Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1999, Blaðsíða 29

Ægir - 01.12.1999, Blaðsíða 29
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI skilyrði og þarna gefur að líta varðskip og hafrannsóknaskip og gætu bæði staðið sem tákn þess að nú í aldarlokin hafa íslendingar lögsögu yfir fiskveið- um og annarri auðlindanýtingu á öllu hafsvæðinu umhverfis landið og stunda þar umfangsmiklar vísinda- rannsóknir. íslenskur sjávarútvegur er kominn langt frá þeim raunveruleika, sem blasti við á ljósmyndinni, sem tek- in var við Reykjavíkurhöfn um alda- mótin 1900, og áður var lýst. En hvemig höfum við gengið göt- una frá árabátum og þilskipum til full- kominna togara og nótaveiðiskipa, hvernig höfum við öðlast yfirráð yfir auðlindum sjávar allt að tvö hundruð mílum til hafs, hvernig höfum við byggt upp fullkomna hafnaraðstöðu, sums staðar á grýttri strönd fyrir opnu hafi? Hér er ekki ætlunin að rekja í smáat- riðum sögu íslensks sjávarútvegs á 20. öld, aðeins að drepa á örfá atriði í þeirri þróun, sem orðið hefur, og freista þess að lýsa helstu einkennum hennar. Árið 1994 kom út á Englandi bók eftir heimskunnan breskan sagnfræð- ing, Eric Hobsbawn, og nefndist Age of Extremes, Öld öfganna. Þetta er saga „Á stundum minnir saga íslensks sjávarút- vegs á 20. öldinni helst á skip í stórsjó." hinnar „stuttu" 20. aldar, tímabilsins frá lokum fyrri heimsstyrjaldar og fram að hruni Sovétríkjanna. Ég valdi titil bókarinnar sem yfirskrift þessa greinar- korns fyrir þá sök eina, að fátt lýsir að minni hyggju betur þróuninni í ís- lenskum sjávarútvegi á öldinni, sem nú er að kveðja. Hún hefur verið bæði hröð og öfgakennd, einkennst af risa- skrefum fram á við, en inn á milli af stóráföllum, svo legið hefur við hruni atvinnugreinarinnar í heild og um ieið íslensks efnahagslífs. Á stundum minnir saga íslensks sjávarútvegs á 20. öldinni helst á skip í stórsjó. Það hefst með öldunni, þeytist upp á bárufald- inn og stefnir svo jafnharðan með ógnarhrada niður í öldudalinn, og virðist aldrei ætla að koma upp aftur. Við getum tekið nokkur dæmi til stuðnings þessari líkingu. Vélvæðing í sjávarútvegi hófst hér á landi er vél var sett í sexæringinn Stanley vestur á ísa- firði haustið 1902 og í ársbyrjun 1905 kom til landsins fyrsti gufutogarinn í eigu íslendinga, Coot. Á næstu 5-10 árum vélvæddist fiskiskipaflotinn að heita mátti algjörlega. Afli jókst hröð- um skrefum, nýjar veiðar hófust (síld- veiðar á hafi úti), útvegsmenn græddu flestir á tá og fingri og byggðin við sjávarsíðuna efldist. Á þessu skeiði var íslenskur sjávarútvegur á hraðri leið upp á bárufaldinn og komst þangað um 1920. En skriðið niður í öldudalinn varð ekki síður hratt og dalurinn reyndist dýpri en nokkurn mun hafa órað fyrir. Minnkandi eftirspurn eftir sjávarafurð- um og óróleiki á erlendum mörkuðum ollu mörgum þungum búsifjum á 3. áratugnum og við bættist gengishækk- un krónunnar árið 1925. Hefur líkast til engin aðgerð íslenskra stjórnvalda komið sér jafn illa fyrir sjávarútveginn, og er þá langt til jafnað. Á 4. áratugn- um geisaði heimskreppan og mun ekki ofsagt, að undir lok áratugarins hafi sjávarútvegur íslendinga rambað á barmi gjaldþrots. En klifið upp úr öldudalnum gekk hratt fyrir sig, þegar það loksins hófst. Ár heimsstyrjaldarinnar síðari voru mikill gósentími fyrir íslenskan sjávar- útveg, gömul og úrelt skip öfluðu meiri verðmæta en áður hafði þekkst og að styrjöldinni lokinni hófst stór- fengleg uppbygging og endurnýjun allra þátta útvegsins. Hún fékk það fína nafn nýsköpun. Sexœringurinn Stanley fékk vél, fyrstnr íslenskra báta. Þetta var árið 1905 og þar með hófst vélvceðingin í útgerð hér á landi sem valdið hefúr stœrri byltingum en sjómennina á Stanley hefur nokkum tímann grunað. NGÍU 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.