Ægir - 01.09.2000, Blaðsíða 41
hve efnið getur ferðast méð vindi
er það einnig að finna lengra frá
uppsprettunum en þá í lægri
styrk.
Helstu inntökuleiðir
Díoxín getur komist inn í lík-
amann með innöndun á menguðu
lofti, húðsnertingu og með fæð-
unni. Inntaka með fæðu er lang
mikilvægasta inntökuleið efnisins
hjá þorra fólks. Innöndun og húð-
snerting getur verið af þýðingu
fyrir einstaka hópa sem eru í ná-
inni snertingu við efnið.
Ein af afleiðingum þess að dí-
oxín er að finna í setlögum sjávar
er að neysla sjávarafurða er ein
helsta inntökuleið efnisins. Dí-
oxín er vatnsfælið efni sem safnast
fyrir í fituvef. Eins og önnur fitu-
leysanleg þrávirk efni ferðast dí-
oxín í fæðukeðjunni og er styrkur
efnisins hár í fituvef dýra sem eru
ofarlega í fæðukeðjunni. Díoxín
er einnig hátt í fituvef dýra sem
eru í nánu sambandi við sjávar-
botn, t.d. í lifur botnfiska.
Díoxfn er einnig að finna í feit-
um spendýraafurðum, eins og t.d.
mjólk. Það á þó einkum við ef
landbúnaðurinn er í nágrenni dí-
oxín uppsprettu. I Noregi kom
nýlega upp díoxínvandamál í
tengslum við brennslu hjá Sande
Paper Mills. Verksmiðjan er stað-
sett í landbúnaðarhéraði og hafa
bændur á svæðinu áhyggjur af
málinu, sjá nánar twnv.aftenpost-
en.nolnyheterlokonomildl48923.htm.
Rétt eins og önnur spendýra-
mjólk er móðurmjólkin feit og
getur hluti af uppsöfnuðu díoxíni
í líkama móður færst yfir í unga-
börn á brjósti.
Eiturvirkni og eituráhrif
af völdum díoxíns
Fyrsta stóra díoxínslysið sem höf-
undi er kunnugt um átti sér stað í
efnaverksmiðju í Seveso á Ítalíu á
miðjum áttunda áratugnum. I
kjölfar slyssins varð vart við út-
brot á húð, sjúkdómur sá nefnist
chloracne. f Víetnamstríðinu not-
uðu bandaríkjamenn eitrið agent-
orance til þess að eyða laufi af
trjám skóganna. Fjölmargir
bandarískir hermenn sem börðust
í Víetnam hafa þjáðst af chloracne
og er talið að díoxín innihaldið í
agent-orance sé ein af orsökum
þess.
í seinni tíð hafa menn komist
að því að díoxín veldur margskon-
0 MO tAIMa or ANT nBN CMMMT NCM WMTFS K)MT
M TM* NkLM VMOU HMMUUk.THC GCHMD DCCMOI
Mengun sjávar með þrávirkum efnum
getur haft í för með sér bann á fisk-
veiðum eða takmarkanir á neyslu sjáv-
arafurða frá svæðum i nágrenni við
uppsprettur. Við suðurströnd Kaliforniu
hafa heiLbrigðisyfirvöld varað fótk við
neyslu sjávarafurða vegna PCB og DDT
mengunar. EPA hefur áætlað aó kostn-
aður við hreinsunaraðgeróir nemi um
300 milljónum dotlara. Myndin er úr
EnvironmentaL Science & technoLogy 1.
ágúst 1998.
ar kvillum öðrum en áðurnefnd-
um útbrotum. Af helstu áhrifum
sem greinst hafa í tilraunadýrum
og/eða mönnum má nefna,
krabbamein, lækkun á testa-
steróni og fækkun sæðisfruma,
lifraskemmdir og neikvæð áhrif á
miðtauga- og ónæmiskerfið. Fóst-
ur dýra og manna eru viðkvæm
fyrir díoxíni og getur skaði átt sér
stað á fósturstigi hafi móðir orðið
fyrir díoxínmengun fyrir með-
göngu eða meðan á meðgöngu
stendur.
Frá umhverfisyfirvöldum
Díoxín hefur valdið heilbrigðis-
og umhverfisyfirvöldum vest-
rænna ríkja töluverðum áhyggj-
um. Losunarmörk hafa verið hert
til muna og mengunarvaldar
skikkaðir til þess að koma fyrir
mengunarvarnabúnaði og herða
innra eftirlit.
Til eru fordæmi fyrir því að dí-
oxínmengun geti haft í för með
sér bann við fiskveiðum á svæðum
í nágrenni við uppsprettur. Það
sama gildir um svæði þar sem
styrkur annarra þrávirkra eitur-
efna, t.d. PCB, er hár, (sjá mynd
af skilti við suðurströnd Kali-
fórniu). Þrávirkni efnanna veldur
því að slík bönn vara lengi. Rekst-
ur brennslustöðvar við áðurnefnt
Norskt fyrirtæki Sande Paper
Mills var á dögunum stöðvaður af
Statens forurensningstilsyn (SFT)
enda fór útblástur á díoxíni tutt-
ugufalt yfir sett losunarmörk og
innra eftirliti fyrirtækisins var
ábótavant.
í verkefnaskrá umhverfisráðu-
neytisins (1999-2003) kemur
UMHVERFISMÁL
fram að sérstök áhersla skuli lögð á
vöktun á styrk þrávirkra efna í sjó.
I ársskýrslu mengunarvarna-
sviðs fyrir 1999 kemur fram að
Hollustuvernd ríkisins stefni að
undirritun alþjóðasamnings um
bann við losun ákveðinna þrá-
virkra efna, þ.á.m. díoxín. Stefnt
er að því að ljúka við gerð fyrsta
hluta samningsins á þessu ári.
Nýlega lögðu bandarísk um-
hverfisyfirvöld fram skýrslu þar
sem komist er að þeirri niður-
stöðu að losun á díoxíni sé jafnvel
enn hættulegri en talið hefur ver-
ið til þessa. Aukin þekking á eit-
uráhrifum díoxína hefur leitt til
þess að WHO hefur hug á að
lækka viðmiðunarmörk í matvæl-
um um allt að 90%.
Evrópusambandið er þessa dag-
ana að vinna að tilskipun sem
fjallar um takmarkanir á þrávirk-
um efnum í dýrafóðri. Ljóst er að
gildistaka þessarar tilskipunar
mun hafa áhrif á fiskimjölsfram-
leiðslu hérlendis.
Umhverfismál eru þessa dagana
alltaf að komast ofar á blað í sam-
félagi okkar. Augu okkar eru
smám saman að opnast og við
erum að gera okkur grein fyrir því
að lifnaðarhættir neyslusamfé-
lagsins og sú fólksfjölgun sem átt
hefur sér stað hefur umtalsverð
áhrif á náttúruna. Eg ætla að ljúka
þessum pistli á þeim fleygu og sí-
gildu orðum: „Við eigum ekki
jörðina, við höfum hana að láni frá
börnum okkar."
Lifið heil!
41