Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1999, Síða 56

Ægir - 01.12.1999, Síða 56
Öflugt Mesta lengd..........................................................51,20 m Lengd milli lóðlína..................................................46,30 m Breidd...............................................................11,00 m Dýpt að efsta þilfari................................................10,05 m Eldsneytistankar......................................................200 m3 Vatnstankar............................................................30 m3 Frystilest............................................................613 m3 Beitulest..............................................................85 m3 Meltutankar............................................................75 m3 Lýsistankar............................................................45 m3 Brúttó tonn .........................................................1292 BT Nettó tonn ..........................................................387 NT slógi. í skipinu er verksmiðja frá RS Proces AS sem nýtir brottkastið og vinnur úr því lýsi og meltu. Aðal- vinnslulínan er frá Odim Skodje AS og frystitæki frá MMC Fodema AS. Skipið er hannað og útbúið til að at- hafna sig á öllum hafsvæðum. Það er smíðað og flokkað samkvæmt DNV * 1A1 Fishing Vessel Ice,C. Fyrirkomulag Til að koma báðum veiðarfærum fyrir í skipinu er það búið þremur heilum þilförum eftir endulöngu skipinu. Skipið hefur auk þess perustefni, gafl- laga skut, þilfarshús með brú miðskips og bátaþilfar. Á 1. þilfari (efsta þilfari) er löndunarkrani ásamt yfirbygging- um og brú. Á 2. þifari er línuútbúnað- urinn staðsettur og 3. þilfari er neta- veiðibúnaðurinn. Undir 3. þilfari eru fremst í skipinu stafnhylki, þá sónar og bógskrúfurými, brennsluolíugeym- ar, frystilest, metlulest, vélarúm, beitu- lest og skuttankar. 56 MCm ------------------------ íbúðir Skipið er með íbúðir og klefa fyrir 25 manns. Hver klefi með eigið salerni og sturtu, sjónvarpi, útvarpi og ísskáp. Stór matsalur með setustofu, sem tek- ur alla áhöfnina, er á 2. þilfari ásamt eldhúsi, matvælageymslum og þvotta- húsi. Á 1. þilfari í yfirbyggingu eru klefar yfirmanna, sjúkraklefi, líkams- ræktarklefi og þvottahús. Hitastýrt loftræstikerfi, 115 kW er fyrir vistar- verur alls 590 m2. Vélbúnaður Aðalvél skipsins er Catepillar 3516 TA- B, 1491 kW við 1600 sn/mín. Við vél- ina er Scana Volda gír af gerðinni ACG 62/125 með niðurgírunina 6,5:1. Skrúfan er frá sama framleiðanda er 2700 mm í þvermál, í skrúfuhring og snýst 230 sn/mín við 1600 sn/mín á aðalvél. Stýrisvélin er frá Ulstein Tenfjord og tengd Barkemeyer stýrisblaði af gerðinni BRB-19-29-12. Bógskrúfan er frá Ulstein af gerðinni 45 TV, 200 kW. Tvær ljósavélar frá Catepillar af gerðinni 3406 TA, 257 kW eru fyrir raforkuframleiðslu. Spilin eru frá Ui- stein Braatvaag. Um er að ræða drátt- arspil af gerðinni CM12-L og akkeris- spil af gerð B5-2KC. Dælur í skipinu eru frá Allweiler AS. Fiskveiði- og vinnslubúnaður Frá Mustad AS kemur Autoline línu- kerfi með allt að 67000 króka. Fiskur sem losnar af önglunum áður en hann er komin um borð í skipið er vanda- mál við veiðar með línu. Til að fanga þann fisk sem dettur af krókum og niður með skipsíðunni, hafa eigendur skipsins og Solstrand AS þróað í sam- einingu sérstakt net eða háf til þeirra nota. Netið er tengt við vökvakrana og honum sem er fjarstýrt úr brú af skip- stjóra. Kraninn er af gerðinni Effer 24000 BL —1S með skotbómu, 14 metra vinnsluradíus og fjarstýringur úr brú eins og áður sagði. Aftur á báta- dekki er krani frá SM Triplex. fyrir beitu o.fl. í skipinu er framleiðslulína fyrir afskurð, slóg og brottkast frá RS Process AS. Hefðbundin vinnslukerfi og netaniðurleggjari koma frá fyrir- tækinu Odim Skodje AS. Afkastar 30 tonnum í frystingu Frystikerfi skipsins er frá MMC- Fodema AS. Um er að ræða 5 plötu- frysta sem afkasta 30 tonnum og laus- frystir sem afkastar 6 tonnum. Rafeindabúnaður í brú samanstend- ur m.a. tveimur Furuno ratsjám, FAR- 2825 og FR-2135, Simrad ES 60 fisksjá, Furuno FS-50000 MF/HF SSB fjar- skiptastöð, Simrad Robertson RGC 10 gýróáttavita, með AP-9 Mklll og AP- 45 sjálfstýringum, Furuno GP-35 DGPS og Furuno GP-80 GPS, Furuno LC-90 Mk 11 loran C stöð, MaxSea Pro kortaskrifara, Felcom 81 gervihnatta- síma o.fl.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.