Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2000, Blaðsíða 49

Ægir - 01.09.2000, Blaðsíða 49
SKIPASTÓLLINN Unrn'ð að smíði skrúfu Geirs ÞH í skipasmiðastöð Óseyjar. gír og skrúfubúnaður frá Mekanord. Nið- urgírunin er 5,52:1 og snúningur skrúfu er 326 sn/mín við 1800 sn/mín á vél. Skrúfan er fjögurra blaða skiptiskrúfa án hrings. Mekanord gírinn er með tveimur aflúttökum fyrir Denison vökvadælur, hvor 220 1/ mín við 210 til 240 bör. Stýrisvélin er frá Stýrisvélaþjónustu Garðars af gerð MT 1600, snúningsvægi 1600 kgm. Vökvakerfi stýrisvélar er raf- drifið vökvakerfi og að auki er handdæla í stýrishjóli x brú. Til raforkuframleiðslu eru tvær Catep- illar vélar af gerðinni 3304B, hvor 95 kW með 85 kW rafalla. Raforkukerfið er 380V fyrir mótora en 220 V fyrir smærri notendur. Til ræsing- ar véla er 24V DC kerfi og rafgeymar. Rafkerfi siglingatækja er 24V DC með tilheyrandi rafgeymum. Landtenging er 63A, 380V um ein- angrunarspenni frá Spennibreytum í Hafnarfirði. Vistarverur og klefar eru hit- uð upp með kælivatni véla og 3x6 kW rafkatli frá Rafhitun. Rafketillinn kemur inn þegar vélar eru ekki í gangi og held- ur þá einnig vélum heitum. Slökkvikerfi fyrir vélarúm er Inergen frá Securitas. Vindubúnaður og losunarbúnaður Vindu- og losunarbúnaður er vökvaknú- inn, allur frá Osey að netaniðurleggjara undanskildum. Um er að ræða tvær há- þrýstar togvindur, netavindu, netaniður- leggjara, akkerisvindu og tvo vökva- knúna krana með vírspili. Togvindurnar eru tvær af gerðinni MS 50 með tromlumálin 1600 x 1600 x 300. Á hvora tromlu fer um 1600 faðmar af tógi. Togkraftur vindanna er 12 tonn á lægri hraða. Netavindu fyrir dragnót er komið fyrir á skutgálga. Togkraftur hennar er 2,5 tonn og helstu mál vindunnar eru 1400 mm0 x 2500 mm x 22Omm0. Akkerisvindan er staðsett fyrir framan brú. Hún er 5,6 tonn með tveimur út- kúplanlegum tromlum. Skipið er búið netaspili sem togar 2,2 tonn. Til niður- lagningar á netatrossum er Rapp Hydema HGA 005 netaniðurleggjari. Á þilfari eru tveir lestunar- og losunar- kranar frá Bonfiglioli, 12,5 tonnmetrar með 2,8 tonna vírspili frá Ósey. Til lýsingar á þilfari og fyrir veiðarfæri eru fimm vinnuljós, öll frá GEWISS auk leitarkastara frá Francis Searchlight á búrarþaki. Fjögur ljós eru á brúarþaki, tvö snúa aftur á þilfar, eitt fram á stefni og annað út í stjórnborð fyrir netadrátt. Fimmta ljósið er á skutgálga og lýsir aft- ur. Fiskifélag íslands þakkar öllum sem aðstoðuðu og veittu upplýsingar við gerð greinarinnar, sérstaklega þeim Vigni Demussyni hjá Skipa- og vélatækni í Keflavík og Hallgrími Hallgrímssyni, framkvæmdastjóra Óseyjar. Helstu verktakar og birgjar sem komu að smíði Geirs ÞH Ósey hf. Skipasmíði Crist í Gdansk, Póllandi Smíði skrokks Skip og Véltækni Hönnun og ráðgjöf Hekla hf. Catepillar aðalvél og rafstöðvar Marafl ehf. NorSap stóLL Meóbyr Siglinga- og fiskileitartæki ísmar hf. C.PLath vegmælir Friðrik A. Jónsson ehf. SigLinga- og fiskiLeitartæki Brim ehf. Trésmíði og innréttingar Stýrisvélaþjónusta Garóars StýrisvéL GS-500 Sínus SigLingatæki og uppsetning tækja og Loftneta Rafboði RafLagnir og töfLur DNG-Vaki hf. Seintech og sjáLfvirkur tiLkynningabúnaóur frá ReCaL Áliðjan Þvottakar og færibönd Eltek Brunakerfi ofL. Rafhitun hf. Hitakerfi Brunnar MjúkisvéL Hafliði SævaLdsson KæLikerfi Lestar Áttavitaþjónustan Seguláttaviti Sigmund ehf. Sleppibúnaður Spennubreytar Landtenging Harpa hf. International skipamáLning Securitas Inergen sLökkvikerfi fýrir vélarúm Siglingastofnun FLokkun og eftirLit

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.