Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2000, Síða 32

Ægir - 01.09.2000, Síða 32
FISKELDI til að koma í veg fyrir áföll sem auðvitað geti alltaf hent. Mikil- vægast sé þó að hvert skref sé stig- ið af öryggi. Að hafa einnig borð fyrir báru og þekkingu á því hvernig eigi að standa að verkum sé einnig það sem fjárfestar leggi mikla áherslu á. Viðhorf þeirra til fiskeldis sem fjárfestingakosts hafi gjörbreyst á allra síðustu árum, meðal annars vegna þess að fisk- eldi hefur skilað góðum ágóða, til dæmis í Noregi, á allra síðustu árum. Fjárfestar bíða ekki í röðum Á ráðstefnunni á Hólum talaði Snorri Pétursson, sérfræðingur hjá Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins. I erindi sínu, sem er birt hér annars staðar í blaðinu í heild sinni, sagði Snorri að eftir að laxaveislunni á Islandi lauk á sínum tíma hafi menn farið yfir hlutina og krufið til mergjar það sem úrskeiðis fór. Niðurstaðan hafi orðið sú að ís- lenskt viðskiptalxf sé ekki öðruvísi en annars staðar. Gildi markaðar- ins séu hörð, menn uppskeri eins og þeir sái og hinir hæfu skari fram úr. Þetta þýði að fjárfestar líti á fiskeldi eins og hvern annan fjárfestingarkost og meti það með sömu mælistikum. Snorri sagði það þó vera morgunljóst í sínum huga að fjárfestar bíði ekki í röð- um eftir því að geta lagt peninga sína í fiskeldi. Atvinnugreinin sé langtímadæmi í eðli sínu og arð- urinn komi seint, en í dag leiti flestir stærri fjárfestar, eins og til Rástefnugestir á dæmis iífeyrissjóðir, eftir verkefn- Hólum gæða sér á um sem einhverju skili í aðra krásum úr eldisfiski. Vigfús Jóhannesson. „Umræða í fjöL- miðlum og viðhorf gagnvart fiskeldi hér á landi hafa gjörbreyst. Við þurfum að opna greinina og það er tika æski- legt, þvi við höfum ekkert að fela." hönd að tveimur til þremur árum liðnum. Sagðist Snorri vænta þess að fjármálafyrirtæki á Islandi fari í náinni framtíð að tileinka sér áætlanagerð lengra fram í tímann. Þegar íslenskt efnahagslíf verði komið í meira jafnvægi en nú er megi vænta slíkra áætlana og þá verði íslensk fiskeldisfyrirtæki komin í aðra og betri stöðu. Snorri Pétursson, sem áður starfaði hjá Iðnþróunarsjóði, segir að á árunum 1990 og fram til 1998 hafi fiskeldi verið nánast bannorð, svo illa hafi menn verið brenndir eftir þau skakkaföll sem urðu í greininni undir lok níunda áratugarins. Nú hafi menn hins vegar stillt kúrsinn að nýju, náð vopnum sínum aftur og komin sé mikil reynsla í þessari atvinnu- grein hér á landi. Ef fiskeldis- menn ætli að gera fyrirtæki sín að aðlaðandi kosti fyrir fjárfesta verði þeir að hafa alla stjórnun fyrir- tækjanna í góðu lagi. „Smáatriðin ráða úrslitum; at- riði eins og agi, natni og aðhald,“ sagði Snorri. Þekkingarfyrirtæki í fiskeldi I uppbyggingu íslenskra fiskeld- isfyrirtækja hafa menn aflað sér mikillar reynslu og kunnáttu í greininni, þannig að ljóst má vera að íslensk fiskeldisfyrirtæki eru ekki aðeins til sem slíkt - þau eru einnig þekkingarfyrirtæki. Er þar nærtækast að nefna starfsemi Máka hf., en þar hefur Guðmund- ur Orn Ingólfsson, framkvæmda- stjóri fyrirtækisins, unnið mikið frumkvöðlastarf. Með tækni sem hann hefur hannað er vatnið í eld- Fiskeldiskviar hafa ekki verið algeng sjón hér á landi um margra ára skeið. Margt bendir til aó þær verði víða að finna hér á landi i framtíðinni.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.