Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.09.2000, Qupperneq 28

Ægir - 01.09.2000, Qupperneq 28
ÆGISVIÐTALIÐ Stór stund. Jarle Gjerde, forstjóri skipasmíða- stöðvarinnar Kteven Verft í Noregi afhendir Kristjáni formlega fjöLveiöiskipió Vilhelm Þorsteinsson. hinna stóru fisksölufyrir- tækja svo kostnaðarsam- an að til þeirra þyrftu að renna of mikil sölulaun. Það má því segja að við höfum með eigin sölu- kerfi getað nýtt betur fjármuni inni í fyrirtæk- inu til uppbyggingar framleiðslutækja og þekkingar," segir Krist- ján ákveðið. I Samherja hf. er að finna 18 ára þekkingu í útgerð vinnsluskipa, sölu fiskafurða og öflun markaða fyrir fiskafurðir erlendis. Með sjóunnum afurðum úr uppsjávar- fiski verða til enn nýjar afurðir inn í vöruflóruna hjá Samherja hf. og segir Kristján að markaðir séu að hluta til þekktir en vissulega sé stefnan með þessu nýjasta skrefi að afla nýrra markaða erlendis. „Við horfum í því sambandi fyrst og fremst til Evrópu- landa,“ segir hann en telja verður áhugaverðast að sjá hverju fram vindur með vinnslu á kolmunna en þar gæti orðið um að ræða mikið magn af afúrðum ef vel tekst til. Aldur segir ekki allt um skipastólinn Sem framkvæmdastjóri útgerðarsviðs öflugs sjávarút- vegsfyrirtækis hefur Kristján fylgt eftir uppbyggingu skipastóls, nýsmxði skipa og breytingum. Hár aldur íslenska fiskiskipaflotans er staðreynd sem margir hafa gagnrýnt og talið að eigi eftir að koma í bak út- gerðarmanna en Kristján segir varhugavert að hafa uppi alhæfingar í þessum efnum. Fyrst og fremst verði að horfa til viðhalds skipanna en ekki eingöngu á aldur þeirra. Þrátt fyrir að mörg ný skip bætist í flota Islendinga á þessu ári segist Kristján ekki sjá merki þess að endurnýjun skipa verði auðveldari nú en áður fyrir útgerðir. „Að mínu mati er fátt sem bendir til þess að við eigum auðveldara með að yngja upp flotann og næg- ir t.d. að benda á áhrif olíuverðshækkana í heiminum sem síhækkandi kostnaðarlið fyrir útgerðirnar. Við erum sannarlega að nota skipin lengur en ætlunin var og ég hefði varla trúað því fyrir 18 árum að Akureyr- in yrði enn á fullu árið 2000 og ætti þá mörg ár eft- ir. Reynslan hefur hins vegar sýnt okkur að ending skipa ræðst af grunnlaginu, meðferðinni og viðhald- inu. Ef þessir þættir eru allir í lagi, eins og við höfum reynt að gæta vel hjá Samherja, þá endast skipin lengi og gegna vel sínum hlutverkum. Hvað olxuverðið áhrærir þá hef ég miklar áhyggjur af stöðunni eins og hún er í dag. Olíuverðið er mjög hátt og hefur hækkað um hátt í 150% á hálfu öðru ári og allir sjá að slíkt sækjum við aldrei út á markaðina fyrir afurðirnar. Utgerð fiskiskipa stendur ógn af þessu ástandi ef það varir um lengri tíma og að mínu mati þyrfti ekki að koma á óvart þó einhverjar út- gerðir hreinlega stöðvi skip sín vegna olíukostnaðar- ins. Þar á ég fyrst og fremst við þær útgerðir sem eru veikari og geta síður mætt svo þungu áfalli sem olíu- verðshækkanirnar eru. Hér er ég ekki aðeins að tala um Island heldur stöðu fiskiskipaútgerðar í heimin- um um þessar mundir. Staðreyndin er nefnilega sú að það