Ægir - 01.12.1999, Qupperneq 41
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI
„ESB hefur vikið frá meginstefnu sinni í sjávarútvegsmálwn og skapast hefur fordœmi
fyrir því að tekið sé tillit til sérþarfa einstakra svœða og byggðalaga sem háð eru fiskveið-
um."
önnur ríki hefðu af því verulega hags-
muni. Eftir sem áður myndi sjávarút-
vegsráðherra íslands móta tillögur um
hámarksafla á íslandsmiðum. Formleg
ákvörðun færi síðan fram á vettvangi
ráðherraráðsins. íslendingar gætu svo
úthlutað aflanum eftir því kerfi sem
þeim hugnaðist best og sett strangari
reglur en ESB um veiðar og þannig
haldið í raun uppi íslenskri fiskveiði-
stefnu innan fiskveiðistefnu ESB. Þetta
er sá veruleiki sem blasir við án þess
að nokkuð yrði sérstaklega að gert til
að formfesta sérhagsmuni íslands í að-
ildarsamningi. Það er hins vegar ljóst
að kröfur íslendinga yrðu síst minni
en Norðmanna.
Eins og kom fram í umfjöllun
minni um aðildarsamning Norð-
manna þá fóru þeir fram á að fisk-
veiðistjórnunarkerfi þeirra norðan 62.
breiddargráðu héldist óbreytt. Norð-
menn, og Emma Bonino, túlkuðu það
samkomulag sem gert var þannig að
ekki færi á milli mála að í framtíðinni
yrði byggt á því stjórnkerfi sem fyrir
væri. Við endurskoðun á reglum sam-
bandsins átti að taka mið af gildandi
norskum reglum þannig að Norð-
menn hefðu eftir sem áður lagt línurn-
ar í stjórnun fiskveiða norðan 62.
breiddargráðu. Engar tæknilegar breyt-
ingar yrðu gerðar þar á. Máli sínu til
stuðnings bentu Norðmenn á góðan
árangur við fiskveiðistjórnun á svæð-
inu, nokkuð sem væri afar mikilvægt
fyrir strandhéruð Nore^s, og á þá stað-
reynd að þeir yrðu eina strandríki ESB
á þessu svæði. íslendingar hafa náð
góðum árangri við fiskveiðistjórnun.
Sjávarútvegur snertir grundvallarhags-
muni þjóðarinnar og ef af inngöngu
yrði væri ísland eina strandríki ESB á
svæðinu. Það verður því að teljast lík-
legt að íslendingar geti náð fram í að-
ildarsamningi ákvæðum sem tryggðu
óbreytta fiskveiðistjórnun á íslands-
miðum til frambúðar. Jean-Luc
Dehane, fyrrverandi forsætisráðherra
Belgíu, hefur viðrað hugmynd þess
eðlis að gera íslenska fiskveiðistjórn-
unarkerfið hluta af sjávarútvegsstefnu
ESB (þ.e. ef til aðildarviðræðna kæmi).
Hann segir að fordæmi séu fyrir því að
önnur stjórnunarkerfi gildi á ákveðn-
um hafsvæðum, eins og t.d. á svæðum
við írland og Hjaltlandseyjar. John
Maddison, sendiherra ESB í Noregi og
á íslandi hefur ljáð máls á svipuðum
hugmyndum. ESB hefur vikið frá meg-
instefnu sinni í sjávarútvegsmálum og
skapast hefur fordæmi fyrir því að tek-
ið sé tillit til sérþarfa einstakra svæða
og byggðalaga sem háð eru fiskveið-
um. Það nær til tilvika þar sem ekki
getur orðið um að ræða mismunun á
grundvelli þjóðernis vegna staðbund-
inna stofna sem einungis eru nýttir af
innlendum aðilum. Þetta eru einmitt
þær aðstæður sem eru ríkjandi hér við
land og samningsstaðan er því sterk -
hversu sterk kemur ekki í ljós nema að
við íslendingar sækjum formlega um
aðild að Evrópusambandinu.
Höfundur er vélfræðingur, með BA-próf í
stjómmálafræði frá HÍ og stundar meistara-
nám í evrópskum stjórnsýslufræðum (Euro-
pean Master of Public Administration) við
Katholieke Universiteit Leuven í Belgíu.
Norræn heimasíða um
uppsjávarfiska
Fyrir þá sem hafa áhuga á að afla sér
gagna um ýmsar tegundir uppsjávar-
fiska, má benda á að komið hefur
verið upp norrænni heimasíðu um
þessi efni. Þetta kemur fram í
netfréttabréfi RF. Þar segir að á
heimasíðunni sé hægt að finna mikið
af upplýsingum um ýmsar tegundir
uppsjávarfiska og nýtingu þeirra.
Vefslóðin er
www.dfu.min.dk/pfisk/infonnation.htm
Til eru ógrynni af upplýsingum
um nýtingu feitra uppsjávarfiska í
norrænum rannsóknastofnunum
fiskiðnaðarins og hugmyndin með
heimasíðunni mun vera sú að að
gera þessar upplýsingar aðgengileg-
ar t.d. í rannsóknum og þróunar-
starfi fyrirnýjar framleiðsluvörur.
Með því að nýta betur þær upp-
sjávartegundir sem berast á land á
norðurslóðum getur það bætt, bæði
búsetu og efnahag hverrar þjóðar.
MCm 41