Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1999, Blaðsíða 30

Ægir - 01.12.1999, Blaðsíða 30
Um 1950 áttu íslendingar stærri og fullkomnari fiskveiðiflota en nokkru sinni fyrr og voru þess nú albúnir að klífa enn hærri öldufalda en áður. En klifið fyrirhugaða varð skrið niður á við og sannaðist nú hið fornkveðna, að „kóngur vill sigla en byr hlýtur að ráða". Útlendar þjóðir gátu hvorki, né þurftu að kaupa, þann fisk, sem ís- lendingar höfðu að bjóða við því verði sem þeir þurftu að fá fyrir hann. I>ar við bættist að síldarafli var minni en oft áður. Bátagjaldeyriskerfið, sem komið var á í upphafi 6. áratugarins, og var við lýði til 1958, reyndist tog- araútgerðinni þungt í skauti. Þegar það var loks afnumið, hafði togaraút- gerðin dregist mjög saman og í upp- hafi 7. áratugarins var mörgum togur- um lagt. Rann mörgum til rifja að sjá glæsileg fiskiskip liggja bundin við bryggju í Reykjavík mánuðum og jafn- vel árum saman, engum að gagni nema útigangsmönnum. Æ erfiðara reyndist að manna þá togara, sem eftir voru, og þegar kom fram á síðari helming 7. áratugarins var íslensk tog- araútgerð ekki nema svipur hjá sjón. Mikill hluti nýsköpunarflotans glæsi- lega lá bundinn við bryggju eða hafði verið seldur úr landi. Á meðan þessu fór fram í togaraút- gerðinni, var bátaflotinn endurnýjað- ur, enda var það mál manna, að báta- útgerð hentaði íslendingum betur en togaraútgerð! Bátana mátti senda til síldveiða á sumrum, þorskveiða á vetr- arvertíð og þeir þurftu að ýmsu leyti minni þjónustu í landi en togararnir. En hér fór sem fyrr, öldudalurinn var skammt undan. Á öndverðum 7. áratugnum var flestum hugsandi mönnum orðið ljóst, að sókn í þorsk- stofninn var orðinn hættulega mikil og kom þá fyrir lítið þótt fiskveiðilög- sagan hefði verið færð út í tólf sjómíl- ur árið 1958. Um miðjan 7. áratuginn fór einnig að bera á ofveiði úr síldar- stofnunum við landið og árið 1967 varð flotinn að elta Norðurlandssíld- ina allt norður að Svalbarða. Árið eftir var síldarafli sáralítill á hefðbundnum miðum íslendinga og árið 1972 voru síldveiðar bannaðar nema í reknet. Nú voru góð ráð dýr, og víst mætti færa rök fyrir því að um 1970 hafi margt bent til þess að í þetta sinn yrði öldudalurinn dýpri og krappari en nokkru sinni fyrr, og óvíst hvort eða hvenær þjóðarskútan kæmist upp úr honum. Síldarstofninn var hruninn, þorskurinn ofveiddur, togaraflotinn taldi aðeins 14-15 skip, sem flest voru orðin um og yfir tuttugu ára gömul. Vélbátaflotinn var að sönnu nýlegur, en óvíst var um verkefni fyrir stærri skipin, þótt nokkur þeirra hefðu hafið loðnuveiðar. Við þessar aðstæður brugðu stjórn- völd á það ráð að hefja endurnýjun togaraflotans, og í stærri stíl en nokkru sinni fyrr. Samið var um smíði á fjölmörgum nýjum skuttogurum, og komu þeir til landsins á fyrstu árum 8. áratugarins. Síldveiðiflotanum var í umtalsverðum mæli beint á loðnu- veiðar og jafnframt var fiskveiðilög- sagan færð út í 50 sjómílur árið 1972 og í 200 sjómílur árið 1976. Um skeið leit út fyrir að þessar að- gerðir myndu bera tilætlaðan árangur, en brátt kom í ljós, að afkastageta hins nýja flota var í raun of mikil, fisk- stofnarnir þoldu ekki álagið og um skeið óttuðust margir að þorksstofn- inn kynni að hrynja. Þá var gripið til nýrra aðferða í stjórn fiskveiða og sóknin takmörkuð. í því fólst, að í fyrsta skipti frá því land byggðist voru fiskveiðar íslenskra manna á íslands- miðum háðar Ieyfum. Af því, sem hér hefur verið sagt, má ljóst vera, að saga sjávarútvegs á ís- landi á 20. öld hefur verið harla svipt- ingasöm og á köflum öfgakennd. Á hafa skipst tímabil velgengni og áfalla, en enginn mun neita því, að í heild hafi öldin reynst sjávarútveginum hagkvæm. Það sannar samanburður á myndunum tveimur, sem teknar voru við Reykjavíkurhöfn með u.þ.b. hund- rað ára millibili. Bátar og stœrri skip í Reykjavíkurhöfii á því herrans ári 1999. 30 mm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.