Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2000, Blaðsíða 16

Ægir - 01.09.2000, Blaðsíða 16
FRÉTTIR Hagnaður Sæplasts hf. rúmar 23 milljónir fyrstu 6 mánuði ársins - 93% tekna samstæðunnar verða til erlendis Hagnaður Sæplasts hf., móðurfélags og dótturfélaga, var rúmar 23 milljónir króna eftir skatta fyrstu 6 mánuði ársins samkvæmt milliuppgjöri sem stjórn fé- lagsins fjallaði um á fundi sínum í gær. Hagnaðurinn jókst um 2 milljónir króna miðað við sama tíma í fyrra. Fyrir afskriftir og fjármagnsliði var rekstrarhagnaður rúmar 146 milljónir króna en var 67 milljónir eftir sex mán- uði í fyrra. Hrein fjármagnsgjöld voru 42 milljónir króna en voru 11 milljónir króna í fyrra. Tekjur Sæplasts hf. og dótturfélaga í Kanada, Noregi og Indlandi voru 1.071 milljón króna fyrstu sex mánuði ársins ,miðað við 354 milljónir króna eftir sex mánuði 1999 og 964 miljónir króna allt árið 1999. Veltuaukning á milli ára er því 202%, enda gætir nú áhrifa tveggja nýrra dótturfélaga Sæplasts í Noregi þ.e. Sæplasts Álasund A/S og Nordic Supply Containers A/S. Eignir félagsins í lok júní voru 2.201 milljón króna og höfðu hækkað um rúm- ar 100 milljónir króna frá áramótum en á tímabilinu keypti félagið tvö fyrirtæki, Nordic Supply Containers A/S og Atlant- ic Island ehf. en áhrifa frá því félagi gæt- ir einungis í efnahagsreikningi félagsins. Eigið fé var 698 milljónir króna og hafði hækkað um 28 milljónir króna frá ára- mótum. Eiginfjárhlutfall samstæðunnar var tæp 32% og arðsemi eigin fjár um 7%. Skuldir félagsins voru 1.504 millj- ónir króna og hafa hækkað um 73 millj- ónir frá áramótum. Veltufjárhlutfall þann 30. júní sl. var 1,41%. I sjóðstreymi kemur fram að veltufé frá rekstri var tæp- ar 110 milljónir króna fyrstu 6 mánuði ársins en var 63 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum ársins 1999 og 106 millj- ónir króna allt árið 1999. Hjá Sæplasti starfa nú 235 manns og þar af tæplega 200 erlendis. Öll dótturfélög Sæplasts hf. skiluðu hagnaði nema þau sem sinna hverfisteypu í Noregi en þar var á tímabilinu hagrætt mikið, einni verksmiðju var lokað og verið er að sameina starfsemina öðrum Unnið að framleiðslu hjá Sæplasti hf. á Dalvík. verksmiðjum Sæplasts í Noregi. Unnið er að hagræðingu í öllum verksmiðjum Sæplasts og mun áhrifa hennar enn frekar gæta á seinni hluta ársins og á því næsta. Þrátt fyrir að á tímabilinu hafi fallið til verulegur kostnaður vegna hagræðingar í rekstri hafa markmið rekstraráætlunar fé- lagsins náðst en ekki hefur þótt tilefni til að endurskoða rekstraráætlun fyrir allt árið. Áætlanir félagsins vegna fjárfestinga erlendis hafa að fullu gengið eftir og verða nú 93% tekna samstæðunnar til er- lendis. Áhrifa fjárfestinganna mun gæta enn frekar á síðari hluta þessa árs og því næsta. ICE FRESH Óskum útgerð og áhöfn til hamingju með glæsiiegt nýtt skip VILHELM ÞORSTEINSSON EA-11 EFTIRFARANDI BUNAÐIJR AF TRIPLEX CERt) ER UM B0RÐ: NÓTAVINDA 30 T0NNA 850/500/2S NÓTALEGGJARI NK-7500 61/12,6 M. FISKIDÆLUKRANI KN-30 2,5 1/10 M. VÉLASALAN E H F Þ,LFARSKRANI ^50 41/12’5 M- ÁNANAUSTUM I,REYKJAVÍK. SÍMI 552-6122 FAX 562 3810 www.velasalan.is

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.