Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2000, Blaðsíða 27

Ægir - 01.09.2000, Blaðsíða 27
ÆGISVIÐTALIÐ Sjófrystingin mun áfram hafa forskot - rætt við Kristján Vilhelmsson, framkvæmdastjóra útgerðarsviðs Samherja hf. Kristján Vilhelmsson, framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Samherja hf. og annar aðaleig- enda fyrirtækisins, hefur allt frá upphafi borið hitann og þungann af uppbyggingu skipaflota fyrirtækisins og þar með þróuninni í útgerð Samherja. Undanfarna mánuði hefur Kristján dvalið að mestu í Noregi og fylgt þar eftir smíði fjölveiðiskipsins Vil- helms Þorsteinssonar EA-11, sem hann segist vonast til að verða hagstætt skip í rekstri, fyrst og fremst vegna hinna fjölhæfu möguleika sem það gefur. Kristján telur ekki ástæðu til að ætla að smíði fjölveiðiskipa gangi sem bylgja yfir sjávarútveginn, líkt og gerðist með frystitogarauppbygginguna á sínum tíma. Fjölveiðiskipin séu dýr í bygg- ingu og auk þess þurfi eigendur þeirra að hafa aðgang að fjölbreyttum kvóta og veiði- tækifærum utan íslenskrar lögsögu til að grundvöllur sé til að ráðast í svo stórtæka ný- smíði. Kristján ræðir útgerð fjölveiðiskipa og ýmis önnur málefni tengd sjávarútvegi í Ægisviðtali að þessu sinni. „Sannleikurinn er sá að við byrjuðum hönnun á þessu nýja skipi fyrir um það bil 5 árum og vorum þá með í huga smíði fjölveiðiskips fyrir DFFU, dótturfýrir- tæki Samherja hf. í Þýskalandi. A þessum tíma var Samherji hf. með öfluga síldarvinnslu í landi og fyrst og fremst vegna hruns síldarmarkaða í Rússlandi árið 1998 hrundum við áætlunum okkar í framkvæmd, enda varð að bregðast með einhverjum hætti við og finna nýjar leiðir og nýja markaði fyrir síld og annan uppsjávarfisk.Þess vegna var ákveðið að byggja skip- ið fyrir útgerð Samherja á Islandi. Skipið uppfyllir það markmið okkar að vera í fremstu röð í veiðum, vinnslu og sölu á sjávarafurðum," segir Kristján Vil- helmsson og sýnir blaðamanni röð teikninga af fjölveiðiskipi og af þeim má sjá að hugmyndin að Vilhelm Þorsteinssyni fæddist á teikniborðum Sam- herja og Skipatækni ehf. fyrir margt löngu. - Telur þú að tilkoma Vilhelms Þorsteinssonar marki uppaf að nýrri smíðabylgju fjölveiðiskipa? „Nei, það tel ég ekki. I fyrsta lagi eru þessi skip dýr og í öðru lagi munum við alltaf verða með blandaða flóru í útgerðarformi hérlendis. Fjölveiðiskipin munu ekki sinna framleiðslu afurða fyrir sömu markaði og frystitogararnir og þar af leiðandi tel ég skynsamlegt að hvort tveggja verði til staðar. Auk heldur megum við ekki gleyma því að verðlag afurða, sem unnar eru úr uppsjávarfiski, hefur verið mjög sveiflukennt og einmitt þess vegna eigum við þann möguleika með fjölveiðiskipið að skipta þvx yfir á hefðbundinn botn- fisk, ef svo ber undir. Litið yfir lengra tímabil teljum við að skipið hafi meiri burði til að standa af sér sveiflur í veiðum heldur en skip sem einvörðungu eru útfærð fyrir hefðbundnar uppsjávarveiðar." í leit að nýjum mörkuðum fyrir uppsjávarfiskafurðir Kristján segir það markmiðið að Vilhelm Þorsteins- son skili árstekjum í líkingu við það sem gerist og gengur með stóra frystitogara. Af því má sjá að verð- mætaaukningin verður mikil miðað við hefðbundna veiði á uppsjávarfiski fyrir bræðslu, enda fer Kristján ekki í launkofa með að horft er jafnt til þekktra sem nýrra markaða fyrir unnar afurðir af skipinu. „Tekjur að fullu sambærilegar við stóra frystitogara yrði mjög góður árangur. Við ætlum okkur að gera tilraunir með vinnslu á kolmunna og þær eru óvissu- þáttur sem mun ráða töluverðu um tekjurnar af rekstri skipsins. En við metum það svo að heilt yfir skili skipið slíku gæðahráefni úr uppsjávarfiskinum að möguleikar verði góðir til að vinna nýja markaði fyrir þær. Þarna kemur okkur til góða þekking og reynsla innan fyrirtækisins í sölu á sjófrystum afurð- um og það er mitt mat að við hefðum ekki getað ráð- ist í útgerð á þessu skipi, með þeim hætti sem við ætlum okkur, nema búa yfir eigin sölukerfi og sér- þekkingu sem því fylgir. Reynslan í markaðsmálum er það sem Samherji hf. býr að og er lykill að nýsköp- un í rekstri okkar. Mér er í raun alveg sama hver sel- ur okkar framleiðsluvörur en við höfum talið rekstur Viðtal: Jóhann Úlafur Halldórsson Ljósmyndir: Jóhann Ólafur Halldórsson og Þórhallur Jónsson

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.