Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1999, Blaðsíða 17

Ægir - 01.12.1999, Blaðsíða 17
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI stórum og öflugum fyrirtækjum í sjáv- arútvegi." Staða istcnslcs sjáVaiiihtegs atctrei sterkari - segir Guöbrandur Sigurösson framltinemda- sljóri ÚlgeröarfélagsAkunyringa „Minnisstæðasti atburður ársins 1999 eru þær breytingar sem eru að verða á stóru sölu- og markaðsfyrir- tækjunum í sjávarútvegi. Með sam- runa ÍS og SÍF verður til mjög stórt fyr- irtæki á þessu sviði sem spannar bæði kældar og frystar sjávarafurðir. Það verður gaman að fylgjast með þessu stóra fyrirtæki og hvernig þeim mun takast til á næstu misserum. Þá hafa ekki síður orðið miklar breytinga á Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna á þessu ári. Búið er að gjörbreyta skipulagi fyrir- tækisins með það fyrir augum að ein- falda allar samskipta- leiðir og draga úr kostnaði. Þeir fram- leiðendur sem þess óska geta átt í beinum viðskiptum við einstök markaðsfyr- irtæki SH erlendis, sem verður til þess að einfalda og skerpa virðisaukakeðj- una í viðskiptum af þessu tagi. Tvö önnur atriði eru einnig ofarlega í huga mínum og er það í fyrsta lagi sú mikla verðlækkun sem orðið hefur á afurðaverðmæti uppsjávarfisks sem einu sinni en undirstrikar þær miklu sveiflur sem sjávarútvegurinn býr við. Þá er það umhugsunarefni að á þessu ári var seldur fjöldinn allur af nýjum og öflugum skipum úr landi sem Ami Matthiesen, sjávarútvegsráðherra og hr. Ólafnr Ragnar Grímsson, forseti ís- lands, ganga um íslensku sjávarútvegssýn- inguna í Kópavogi á opnunardegi hennar. bendir til þess að rekstur þeirra hafi ekki skilað viðunandi árangri. Þrátt fyrir mikið góðæri í sjávarútvegi virð- ist greinin ekki geta staðið undir eðli- legri endurnýjun skipaflotans." „Ég tel að staða sjávarútvegsins á íslandi hafi aldrei verið sterkari. Eitt af markmiðum núverandi fiskveiði- stjórnunarkerfis er að stuðla að hag- ræðingu innan sjávarútvegsins, sem hefur gengið eftir á undanförnum árum. Þó að miklu hafi verið áorkað á þessu sviði er ég sannfærður um að en megi gera töluvert betur. Það á að vera krafa almennings í landinu að sjávar- útvegur, sem er undirstöðuatvinnu- grein þjóðarinnar, sé rekin á sem hag- kvæmastan hátt til hagsbóta fyrir alla. Líklegt er að mikil umræða verði um fiskveiðistjórnun á næsta ári. Það er búist við að „Auðlindanefndin" svo- kallaða skili af sér tillögum innan tíðar og verða þær tillögur örugglega vega- nesti fyrir þá nefnd sem Alþingi skip- aði nýlega og á að endurskoða fisk- veiðistjórnunarkerfið." „Ég hef mikla trú á íslenskum sjáv- arútvegi og tel líklegt að staða hans eigi eftir að styrkjast enn frekar á kom- andi árum. Stærri og öflugri einingar hafa yfir að ráð fleira starfsfólki sem getur sinnt vöru- og starfsþróun sem á eftir að skila okkur nýjum afurðum og tækifærum. Þá er líklegt að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki eigi eftir að leggja í enn frekari landvinninga." Viðvörwiartjósin btikka - segir Bjami Bafþór Helgason, framkóxmdastjóri ÚtVegsmannafíiags Noröurlands „Þegar horft er til sjávarút- vegsins á þessu síðasta ári aldarinnar finnst mér viðvörunarljósin blikka. Vissulega eru góðar fréttir af uppbygg- ingu þorskstofnsins og við fengum á árinu metvísitölu í þorskseiðum. Hins vegar vekur ugg hversu illa gengur að finna loðnuna og síldin er líka sýnd veiði en ekki gefin. Fiskifræð- ingar halda því fram að stofnar þess- ara tegunda séu í góðu ásigkomu- lagi og á það treystir mað- ur. En það jafngildir ekki því að fiskurinn verði í veiðan- legu ástandi. Skilyrði í hafinu geta valdið því að lítið veiðist þó töluvert sé til. Alvarlegast finnst mér að horfa til loðnunnar í þessu sambandi. Hún gef- ur sig á tiltölulega stuttum tíma eftir áramót og það gæti farið svo að við næðum ekki kvótanum okkar. Þetta fer saman við lágt verð á afurðum og horfurnar eru ekki góðar í þessum þætti útgerðarinnar. Haustið hefur verið erfitt og skip víða bundin við bryggju vikum saman. Þessi staða er mér ofarlega í huga þegar ég lít tii árs- ins sem er að kveðja og komandi árs. Við höfum fengið gífurlegan skell í rækjunni. Úthafsrækjukvótinn var skorinn verulega niður og með nýrri reglugerð í nóvember var inn- fjarðarækjan slegin af í Húnaflóa og á Skjálfanda, lækkuð úr 700 tonnum í 200 tonn í Skagafirði og helminguð Guðbrandur Sigurðsson. ÆGm 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.