séu alltaf að halda því fram að
örfáir ráði yfir fiskveiðiheimildum á ís-
landi. Ef jafn margir lögaðilar réðu í
útgerð eins og til dæmis í tryggingum,
flutningum, fjölmiðlum og olíusölu
þá mætti kannski tala um örfáa. Ég
held að lögaðilum muni fækka í sjáv-
arútvegi á upphafsárum nýrrar aldar,
hörð samkeppni á erlendum matvæla-
mörkuðum mun leiða til þess, hvort
sem okkur líkar betur eða verr. Krafan
um hagræðingu er sífelld. Ég leyfi mér
þó að vona að íslensk útgerðarflóra
verði býsna fjölbreytt áfram, hvort
sem lögaðilarnir verða fleiri eða færri.
Við erum að fást við veiðiskap og nátt-
úruöflin kalla á sveigjanleika og
breidd. Mér finnst stjómkerfi fiskveiða
innihalda mikinn sveigjanleika í þess-
um efnum og er bjartsýnn á atvinnu-
greinina og þar með íslenskt samfélag
þegar ég lít til upphafsára á nýrri öld."
Eignasamrtmi
helchir áfram
- st'gir Helgi Laxdal,
formaður Vélsfjóraf’lags Íslands
„Það sem mér fannst bera hæst í
íslenskum sjávarútvegi á liðnu ári var
umræðan um stjórn fiskveiða sem
náði hámarki í tengslum við Alþingis-
kosningarnar á liðnu vori. Allir stjórn-
málaflokkarnir, að stjórnarflokkunum
undanskildum, töldu kvótakerfið gjör-
samlega ónýtt og að þar yrði að verða
á breyting. Þrátt fyrir stór orð komu
ekki fram neinar heilstæðar tillögur til
úrbóta. All nokkuð var rætt um nauð-
syn þess að efla byggðir landsins með-
al annars með því að koma á byggða-
kvóta og að efla hinn svokallaða
strandveiðiflota án þess að tilraun
væri gerð í þá átt að skilgreina hvað
væri strandveiðifloti, svo nokkuð sé
nefnt. Deilt var á að enn skuli gengið
út frá upphaflegu viðmiðuninni, þegar
aflaheimildum er deilt út, sem byggð-
ist á afla þriggja síðustu áranna áður
en kvótakerfið var tekið upp.
í þessu sambandi var nokkuð vitn-
að til nágranna okkar Færeyinga sem
stjórna veiðunum samkvæmt svoköll-
uðum dagatakmörkunum en svo ólík-
lega vill til að dagafjöldinn sem hvert
skip fékk úthlutað byggist á veiði-
reynslu síðustu áranna áður en þeir
tóku stjórnkerfið upp, þ.e. forsendan
að baki úthlutuninni er sú sama og
hjá okkur, eini munurinn er sá að við
úthlutum
magni eftir
tegundum
en Færey-
ingar út-
hluta fiski-
dögum sem
alltaf hlýtur
að leiða til
þess að það
verða mun
meiri frávik
í heildar-
veiðinni en þegar um ákveðið veiði-
magn er að ræða.
Okkar kerfi byggir á framseljanleg-
um veiðikvótum sem er forsenda hag-
kvæmni í greininni. Hið sama á við
um færeyska kerfið, það gerir líka ráð
fyrir því að hægt sé að framselja fiski-
daga frá einu skipi til annars en þeir
hafa mismikið vægi eftir veiðiflokk-
um, þar sem veiðimöguleikar skipa á
tímaeiningu eru mjög misjafnir; þar
ræður búnaður og stærð skips mestu.
Að öllu þessu skoðuðu er það mín
skoðun að ekki liggi á lausu tillögur að
nýju eða breyttu stjórnkerfi sem sé
betra en það kerfi sem við búum við,
þ.e. tryggi byggð í all flestum sjávar-
plássum landsins, komi í veg fyrir að
kvótinn safnist á fárra manna hendur
og komi í veg fyrir að fiski sé hent í
sjóinn svo nokkuð sé nefnt af þeim
ágöllum sem helst hafa verið nefndir í
tengslum við kvótakerfið."
„Sjávarútvegurinn mun á næsta
ári, líkt og verið hefur, verða okkar að-
alatvinnuvegur. Helstu breytingarnar
verða þær að um borð í stærstu frysti-
Helgi Laxdal.
Eitt af sérstœðari óhöpputn í skipaflotan-
inn á árinu 1999 varð í Hafharfjarðarhöfn
í ágúst þegar frystitogarinn Ýtnir sökk við
bry$gi“- Björgunaraðgerðir voru viðatnikl-
ar og skemmdir titiklar á skipinu, enda
komst togarinn ekki á sjó fj'rr en í árslok.
18 NCm