Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1999, Blaðsíða 24

Ægir - 01.12.1999, Blaðsíða 24
Ægir leitar álits manna á bestu sjávarútvegsfyrirtœkjum ársins 1999: Þormóður rammi - Sæberg sjávarútvegsfyrirtæki ársins T^ormóður rammi - Sœberg er það -1 fyrírtœki sem oftast kemst á lista yfir sjávarútvegsfyrirtœki ársins hjá þeim aðilum sem Ægir hefur leitað til með þá spurningu hvaða fimm fyrir- tœki í sjávarútveginum hafi staðið sig best á árinu. Þar afleiðandi út- nefhir Ægir Þormóð ramma - Sœberg sjávarútvegsfyrirtœki ársins 1999. í athuguninni var leitað til all margra aðila sem fylgjast með sjávar- útveginum, bæði aðila sem starfa í verðbréfafyrirtækjum, sem og aðila sem starfa í greininni og fylgjast þar af leiðandi grannt með. Mörg fyrirtæki komust á blað en úr þessari óformlegu könnun varð til eftirfarandi listi yfir sjávarútvegsfyrirtæki ársins: 1. Þormóður rammi - Sæberg hf. 2. Útgerðarfélag Akureyringa hf. 3. Þorbjörn hf. 4. Grandi hf. 5. Samherji hf. Mörg atriði koma upp þegar skoð- aður er ferill Þormóðs ramma-Sæbergs á árinu. Bent er á að afkoma félagsins hafi bæði verið góð á árinu 1998 og milliuppgjör hafi komið á óvart, sér- staklega í ljósi þess að fyrirtækið byggi að verulegu leyti á rækjuveiðum- og vinnslu. Milliuppgjörið sýndi 183 milljóna króna hagnað á fyrstu sex mánuðum ársins 1999 og ef tekið er mið af 200 milljóna króna hagnaði á árinu 1998 og horfum á ágætri af- komu á síðari hluta ársins er ljóst að fyrirtækið mun skila betri rekstraraf- komu á árinu 1999 en í fyrra. Það sem mörgum þykir eftirtektar- 24 AGIR ---------------------------- Hverjir stóðu sig best á árinu 1999? vert í rekstri Þormóðs ramma - Sæ- bergs er að þrátt fyrir að fyrirtækið eigi mikið undir hinni fallvöltu rækju þá hefur stjórnendum fyrirtækisins tekist að bregðast þannig við að niðursveifl- an í rækjunni kemur ekki að marki fram í afkomunni. Kænsku stjórnenda nefna viðmæl- endur gjarnan þegar spurt er um ástæður fyrir veru Þormóðs ramma - Sæbergs í forystusveit fyrir fyrirtækj- um ársins 1999 í íslenskum sjávarút- vegi. Benda má á að þeir Róbert Guð- finnsson, stjórnarformaður og Ólafur Marteinsson, framkvæmdastjóri, hafa verið óragir við fjárfestingar og ekki er hægt að benda á mörg mistök í því sambandi. í lok sumars keypti fyrir- tækið um 60% hlut í Siglfirðingi hf. og þá lýsti stjórnarformaðurinn einmitt yfir að aðkoma Þormóðs ramma - Sæ- bergs hf. að öðrum fyrirtækjum væri til að styrkja þau en ekki til að veikja. Enda þótti að því mikill styrkur fyrir hin nýja fyrirtækjarisa á Vestfjörðum, Hraðfrystihúsið Gunnvöru hf., þegar Þormóður rammi - Sæberg keypti um 20% hlutafjár í fyrirtækinu þegar af sameiningu vestfirsku fyrirtækjanna varð. Fyrir skömmu hafði svo Þormóð- ur rammi - Sæberg skipti við Granda á hlut í Hraðfrystihúsinu Gunnvöru og Árnesi og er aimennt talið að sá leikur sé sterkari hjá stjórnendum Þormóðs ramma - Sæbergs en marga gruni. Loks er að nefna að á árinu opnaði Þormóður rammi - Sæberg kítínverk- smiðju á Siglufirði sem vinnur kítín úr rækjuskel. Viðskipti ársins ...eða aldarinnar! Sá leikur stjórnenda Þormóðs ramma - Sæbergs á árinu 1999 sem lengst mun lifa í minningunni eru kaup á hluta- bréfum í Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna sem tryggðu Róbert Guðfinns- syni nægjanlegt atkvæðamagn til að fella Jón Ingvarsson úr sessi stjórnar- formanns SH. í kjölfarið fylgdu svo sviptingasamar breytingar í Sölumið- stöðinni, forstjóraskipti og uppstokk- un og var hinn nýi stjórnarformaður óragur við að benda á að SH yrði að taka upp nútímalegri vinnubrögð í rekstri ef það ætlaði hreinlega að lifa af í samkeppninni. „Þormóður rammi - Sæberg á heið- ur skilinn fyrir að ganga í það mál að bjarga SH og bæta með því afkomu fjölmargra sjávarútvegsfyrirtækja til framtíðar. Með þessu var stuðlað að því að arðsemi og hagræðing ráði ferð- inni frekar en blokkamyndun milli framsóknarmanna og íhalds," sagði einn viðmælenda Ægis um þetta mál. Það er ljóst að ekki einasta var sterk innkoma Róberts og félaga í SH til þess að ryka ærlega upp í því fyrirtæki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.