Ægir - 01.12.1999, Blaðsíða 29
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI
skilyrði og þarna gefur að líta varðskip
og hafrannsóknaskip og gætu bæði
staðið sem tákn þess að nú í aldarlokin
hafa íslendingar lögsögu yfir fiskveið-
um og annarri auðlindanýtingu á öllu
hafsvæðinu umhverfis landið og
stunda þar umfangsmiklar vísinda-
rannsóknir. íslenskur sjávarútvegur er
kominn langt frá þeim raunveruleika,
sem blasti við á ljósmyndinni, sem tek-
in var við Reykjavíkurhöfn um alda-
mótin 1900, og áður var lýst.
En hvemig höfum við gengið göt-
una frá árabátum og þilskipum til full-
kominna togara og nótaveiðiskipa,
hvernig höfum við öðlast yfirráð yfir
auðlindum sjávar allt að tvö hundruð
mílum til hafs, hvernig höfum við
byggt upp fullkomna hafnaraðstöðu,
sums staðar á grýttri strönd fyrir opnu
hafi?
Hér er ekki ætlunin að rekja í smáat-
riðum sögu íslensks sjávarútvegs á 20.
öld, aðeins að drepa á örfá atriði í
þeirri þróun, sem orðið hefur, og
freista þess að lýsa helstu einkennum
hennar.
Árið 1994 kom út á Englandi bók
eftir heimskunnan breskan sagnfræð-
ing, Eric Hobsbawn, og nefndist Age of
Extremes, Öld öfganna. Þetta er saga
„Á stundum minnir
saga íslensks sjávarút-
vegs á 20. öldinni helst
á skip í stórsjó."
hinnar „stuttu" 20. aldar, tímabilsins
frá lokum fyrri heimsstyrjaldar og fram
að hruni Sovétríkjanna. Ég valdi titil
bókarinnar sem yfirskrift þessa greinar-
korns fyrir þá sök eina, að fátt lýsir að
minni hyggju betur þróuninni í ís-
lenskum sjávarútvegi á öldinni, sem
nú er að kveðja. Hún hefur verið bæði
hröð og öfgakennd, einkennst af risa-
skrefum fram á við, en inn á milli af
stóráföllum, svo legið hefur við hruni
atvinnugreinarinnar í heild og um ieið
íslensks efnahagslífs. Á stundum
minnir saga íslensks sjávarútvegs á 20.
öldinni helst á skip í stórsjó. Það hefst
með öldunni, þeytist upp á bárufald-
inn og stefnir svo jafnharðan með
ógnarhrada niður í öldudalinn, og
virðist aldrei ætla að koma upp aftur.
Við getum tekið nokkur dæmi til
stuðnings þessari líkingu. Vélvæðing í
sjávarútvegi hófst hér á landi er vél var
sett í sexæringinn Stanley vestur á ísa-
firði haustið 1902 og í ársbyrjun 1905
kom til landsins fyrsti gufutogarinn í
eigu íslendinga, Coot. Á næstu 5-10
árum vélvæddist fiskiskipaflotinn að
heita mátti algjörlega. Afli jókst hröð-
um skrefum, nýjar veiðar hófust (síld-
veiðar á hafi úti), útvegsmenn græddu
flestir á tá og fingri og byggðin við
sjávarsíðuna efldist. Á þessu skeiði var
íslenskur sjávarútvegur á hraðri leið
upp á bárufaldinn og komst þangað
um 1920.
En skriðið niður í öldudalinn varð
ekki síður hratt og dalurinn reyndist
dýpri en nokkurn mun hafa órað fyrir.
Minnkandi eftirspurn eftir sjávarafurð-
um og óróleiki á erlendum mörkuðum
ollu mörgum þungum búsifjum á 3.
áratugnum og við bættist gengishækk-
un krónunnar árið 1925. Hefur líkast
til engin aðgerð íslenskra stjórnvalda
komið sér jafn illa fyrir sjávarútveginn,
og er þá langt til jafnað. Á 4. áratugn-
um geisaði heimskreppan og mun ekki
ofsagt, að undir lok áratugarins hafi
sjávarútvegur íslendinga rambað á
barmi gjaldþrots.
En klifið upp úr öldudalnum gekk
hratt fyrir sig, þegar það loksins hófst.
Ár heimsstyrjaldarinnar síðari voru
mikill gósentími fyrir íslenskan sjávar-
útveg, gömul og úrelt skip öfluðu
meiri verðmæta en áður hafði þekkst
og að styrjöldinni lokinni hófst stór-
fengleg uppbygging og endurnýjun
allra þátta útvegsins. Hún fékk það fína
nafn nýsköpun.
Sexœringurinn Stanley fékk vél, fyrstnr íslenskra báta. Þetta var árið 1905 og þar með
hófst vélvceðingin í útgerð hér á landi sem valdið hefúr stœrri byltingum en sjómennina
á Stanley hefur nokkum tímann grunað.
NGÍU 29