Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2000, Blaðsíða 40

Ægir - 01.09.2000, Blaðsíða 40
UM HVER FISMÁL Þrávirku eiturefnin díoxín og fúran í grein þessari mun ég fjalla um díoxín, uppruna og fyrirkomu þess í umhverfinu. Einnig mun ég fjalla um inntökuleiðir efnisins, eiturvirkni og helstu eituráhrif sem vitað er að díoxín getur valdið. Ég mun gera lauslega grein fyrir viðbrögðum umhverfis- og heilbrigðisyfirvalda á vandamálinu. Díoxín eru talin til eitruðustu efna sem finna má í umhverfinu. Til eru 75 gerðir af díoxíni og er eiturvirkni þeirra mismikil. Sú gerð sem talin er vera eitruðust er 2,3,7,8-tetraklóródíbenzó-p-dí- oxín. (sjá mynd) World Health Organisation (WHO) og US-En- vironmental Protection Agency (US-EPA) hafa skilgreint kerfi þar sem aðrar gerðir af díoxíni eru miðaðar við þá eitruðustu og eru niðurstöður rannsókna jafnan kynntar sem TEQ (toxic equivalence) í samræmi við þessi kerfi. Fúran er efni sem líkist dí- oxíni og er það jafnan til staðar þar sem díoxín er að finna. Díoxín og fúran koma frá sömu upp- sprettum og hegða sér með svip- uðum hætti í umhverfinu. Fúran- ar eru 135 talsins og rétt eins og fyrir dxoxín hafa verið skilgreind TEQ kerfi þar sem minna eitraðar tegundir efnisins eru miðaðar við þá eitruðustu, 2,3,7,8-tetraklór- ódíbenzófúran (sjá mynd). I text- anum hér eftirfarandi mun ég nota orðið díoxín sem samnefnara fyrir bæði þessi efni. Uppruni Flest umhverfiseitur sem rekja má til manna hafa á sínum tíma þjón- að mönnunum með einum eða öðrum hætti, t.d. kvikasilfur úr hitamælum, PCB úr spennaolíu, blý sem bætiefni í bensín o.s.frv. Díoxín hefur þá sérstöðu að það er hvergi notað og er engum til gagns. Tilurð díoxíns má rekja til ým- issa efnaferla þar sem klór kemur við sögu. Til dæmis má nefna framleiðslu á PVC plasti, klórgasi og klórheldnum lífrænum leysi- efnum. Díoxín má einnig rekja til sorp- og spilliefnabrennslu. Dí- oxx'n er fyrst og fremst til staðar í náttúrunni af mannavöldum, þó eru einnig til náttúrulegar upp- sprettur efnisins t.d. skógaeldar og sinubrunar. I ljósi þess að dí- oxín er hvergi „vísvitandi" fram- leitt er magn þess í umhverfinu mjög lítið miðað við önnur um- hverfiseitur. Mikil eiturvirkni, jafnvel af völdum örsmárra skammta, veldur umhverfis- og heilbrigðisyfirvöldum um allan heim engu að síður verulegum áhyggjum. Díoxín myndast við ófullkom- inn bruna ef klór er til staðar í eldsneytinu. Sem dæmi um þetta má nefna sorpbrennslu þar sem PVC eða önnur klórheldin efni koma fyrir. Til þess að ná full- komnum bruna við brennslu á sorpi þarf að uppfylla nokkur skil- yrði, þar má nefna hátt hitastig, langa viðveru gass í brunahólfi, góða blöndun úrgangs og gnægð súrefnis. Díoxínmyndun í sorp- brennslu á sér stað á yfirborði sviföskunnar fyrir tilstuðlan málma (hvata) sem í henni er að finna. Efnahvarfið er hvað virkast við lágt hitastig, u.þ.b. 250- 700°C. Hröð kæling á útblásturs- lofti er því mikilvæg í þessu sam- hengi. Bæði í Evrópu og í Banda- ríkjunum hafa umhverfisyfirvöld hert losunarmörk verulega hjá sorpbrennslum til þess að sporna við útblæstri á díoxíni. Brennsla á sorpi við opin eld uppfyllir engin af þeim skilyrðum sem upp voru talin hér að ofan. Einkennandi fyrir opinn eld er lágt hitastig, léleg blöndun, stað- bundinn súrefnisskortur og mikil svifaska. Því má telja að sú opna brennsla á sorpi sem tíðkast hefur á Islandi um langt skeið sé ein af helstu uppsprettum efnisins hér á landi. Fyrirkoma í umhverfinu Díoxín er nánast óleysanlegt í vatni og er því aðeins að litlu leyti að finna í uppleystu formi. Setlög í sjó eru ein af helstu „birgða- stöðvum" díoxíns. Umtalsvert magn díoxína má finna í setlög- um á sjávarbotni við svæði þar sem klórneytandi stóriðja, t.d. pappírsbleiking, losar óhreinsað vatn til sjávar. Díoxín er að mestu leyti að finna á yfirborði agna og má því með botnfellingu og síun fjarlægja verulegan hluta díoxíns úr menguðu stóriðjuvatni fyrir losun þess til sjávar. Díoxín brotnar mjög hægt niður í setlög- um og er jafnvel talað um helm- ingunartíma í árhundruðum. Helsta niðurbrotsferli díoxíns er við ljósrof af völdum útfjólu- blárra geisla. Vegna eðlisefna- fræðilegra eiginleika er díoxín í andrúmslofti jafnan bundið við yfirborð agna af ýmsu tagi. Þar má nefna sót, svifösku og ryk. Það að díoxín er bundið við rykagnir, hindrar að verulegu leyti Ijósrof. Díoxín á rykögnum getur borist langar leiðir með vindi. Díoxín er einnig að finna í jarð- vegi, einkum í nálægð við upp- sprettur efnisins, t.d. umhverfis sorpbrennslustöðvar. Vegna þess 40

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.