Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.12.1999, Qupperneq 41

Ægir - 01.12.1999, Qupperneq 41
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI „ESB hefur vikið frá meginstefnu sinni í sjávarútvegsmálwn og skapast hefur fordœmi fyrir því að tekið sé tillit til sérþarfa einstakra svœða og byggðalaga sem háð eru fiskveið- um." önnur ríki hefðu af því verulega hags- muni. Eftir sem áður myndi sjávarút- vegsráðherra íslands móta tillögur um hámarksafla á íslandsmiðum. Formleg ákvörðun færi síðan fram á vettvangi ráðherraráðsins. íslendingar gætu svo úthlutað aflanum eftir því kerfi sem þeim hugnaðist best og sett strangari reglur en ESB um veiðar og þannig haldið í raun uppi íslenskri fiskveiði- stefnu innan fiskveiðistefnu ESB. Þetta er sá veruleiki sem blasir við án þess að nokkuð yrði sérstaklega að gert til að formfesta sérhagsmuni íslands í að- ildarsamningi. Það er hins vegar ljóst að kröfur íslendinga yrðu síst minni en Norðmanna. Eins og kom fram í umfjöllun minni um aðildarsamning Norð- manna þá fóru þeir fram á að fisk- veiðistjórnunarkerfi þeirra norðan 62. breiddargráðu héldist óbreytt. Norð- menn, og Emma Bonino, túlkuðu það samkomulag sem gert var þannig að ekki færi á milli mála að í framtíðinni yrði byggt á því stjórnkerfi sem fyrir væri. Við endurskoðun á reglum sam- bandsins átti að taka mið af gildandi norskum reglum þannig að Norð- menn hefðu eftir sem áður lagt línurn- ar í stjórnun fiskveiða norðan 62. breiddargráðu. Engar tæknilegar breyt- ingar yrðu gerðar þar á. Máli sínu til stuðnings bentu Norðmenn á góðan árangur við fiskveiðistjórnun á svæð- inu, nokkuð sem væri afar mikilvægt fyrir strandhéruð Nore^s, og á þá stað- reynd að þeir yrðu eina strandríki ESB á þessu svæði. íslendingar hafa náð góðum árangri við fiskveiðistjórnun. Sjávarútvegur snertir grundvallarhags- muni þjóðarinnar og ef af inngöngu yrði væri ísland eina strandríki ESB á svæðinu. Það verður því að teljast lík- legt að íslendingar geti náð fram í að- ildarsamningi ákvæðum sem tryggðu óbreytta fiskveiðistjórnun á íslands- miðum til frambúðar. Jean-Luc Dehane, fyrrverandi forsætisráðherra Belgíu, hefur viðrað hugmynd þess eðlis að gera íslenska fiskveiðistjórn- unarkerfið hluta af sjávarútvegsstefnu ESB (þ.e. ef til aðildarviðræðna kæmi). Hann segir að fordæmi séu fyrir því að önnur stjórnunarkerfi gildi á ákveðn- um hafsvæðum, eins og t.d. á svæðum við írland og Hjaltlandseyjar. John Maddison, sendiherra ESB í Noregi og á íslandi hefur ljáð máls á svipuðum hugmyndum. ESB hefur vikið frá meg- instefnu sinni í sjávarútvegsmálum og skapast hefur fordæmi fyrir því að tek- ið sé tillit til sérþarfa einstakra svæða og byggðalaga sem háð eru fiskveið- um. Það nær til tilvika þar sem ekki getur orðið um að ræða mismunun á grundvelli þjóðernis vegna staðbund- inna stofna sem einungis eru nýttir af innlendum aðilum. Þetta eru einmitt þær aðstæður sem eru ríkjandi hér við land og samningsstaðan er því sterk - hversu sterk kemur ekki í ljós nema að við íslendingar sækjum formlega um aðild að Evrópusambandinu. Höfundur er vélfræðingur, með BA-próf í stjómmálafræði frá HÍ og stundar meistara- nám í evrópskum stjórnsýslufræðum (Euro- pean Master of Public Administration) við Katholieke Universiteit Leuven í Belgíu. Norræn heimasíða um uppsjávarfiska Fyrir þá sem hafa áhuga á að afla sér gagna um ýmsar tegundir uppsjávar- fiska, má benda á að komið hefur verið upp norrænni heimasíðu um þessi efni. Þetta kemur fram í netfréttabréfi RF. Þar segir að á heimasíðunni sé hægt að finna mikið af upplýsingum um ýmsar tegundir uppsjávarfiska og nýtingu þeirra. Vefslóðin er www.dfu.min.dk/pfisk/infonnation.htm Til eru ógrynni af upplýsingum um nýtingu feitra uppsjávarfiska í norrænum rannsóknastofnunum fiskiðnaðarins og hugmyndin með heimasíðunni mun vera sú að að gera þessar upplýsingar aðgengileg- ar t.d. í rannsóknum og þróunar- starfi fyrirnýjar framleiðsluvörur. Með því að nýta betur þær upp- sjávartegundir sem berast á land á norðurslóðum getur það bætt, bæði búsetu og efnahag hverrar þjóðar. MCm 41
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.