Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1999, Blaðsíða 21

Ægir - 01.12.1999, Blaðsíða 21
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI togurunum verður farið að huga að enn frekari fullvinnslu með líkum hætti og nú er verið að gera, t.d. hjá Útgerðarfélagi Akureyringa. En frekari fullvinnsla um borð kallar á stærri og tæknivæddari skip en nú eru í flotan- um. Sömuleiðis kallar hún á nýja kjara- samninga við sjómenn þar sem taka þarf tillit til fjárfestingarinnar sem er ný hugsun varðandi gerð kjarasamn- inga fyrir fiskimenn. Þrátt fyrir að mikill eignasamruni hafi átt sér stað innan sjávarútvegsins á liðnum árum þá munu útgerðarfyrir- tæki engu að síður halda áfram að sameinast með líkum hætti og verið hefur og er að gerast í landi; þar sem t.d. fáar verslanir ráða yfir matvöru- markaðinum en á þeim markaði starf- aði mikill fjöldi verslana fyrir 10-15 árum. Ástæðan er nokkuð augljós. Flest öll sjávarútvegsfyrirtæki eru kom- in á hlutafjármarkaðinn sem þýðir að hluthafarnir krefjast góðrar ávöxtunar af eignum sínum en góð ávöxtun verður ekki tryggð nema með reksrtar- lega hagkvæmum einingum." )„Til viðbótar við þá þætti sem ég hefi hér nefnt mun umræðan innan sjávarútvegsins á fyrstu árum næstu aldar m.a. beinast að því hvernig sjáv- arútvegurinn getur tryggt sér gott og vel menntað starfsfólk. Það gefur auga leið að forsenda þess að hátækni fiski- skipin okkar, sem stöðugt verða stærri og tæknivæddari, skili sínu, er sú að þar um borð séu ekki síst hæfir tækni- menn bæði á vél- og rafrænu sviði og hafi til viðbótar verulega tölvuþekk- ingu til þess m.a. að nýta sér þann þekkingarheim sem felst í aðgengi að Netinu. Til þess þurfum við enn öfl- ugri menntastofnanir en við höfum núna fyrir sjávarútveginn. Liður í því að gera þær enn öflugri gæti verið að sameina eða samreka Vélskóla íslands og Tækniskólann og ef til vill fleiri skylda skóla en með því fengist rekstr- arlega hagkvæmari eining sem gæti boðið nemendum sínum fjölbreytta námskosti." Verðnnetamatið gagn\favt umlrOevf- inu að bveytast - segirÁrlhúr Bogason, formaöur Landssambands smábátaeigenda 'vl.J„Tvennt verður mér minnisstæð- ast frá árinu 1999. Annars vegar við- brögð stjórnvalda í byrjun ársins við dómi Hæstaréttar í svokölluðu kvóta- máli, en þau voru að mínu mati röng og geta hugsanlega dregið stærri dilk á eftir sér en flesta grunar. Ég á raunar enn erfitt með að trúa því að stjórn- völd hafi afsalað sér í einum vettvangi heimildum til að hafa áhrif á stærð fiskiskipaflotans. Hins vegar rættist nokkurra ára gamall draumur þegar tókst, þann 30. október síðastliðinn, að stofna Samtök Gjaldþrot Rauðsíðu varpaði skugga á plássið en aftur birti til með stofnfundi fiskvinnslunnar Fjölnis, þar sem þessi mynd var tekin. strandveiðimanna í Norður-Atlants- hafi. Um þetta mál hefur Landssam- band smábátaeigenda haft forystu og lagður hefur verið mikill metnaður í að þetta tækist. Alþjóðleg samvinna strandveiðimanna er eitt af táknum tímanna sem í hönd fara. Baráttan um yfirráðaréttinn yfir auðlindum hafsins mun einkenna komandi ár." „Við þessari spurningu er bara til sígilt ábúðarfullt svar: Sjávarútvegur mun áfram verða megin- stoð efna- hagslífsins." an um um- hverfismál munu setja æ sterkari svip sinn á þróun mála innan greinarinnar. Þau sjónarmið sem fram hafa komið í Eyjabakkamál- inu sýna, svo ekki verður um villst, að verðmætamatið er að breytast gagn- vart umhverfinu. Síðastliðið sumar voru sýndar myndir af kórallasvæðum innan norskrar lögsögu sem tæpast sýndu fyrirmyndar umgengni um miðin. Kröfum um að þessi mál verði rann- sökuð innan íslenskrar lögsögu verður ekki endalaust ýtt til hliðar. f mínum huga er það ekki spurning um hvort, heldur hvenær löggjafinn verður að bregðast við breyttum sjónarmiðum með eflingu strandveiða og notkun kyrrstæðra veiðarfæra." Arthúr Bogason. Tengslin Við mavkaðinn styvkt - segirEinar Valur Krislján.sson,framkVxmda- sjóri Hraðfiyslihússins - GumiVarar (' )„Það sem mér finnst standa uppúr er kannski það sem mér sjálfum stend- ur næst, sameining Hraðfrystihússins h.f. og Gunnvarar h.f. og dótturfyrir- tækja þeirra í eitt fyrirtæki, það er Hraðfrystihúsið - Gunnvör hf. Með þessu erum við að taka þátt í þeirri þróun sem nú á sér stað í íslenskum sjávarútvegi og ekki sér fyrir endann á. Það er hagkvæmnin sem ræður þessu, menn eru að keppast við að hagræða með þessum sameiningum. Þá er einnig athyglisvert að fylgjast með því sem er að gerast hjá stóru sölufyrirtækjunum, sameining SÍF og ÆG,IR 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.