eru útgerðirnar sem verða að taka á sig olíuverðs- hækkanirnar, hvað sem hver segir og blekking að halda öðru fram, eins og sannarlega hefur verið reynt í fjölmiðlaumræðunni hér heima." Fjölbreytni í sjávarútvegi er lykilorð Kristján telur fjölbreytnina lykilorð í sjávarútvegi á Islandi, hvort heldur er litið til nútíðar eða framtíðar. Þrátt fyrir að þungamiðja útgerðar Samherja hf. snú- ist um sjóvinnsluskip segir hann að fjölbreyttur fiski- skipafloti verði að vera til staðar hér á landi, sem og fjölbreytt flóra vinnsluhúsa. Þannig er það mat hans að í náinni framtíð verði ekki nema fá skip í flotan- um í stærðarflokki fjölveiðiskipsins Vilhelms Þor- steinssonar. „Við þurfum stærðina á skipinu vegna þess magns sem við ætlum að sækja, einnig vegna þess að haf- svæðið er erfitt og loks þurfum við stærð skipsins til að rúma alla þá vinnslumöguleika sem við höfúm um borð. Dæmi um hafsvæði sem Vilhelm Þorsteinsson kemur til með að sækja á er vestan við Irlandi en þar getur ölduhæð orðið mjög mikil yfir vetrartímann og ekki á færi nema öflugustu skipa að veiða þar. Við verðum líka að reikna með að skipinu verði í sumum tilfellum snúið til erlendra hafna með stærri farma þannig að það búa margháttaðar forsendur að baki því að við byggjum svo stórt sem sem raun ber vitni.“ - En telur þú að við færumst nær því að þróa land- vinnsluna í þá átt að hún geti tekið afurðir af frysti- togurunum í stórum stíl inn í si'na vinnslu og byggt sína hráefnisöflun í vaxandi mæli á vinnsluskipun- um? „Það get ég ekki séð. Verð á sjófrystum afurðum hefur verið mjög hátt undanfarin ár og mér sýnist ekkert benda til verðlækkunar. Landvinnslan getur ekki aukið verðmæti vörunnar nægjanlega til þess að standa undir framhaldsvinnslu. Þess utan eru reglu- gerðir um vinnsluskipin sífellt flóknari og viðameiri og slíkt stuðlar ekki að auknum möguleikum fyrir landvinnsluna á hráefninu." Kvótakerfið og niðurrifsáróðurinn Kristjáni hitnar í hamsi þegar talið berst að fjöl- miðla- og þjóðfélagsumræðunni um kvótakerfið og stjórn fiskveiða. Hann segir fákunnáttu eitt af ein- kennum umræðunnar, sem og öfund. Drifkraftur umræðunnar virðist, að hans mati, snúast um að gera störf sjómanna og útgerðarmanna tortryggileg. „Menn eru sem betur fer farnir að viðurkenna að þeir hafa orðið ofan á sem hafa alla tíð litið á kvóta- kerfið sem vinnuramma sem útgerðum beri að halda sig innan og vinna með. Margir tóku hinn pólinn í hæðina, þ.e. að vinna gegn kerfinu og berjast af krafti fyrir því að það yrði lagt af. Þannig fór t.d. á Vest- fjörðum að þessi landshluti sem kannski hafði besta möguleika á að nýta sér kvótakerfið fór á endanum illa út úr kerfinu." Sígild er umræðan um frystitogarana og skemmst er að minnast fjölmiðlaumræðu í sumar um stórfellt brottkast á fiski. Kristján segir himinn og haf milli þeirra vinnubragða sem nútímaskipstjórar temji sér og þess hvernig veiðiskap var stjórnað fyrir nokkrum áratugum. „Núna taka menn hol á togurunum eftir því hvað passar vinnslunni og eru meðvitaðir um að fá sem 28

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.