Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2000, Blaðsíða 29

Ægir - 01.09.2000, Blaðsíða 29
ÆGISVIÐTALIÐ mest út úr aflanum í stað þess að hugsa um að fá ein- ungis sem mestan afla. Vöruvöndunin er sá grunnur sem skapar sjómönnum tekjur og er því besta gæða- stjórnunin. Mér finnst oft skorta á að sjómenn, og ekki hvað síst frystitogarasjómenn, verjist sífelldum árásum í fjölmiðlum á þeirra störf því umræðan er uppfull af rangindum." Stærðin opnar leiðir erlendis Samherji hf. er gott dæmi um þróunina í sjávarútveg- inum á undanförnum árum þar sem fyrirtæki hafa sameinast, stækkað og mörg hver hafa í kjölfarið stát- að af fjölþættari rekstri. „Ég tel að alveg eins og við þurfum að hafa fjölbreytni í vinnslu og veiðum þá þurfum við fjölbreytni í fyrirtækjaflóruna í greininni. Samherji hf. sækir vissulega styrk í kvótastöðu sína en sá styrkur nýtist ekki að fullu nema á kvótanum sé byggð rétt samsetning skipa og vinnslu. Þegar þetta fer allt saman skapast jarðvegur fyrir nýsköpun og frekari uppbyggingu. En það gera ekki nema stór fyr- irtæki og öflug að ráðast í sókn á nýja markaði eða í nýja vinnslu. Afþeim sökum höfum við markað okk- ur þá stefnu að byggja okkar starf ekki einungis á Is- landi heldur í raun við norðanvert Atlantshafið með rekstri á Islandi, í Skotlandi, í Færeyjum og í Þýska- landi. A öllum þessum stöðum höfum við unnið mik- ið endurskipulagningarstarf í þeim fyrirtækjum sem við eigum aðild að og að mínu mati eru þau orðin mun betur í stakk búin til að skila rekstrarárangri en þau voru áður,“ segir Kristján. I þessu sambandi bendir Kristján á að starfið í er- lendu verkefnunum sýni í hnotskurn að rekstur sjáv- arútvegsfyrirtækja er langtímaverkefni. „Mér finnst sú umræða, sem er um sjávarútveginn og tengist hlutabréfamarkaðnum, ótrúlega yfirborðskennd. Þannig hafa hagspekingarnir, margir hverjir, gert lít- ið úr starfi okkar erlendis, miðað við þá möguleika sem ég tel mig sjá fýrir Samherja hf. í framtíðinni." Tryggjum öðrum innlendum fyrirtækjum viðskipti Dótturfyrirtæki Samherja hf. í Þýskalandi, Deutche Fishfang Union, er umfangsmeira en margir halda og byggist á öflugri togaraútgerð og starfsemi í Cux- haven. Til að mynda rekur fyrirtækið stórt vélaverk- stæði með 70 starfsmönnum og til gamans má geta þess að fyrirtækið hafði það verkefni á síðasta ári að yfirfara vélar í stóru og frægu skemmtiferðaskipi, Queen Elizabeth II. En það er hins vegar sjávarútveg- urinn sem er meginmarkmið með rekstri DFFU og Kristján ítrekar að hann vænti mikils af áframhald- andi starfi fýrirtækisins. „Starfið í Þýskalandi hefur verið okkur mikill skóli og ég tel okkur hafa náð þar góðum árangri. Ég er sannfærður um að fýrir ísland er tengingin við DFFU mikils virði, í þeim skilningi að við fáum auðveldari aðgang að markaði og því til viðbótar verður sjón- deildarhringurinn líka gleiðari." - Hverju öðru hefur þetta framtak ykkar skilað til Islands? „Ég tel mér óhætt að segja að það njóti fjöldamörg íslensk fýrirtæki góðs af starfsemi DFFU og öðrum þeim fyrirtækjum sem við komum að á erlendri grund. Mér sýnist fljótt á litið að frá því við hófum þetta erlenda starf okkar þá hafi um 350 íslensk fýr- irtæki komist í viðskipti við þau og óhætt að fullyrða að andvirði þeirra viðskipta nemi hundruðum millj- óna. Þetta er einmitt það sem undirstrikar mikilvægi þess fýrir Island að stór innlend sjávarútvegsfýrirtæki nýti burði sína til að sækja út fýrir landsteinana og opni ný tækifæri. Fyrstu árin voru sannarlega erfið fýrir okkur hjá DFFU, enda þurfti að taka til í rekstrinum og fækka fólki verulega. Við höfum engu að síður fundið fyrir velvilja og skilningi þýskra stjórnvalda og vitum að þau fýlgjast vel með okkur. Enda var núverandi kanslari, Gerhard Schröder, forsætisráðherra Neðra Saxlands á þeim tíma sem við keyptum fyrirtækið og hann átti mikinn hlut að máli í samningum við okk- ur. Ahugi hans á Islandi hefur líka komið glögglega í ljós með heimsóknum hans hingað til lands á und- anförnum árum og við teljum því augljóst að upp- bygging Samherja hf. í Þýskalandi hefur orðið til að auka traust og tengsl landanna tveggja. Þetta er lýsandi dæmi um hverju alþjóðlegur sjávarútvegur getur skilað," segir Kristján Vilhelmsson, fram- kvæmdastjóri útgerðarsviðs Samherja hf. Senduin Samherja lií* árnaðaróskir vegna Vilhclins Þorsieinssonar EA-11. í skipinu eru eftirtalin tæki frá Brimrún: H | ■ Siglingatæki: Fjarskiptatæki: Furuno FAR-2835S, S-band ratsjá Furuno FS-1562-25, MF/HF talstöð Furuno RP-25 radarplotter Furuno DSC-6, DSC fyrir MF/HF Furuno FR-21 l5,X-band ratsjá Furuno FM-8500.VHF talstöðvar með DSC, 2 stk Furuno ARP-26, mini ARPA Furuno DP-6 radíótelex Furuno GP-1650, GPS staðsetningartæki og plotter, 2 stk Furuno Felcom 12, standard-C Furuno GP-3I.GPS staðsetningartæki Furuno GR-80, GPS leiðréttingarbúnaður FurunoT-2000, sjávarhitamælir Furuno CI-60G, fjölgcisla straummælir Fiskileitartæki: Furuno FSV-24, lágtíðni hringsónar (24 kHz) Furuno FCV-10, dýptarmælir (24 kHz) Furuno FCV-1500, dýptarmælir (28 og 88 kHz) Furuno FCV-1200, dýptarmælir (20-400 kHz) Furuno IB-581, GMDSS tölvur, 2 stk Furuno PP-510, GMDSS tölvuprentarar, 2 stk Furuno AA-50, vaktmóttakari Furuno NX-500, veðurskeytamóttakari Furuno FAX-210, veðurkortamóttakari Furuno A3 GMDSS console 'i rj H rn ríi n giii Hólmaslóð 4 101 Reykjavík Sími. 561 0160 Fax. 561 0163

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.