Ægir

Årgang

Ægir - 01.09.2000, Side 9

Ægir - 01.09.2000, Side 9
FRÉTTIR Fiskvinnslur á Hólmavík misstu vinnsluleyfi vegna vatnsmengunar: „Fátítt að bregðast þurfi svo hart við" - segir Garðar Sverrisson hjá Fiskistofu Garðar Sverrisson, starfsmaður Fiski- stofu, segir það sjaldgæft að svipta þurfi fiskverkunarhús vinnsluleyfi, líkt og gerðist á dögunum með fiskvinnslur í Hólmavík en þar mældist mengun í vatni bæjarins. „Endanleg ákvörðun um að taka vinnsluleyfi tímabundið af fiskverkunar- fyrirtækjum er í höndum okkar hjá Fiski- stofu en slíkt gerum við hins vegar ekki nema til komi alvarleg frávik í eftirliti frá þeim grunnþáttum sem verða að vera til staðar. Þar er t.d. um að ræða þætti sem snúa að heilbrigðisyfirvöldum og Holl- ustuvernd, s.s. eftirlit með vatni, húsa- kosti og fleiru. Þess vegna var það vegna viðvarana frá Hollustuvernd í kjölfar sýnatöku úr vatni á Hólmavík sem nauð- synlegt reyndist að taka vinnsluleyfi af á meðan nánari rannsóknir og úrbætur færu fram. Slíkt er vissulega bagalegt fyr- ir fyrirtækin og sem betur fer fátítt að bregðast þurfi svo alvarlega við,“ segir Garðar í samtali við Ægi. Garðar segir að þeir stærstu þættir sem fiskvinnslur þurfi að uppfylla til að fá vinnsluleyfi snúist um að innan fyrir- tækjanna sé innra gæðaeftirlitskerfi, að byggingar og búnaður uppfylli öll skil- yrði og loks að þættir í hreinlæti, s.s. vatn, uppfylli hollustukröfur. Garðar segir að á síðustu árum hafi orðið mikil breyting hjá fyrirtækjunum hvað snerti innra gæðaeftirlit og í flestum tilvikum vinni fískvinnslufyrirtækin eftir svoköll- uðum HACCP og GÁMES vottunar- og gæðakerfum. Grandi með 176 millj- óna króna hagnað Á fyrri helmingi ársins högnuðust Grandi hf. og dóttirfyrirtæki um 176 miLIjónir króna. Þetta er umtalsvert lak- ari afkoma en á sama timabili í fyrra en þá var hagnaðurinn röskiega 360 millj- ónir króna. Skýringarnar segir fyrirtæk- ið að rekja megi til lágs verðs á mjöli og lýsi, verðhækkana á oliu og siðast en ekki síst til óhagstæðs gengis is- lensku krónunnar. Rekstrartekjur Granda á fyrstu sex mánuðunum voru 2.103 milljónir og rekstrarhagnaður af eigin starfsemi um 240 milljónir. Veltufé frá rekstri nam 402 milljónum, sem svarar til um 19% af rekstrartekjum. Togarar Granda öfluðu um 16.900 tonna af hráefni á tímabitinu. Unnið var úr um 7 þúsund tonnum í land- vinnslu. Nótaskip Faxamjöls, dótturfyr- irtækis Granda, öfluðu um 35.200 tonna af hráefni. í heild bárust Faxa- mjöli hf. um 50.000 tonn af hráefni til vinnslu á tímabilinu, eða 20 þúsund tonnum meira en árið áóur. Það er engin tilviljun hversu mörg útgerðarfélög hafa valið Miele þvottavélar, þurrkara og uppþvottavélar í skip sín. Reynslan hefur einfaldlega kennt þeim að kaup á Miele tækjum tryggir lengri endingu og meira oryggi EIRVIK HAGÆÐA IÐNAÐARVELAR Suðurlandsbraut 20 Sími 588 0200 •i-- mm _ __ H I- 'i«íXS™w*iin 111 y rwu«iB # i öééi .# |

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.