Ægir

Volume

Ægir - 01.09.2000, Page 37

Ægir - 01.09.2000, Page 37
FJARMAL vegs utan meginhluta lánakerfis sem spannar innlánsstofnanir, fjárfestingar- lánasjóði, lánasjóði ríkis, auk endurlán- aðs erlends lánsfjár, sem er í raun hluti innlánsstofnana þó það sé skilið frá eigin útlánum þeirra. Og loks beinna erlendra lántaka sem reynast þó aðeins átján hundruð milljónir af áætlaðri hundrað og áttatíu milljarða skuld í júlí í ár. Nú er aftur á móti fjórði hluti skulda sjávar- útvegs utan meginhluta lánakerfisins. Eins og fram kemur í töflu 2 hefir orð- ið veruleg aukning skulda sjávarútvegs- fyrirtækja undanfarin ár. Tekið skal fram að þó sá varnagli hafi verið sleginn í grein um sama efni sem birtist í janúar- hefti þessa rits að hluti skuldanna er vegna innbyrðis viðskipta fyrirtækja greinarinnar. Arin 1986 til 1995 virðist aukning skulda sjávarútvegs eiga sér haldbærar skýringar. Breyting skulda á meðalverði hvers árs, að viðbættum vergum hagnaði, þ.e. hreinum hagnaði að viðbættum afskriftum, er ámóta upp- hæð og fjárfesting þegar tímabilið 1986 til 1995 er skoðað. Munar þó um 800 milljónum króna að meðaltali ár hvert, sem ráðstöfúnarfé er meira en fjárfesting sem skýrist að einhverju leyti af því að hreinn hagnaður er fyrir greiðslu skatta og arðs. Nokkuð slær úr og í hvernig tölur um aukningu skulda, vergan hagnað og fjár- festingu falla hver að annarri. Það á ræt- ur sínar að einhverju leyti að rekja til vissrar tímatafar upplýsinga á milli ára. Hina miklu aukningu skulda árin 1996 til 1998, þar sem skuldir jukust úr 94 ma.kr. í árslok 1995 í 162 ma.kr. í árs- lok 1998, reynist þó erfitt að skýra. Fjár- munamyndun þessara ára nam um 25 milljörðum króna á verðlagi hvers árs og fé úr rekstri, vergur hagnaður, um 37 milljörðum króna. Samfara mikilli aukn- ingu skulda hafa eignir aukist umfram það sem nemur hreinni fjármunamynd- un.Virðast áhættufjármunir og lang- tímakröfur sem flokkuð eru með fasta- fjármunum, ásamt öðrum ótilgreindum eignum, töldum með fastafjármunum, hafa aukist. Jókst hlutur þessara eigna úr 18% í 22% heildareignar útvegs á milli áranna 1996 og 1997 í úrtaki sömu fyr- irtækja í veiðum og vinnslu. Mat eigna sjávarútvegsfyrirtækja hin síðari ár er nokkurri óvissu bundið en byggt er á þeirri forsendu að afkoma greinarinnar bendi ekki til þess að ástæða sé að telja að eigið fé hafi minnkað þar eð nokkur hreinn hagnaður hefur orðið af rekstri greinarinnar. Áhrif afurðaverðsþróunar á vexti Raunvextir eru reiknaðir með ýmsu Tafla 2 - Áætlaðar eignir og skuldir fyrirtækja í sjávarútvegi árin 1986-1999 í milljörðum króna Eigið fé Eignir Skuldir Hreint verðl. Eiginfjár- Áralls alls eigið fé 1999 hlutfall 1986 58,4 36,8 21,6 53,2 37,0% 1987 74,7 45,8 28,9 58,2 38,7 % 1988 96,0 70,6 25,4 42,7 26,5% 1989 119,9 88,0 31,9 44,4 26,6 % 1990 133,4 87,1 46,3 59,8 34,7% 1991 132,0 93,9 38,1 45,6 28,9 % 1992 139,0 94,4 44,6 52,6 32,1% 1993 150,3 101,8 48,5 55,4 32,3% 1994 151,3 95,6 55,7 62,9 36,8 % 1995 158,5 93,6 64,9 72,1 40,9 % 1996 181,5 116,1 65,4 71,1 36,0% 1997 201,1 139,4 61,7 65,8 30,7% 1998 217,3 161,7 55,6 58,6 25,6 % 1999 227,1 171,5 55,6 55,6 24,5% Mynd 1 Lán bankakerfis, fjárfestingarlánasjóða og lánasjóða ríkis ásamt endurlánuðu erlendu lánsfé og beinum erlendum lántökum til sjávarútvegs á föstu verði árin 1980 til 1999 1980 1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 Ár Alls Tafla 4 - Áætlaðar skuldir sjávarútvegs í júli árið 2000 í milljónum króna Innlendar Erlendar Alls Innlánsstofnanir: Eigin útlán 17.192 17.720 34.912 EndurLánaó erl. lánsfé 0 96.949 96.949 Innlánsstofnanir alls 17.192 114.669 131.861 Beinar erlendar lántökur 0 1.810 1.810 Fjárfestingarlánasjóðir: Byggóastofnun Aðrir 2.081 2.853 4.934 1.614 Fjárfestingarlánasjóðir alls 2.081 2.853 6.548 Lánasjóðir ríkis: Þróunarsjóóur 2.404 1.209 3.613 Lánasjóðir rikis alls 2.404 1.209 3.613 Eignarleigur 622 741 1.363 Skuldir við meginhiuta lánakerfis 22.299 121.282 145.195 Aðrar skuldir 35.000 0 35.000 Skuldir alls 57.299 121.282 180.195

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.