Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1999, Blaðsíða 50

Ægir - 01.12.1999, Blaðsíða 50
Eftirlitsmyndavélar eru algengur búnaður í skipum í dag, enda til mikilla þœginda fyrir yfirmenn um borð að hafa frá einu stjómpúlti í brú heildaryfirsýn yfir vinnu starfsmanna sinna, hvort heldur er á dekki, í vinnslu eða í lestum. Hér er Björgvin við eftirlitsmyndavél sem Nortek selur. Breytt hugsun í viðvörunarkerfum Fyrir utan slökkvikerfin sjálf eru brunaviðvörunarkerfi í skipum mjög mikilsverður öryggisþáttur en jafn- framt þekkja sjómenn að kerfin geta verið mjög hvimleið þegar þau fara í gang, annað hvort vegna bilana eða rangra boða. Björgvin segir óþarft að búa svo um hnúta í skipum að bjöllur hringi strax þó einn skynjari gefi brunaboð. Hægt er að vera með seinkun á brunaboði upp á eina til tvær mínútur meðan að- eins einn skynjari er með brunaboð. En við boð frá fleiri skynjurum fari brunabjöilur í gang eða þær fara í gang að innstilltum tíma loknum. Þetta gef- ur skipstjórnar- eða vélstjórnarmönn- um möguleika á að athuga hvort um eld er að ræða eða röng boð. Þannig að við röng boð eða bilanir þá hringir ekki í bjöllum. Þegar búið er að kom- ast fyrir röng boð og bilanir þá eykst trúverðugleiki áhafnar á brunaviðvör- unarkerfinu um borð. „Ég þekki það sjálfur frá sjómennsk- unni hversu hvimleitt þetta getur ver- ið. í flestum skipum hér við land eru rásakerfi sem bjóða upp á litla mögu- leika á að aðlaga kerfið aðstæðum í skipinu. En með vali á hliðrænu kerfi (adressukerfi) aukast möguleikarnir til muna á útilokunum óþarfra viðvar- anna. í hliðrænu kerfi er hver skynjari með eigið heimilisfang sem gerir að verkum að við bilun í skynjara er hægt að einangra hann frá kerfinu. Hægt er að stilla næmni hvers skynjara fyrir sig og kemur fram texti á skjá stjórnstöðv- ar hvar skynjarin er. En þar sem eru rásakerfi eru allt að 20 skynjarar á hverri rás og ef einn bilar þá þarf að einangra alla rásina. Þetta getur t.d. gert að verkum að allar vistarverur áhafnar er án virks brunaviðvörunar- kerfis við bilun í einum skynjara. Einnig er viðhald rása kerfa mun dýrara. Ein megin orsök óþarfra bruna- boða er að skynjararnir eru óhreinir. En hliðræn kerfi veita meðal annars upplýsingar um hvort óhreinindi eru farin að safnast í skynjarana. Ég er viss um að ef útgerðarmenn krefjast strax við samninga um nýsmíði eða breyt- ingar á skipi að það sé hliðrænt kerfi um borð þá hefur það engan auka- kostnað í för með sé að fá slíkt kerfi í skipið. í dag er það oftast skipasmíða- stöðin sem velur brunaviðvörunar- og slökkvikerfið en því þurfum við að breyta," segir Björgvin Tómasson að lokum. REVTINGUR Hákarl og býflugur FAO, Matvæla og landbúnaðar- stofnun Sameinuðu þjóðanna, skipuleggur aðgerðir til að koma í veg fyrir að hákarlinn verði ofveiddur og honum útrýmt. Eftir að áætlunin komst í hámæli hefur þessi frægi ræningi hafsins og honum skyldar tegundir. t.d. skata, verið veiddar sem aldrei fyrr. Arið 1960 veiddust 346.000 tonn en 1998 um 760.000 tonn. Mest er veitt í Bandaríkjunum, Indlandi og Indónesíu, en í Evrópu eru Frakkar stórtækastir. Franska dagblaðið Le Monde segir ársaflann um 18.000 tonn . Hákarlinn er til margra hluta nyt- söm skepna og eftirsótt. Tennurnar eru notaðar í hálsfestar og aðra skartgripi, í Kína er soðin af uggun- um rándýr sælkerasúpa, lýsið fer í snyrtivörur ýmiss konar, skrápurinn er sútaður og úr honum unnar dýrar leðurvörur og holdið er gjarna selt sem niðursoðinn túnfiskur. Náttúruverndarmenn benda á að hákarlinn eigi alls ekki skilinn hinn illa orðstír sem af honurn fer vegna grimmdar, - hann sé til kominn vegna frægra kvikmynda eins og Jaws. Sérfræðingar fullyrða meira að segja að hákarlinum bjóði við mannakjöti og einungis 50 manns bíði bana af völdum hákarla ár hvert í öllum heiminum. ítalskur sjávarlíffræðingur segir fleira fólk deyja árlega af býflugna- biti en hákarlsárás. (Seafood Internataional) 50 Mm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.