Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.12.1999, Qupperneq 56

Ægir - 01.12.1999, Qupperneq 56
Öflugt Mesta lengd..........................................................51,20 m Lengd milli lóðlína..................................................46,30 m Breidd...............................................................11,00 m Dýpt að efsta þilfari................................................10,05 m Eldsneytistankar......................................................200 m3 Vatnstankar............................................................30 m3 Frystilest............................................................613 m3 Beitulest..............................................................85 m3 Meltutankar............................................................75 m3 Lýsistankar............................................................45 m3 Brúttó tonn .........................................................1292 BT Nettó tonn ..........................................................387 NT slógi. í skipinu er verksmiðja frá RS Proces AS sem nýtir brottkastið og vinnur úr því lýsi og meltu. Aðal- vinnslulínan er frá Odim Skodje AS og frystitæki frá MMC Fodema AS. Skipið er hannað og útbúið til að at- hafna sig á öllum hafsvæðum. Það er smíðað og flokkað samkvæmt DNV * 1A1 Fishing Vessel Ice,C. Fyrirkomulag Til að koma báðum veiðarfærum fyrir í skipinu er það búið þremur heilum þilförum eftir endulöngu skipinu. Skipið hefur auk þess perustefni, gafl- laga skut, þilfarshús með brú miðskips og bátaþilfar. Á 1. þilfari (efsta þilfari) er löndunarkrani ásamt yfirbygging- um og brú. Á 2. þifari er línuútbúnað- urinn staðsettur og 3. þilfari er neta- veiðibúnaðurinn. Undir 3. þilfari eru fremst í skipinu stafnhylki, þá sónar og bógskrúfurými, brennsluolíugeym- ar, frystilest, metlulest, vélarúm, beitu- lest og skuttankar. 56 MCm ------------------------ íbúðir Skipið er með íbúðir og klefa fyrir 25 manns. Hver klefi með eigið salerni og sturtu, sjónvarpi, útvarpi og ísskáp. Stór matsalur með setustofu, sem tek- ur alla áhöfnina, er á 2. þilfari ásamt eldhúsi, matvælageymslum og þvotta- húsi. Á 1. þilfari í yfirbyggingu eru klefar yfirmanna, sjúkraklefi, líkams- ræktarklefi og þvottahús. Hitastýrt loftræstikerfi, 115 kW er fyrir vistar- verur alls 590 m2. Vélbúnaður Aðalvél skipsins er Catepillar 3516 TA- B, 1491 kW við 1600 sn/mín. Við vél- ina er Scana Volda gír af gerðinni ACG 62/125 með niðurgírunina 6,5:1. Skrúfan er frá sama framleiðanda er 2700 mm í þvermál, í skrúfuhring og snýst 230 sn/mín við 1600 sn/mín á aðalvél. Stýrisvélin er frá Ulstein Tenfjord og tengd Barkemeyer stýrisblaði af gerðinni BRB-19-29-12. Bógskrúfan er frá Ulstein af gerðinni 45 TV, 200 kW. Tvær ljósavélar frá Catepillar af gerðinni 3406 TA, 257 kW eru fyrir raforkuframleiðslu. Spilin eru frá Ui- stein Braatvaag. Um er að ræða drátt- arspil af gerðinni CM12-L og akkeris- spil af gerð B5-2KC. Dælur í skipinu eru frá Allweiler AS. Fiskveiði- og vinnslubúnaður Frá Mustad AS kemur Autoline línu- kerfi með allt að 67000 króka. Fiskur sem losnar af önglunum áður en hann er komin um borð í skipið er vanda- mál við veiðar með línu. Til að fanga þann fisk sem dettur af krókum og niður með skipsíðunni, hafa eigendur skipsins og Solstrand AS þróað í sam- einingu sérstakt net eða háf til þeirra nota. Netið er tengt við vökvakrana og honum sem er fjarstýrt úr brú af skip- stjóra. Kraninn er af gerðinni Effer 24000 BL —1S með skotbómu, 14 metra vinnsluradíus og fjarstýringur úr brú eins og áður sagði. Aftur á báta- dekki er krani frá SM Triplex. fyrir beitu o.fl. í skipinu er framleiðslulína fyrir afskurð, slóg og brottkast frá RS Process AS. Hefðbundin vinnslukerfi og netaniðurleggjari koma frá fyrir- tækinu Odim Skodje AS. Afkastar 30 tonnum í frystingu Frystikerfi skipsins er frá MMC- Fodema AS. Um er að ræða 5 plötu- frysta sem afkasta 30 tonnum og laus- frystir sem afkastar 6 tonnum. Rafeindabúnaður í brú samanstend- ur m.a. tveimur Furuno ratsjám, FAR- 2825 og FR-2135, Simrad ES 60 fisksjá, Furuno FS-50000 MF/HF SSB fjar- skiptastöð, Simrad Robertson RGC 10 gýróáttavita, með AP-9 Mklll og AP- 45 sjálfstýringum, Furuno GP-35 DGPS og Furuno GP-80 GPS, Furuno LC-90 Mk 11 loran C stöð, MaxSea Pro kortaskrifara, Felcom 81 gervihnatta- síma o.fl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.