Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2000, Síða 18

Ægir - 01.09.2000, Síða 18
UMRÆÐAN Snorri Péturs- son, sérfræð- ingur hjá Ný- sköpunarsjóði atvinnulifsins, skrifar. Greinin er byggð á erindi sem Snorri flutti á ráð- stefnu um fisk- eldi á Hólum í Hjaltadal. Fjárfestar bíða ekki í röðum Ég verð að gera grein fyrir því í upphafi, að ég hef ekki kynnt mér sérstaklega viðhorf ís- lenskra fjárfesta til fiskeldis. Ég tala heldur ekki sérstaklega fyrir Nýsköpunarsjóð, sem ég starfa hjá, heldur mun ég fyrst og fremst fara almennum orðum um viðhorf fjárfesta al- mennt til fjárfestinga í atvinnurekstri, og velta því fyrir mér hvað það er í fiskeldi, ef eitthvað, sem kallar á sérstakt mat eða afstöðu þeirra. „Fiskeldi er ekki öðruvísi en annar atvinnurekstur, því fylgir áhætta af ýmsu tagi." Par var fiskeldi hálfgert bannorð Á árunum 1990-1997 starfaði ég í opinberum lánasjóði. Eg held að það séu litlar ýkjur þó ég haldi því fram, að þar á bæ var fiskeldi hálf- gert bannorð. Sjóðurinn tapaði milljónatugum, raunar hundruð- um, á fiskeldisfyrirtæki sem það lánaði til um miðjan níunda ára- tuginn. Þetta var aðeins eitt af mörgum fiskeldisfyrirtækjum sem varð gjaldþrota um svipað leyti og bankar og sjóðir, að ógleymdum hluthöfum, töpuðu stórfé. Það eru einungis mannleg viðbrögð að kippa að sér hend- inni, að forðast eldinn eftir brun- ann. Eftir að gjaldþrotahrinan var gengin yfir reyndu menn að ná vopnum á ný. Menn litu um öxl og reyndu að átta sig á því hvað gerst hafði. Ástæðurnar fyrir skakkaföllunum voru margar og margvíslegar. Nefna má sem dæmi mjög óhagstæða verðþróun á eldislaxi sem kollvörpuðu öllum fjárhags- forsendum. Því til viðbótar var það því miður frekar regla en undantekning, að allar fjárfest- ingar fóru langt fram úr áætlun- um. Og auðvitað verður ekki litið fram hjá því að menn gerðu ýmis- konar mistök í eldinu, sem í sjálfu sér er ekki óeðlilegt þar sem ekki var á svo ýkjamikilli reynslu og hefð að byggja. Allt er í áttina Sem betur fer tókst að koma mörgum fiskeldisstöðvum af stað á ný, eftir að búið var að „leið- rétta“ stofnkostnaðinn og laga hann að raunsæum tekjuvænting- um. Fagleg þekking hefur byggst upp, menn hafa náð tökum á eld- inu, hafa byggt upp betri stofna með kynbótum og innflutningi og svo framvegis. Loks hafa svo bankarnir létt á bremsunum og hafa smám saman fengist til að fjármagna lífmassa að einhverju marki. Það sem gerst hefur síðan hol- skeiflan reið yfir er því allt í átt- ina, og raunar vel það, og hefur skapað grundvöll fyrir viðhorfs- breytingum hjá fjárfestum. Ólíkir fjárfestar Ekki er hægt að setja alla fjárfesta undir einn hatt og sjónarmið þeirra gætu verið jafn mörg og ólík og þeir eru margir. Eg starfa nú fýrir Nýsköpunar- sjóð atvinnulífsins, sem er ríkis- stofnun með hlutverk sem skil- greint er í lögum. Þar með er við- horf sjóðsins að nokkru leyti lög- bundið. Það mótast af því hvort verkefnið telst vera nýsköpun og líklegt til að auka fjölbreytni í ís- lensku atvinnulífi, en umfram allt hvort líklegt sé að það verði arbært. Aðrir fjárfestar, sem eru sjálfs síns herrar, fjárfesta á eigin for- sendum. Þar geta til dæmis ráðið viðskiptaleg tengsl eða ávinning- ur vegna samlegðar, til dæmis ef eignaraðild að tveim eða fleiri fiskeldisstöðvum leiðir til sam- starfs eða sameiningar. Þá eru ótaldir þeir sem fjárfesta fyrst og fremst út frá arðsemis- sjónarmiðum, til dæmis fjárfest- ingarsjóðir, lífeyrissjóðir og aðrir. Hættir að láta sporin hræða sig Hvort sem menn nú hafa gróða- hyggjuna eina að leiðarljósi eða hafa einhvern annan hvata að auki, hlýtur það þó að vera sam- eiginlegt með öllum fjárfestum, að þeir vilja að fjármagni þeirra sé vel varið svo að þeir geti vænst þess að fá það aftur til baka með einhverri ávöxtun, ef eða þegar þeir kjósa. Ef menn halda að það sé gróða- von í fiskeldi, þá munu fjárfestar skoða þann kost eins og hvern annan. Og ég held því fram, að fjárfestar séu nú tilbúnir að skoða fiskeldi sem fjárfestingarkost, þeir eru hættir að láta sporin hræða sig. Fiskeldi er ekki öðru vísi en annar atvinnurekstur, því fylgir áhætta af ýmsu tagi. Hinir hæfu skara framúr Það sem ég held að hafi gerst á Is-

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.