Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2000, Blaðsíða 19

Ægir - 01.09.2000, Blaðsíða 19
landi eftir að „laxaveisiunni" lauk, er annars vegar, að menn hafa get- að farið yfir hlutina og krufið til megjar það sem úrskeiðis fór, og hins vegar, að það hafa orðið grundvallarbreytingar í íslensku efnahagslífi, með niðurkvaðningu verðbólgu, einkavæðingu í banka- kerfinu, eflingu verðbréfamarkað- ar og svo framvegis. Þá hafa menn komist að raun um það, að íslenskt viðskiptalíf er ekki örðu vísi en annarsstaðar. Þar gilda hin hörðu gildi markaðar- ins, menn uppskera eins og þeir sá og hinir hæfu skara framúr. Þetta þýðir, að fjárfestar geta nú litið á fiskeldi eins og hvern ann- an fjárfestingarkost og metið það með sömu mælistikum. Að stjórnunin sé í lagi Þau atriði sem fjárfestar ætlast til að séu fyrir hendi í fyrirtækjum sem þeir fjárfesta í eru í fyrsta lagi stjórnun, í öðru lagi stjórnun og í þriðja lagi stjórnun. Ég ætla að endurtaka þetta. Þau atriði sem fjárfestar ætlast til að séu fyrir hendi í fyrirtæjum sem þeir fjár- festa í eru í fýrsta lagi stjórnun á fjármálum, í öðru lagi stjórnun á framleiðslu og í þriðja lagi stjórn- un á markaðsmálum. Auðvitað eru mörg önnur atriði sem skipta máli í fiskeldisfyrir- tæki og eru forsenda fyrir rekstri, til dæmis húsakostur, heitt og kalt vatn og eða sjór, landrými, tækniþekking, eldisstofnar, markaðsaðstæður og margt fleira. Þetta eru hins vegar nánast sjálf- sagðir hlutir, og ef þeir eru ekki fyrir hendi þá er hægt að kaupa þá eða að líta á aðra eldisstöð. Aðhald, natni, eftirlit og þjónusta Lykilatriðið í fiskeldi, eins og raunar öllum rekstri, er hins veg- ar fólkið sem þar vinnur, og þá ekki síst þeir sem þar stjórna. I rekstri eins og þessum er það frek- ar en ekki summa smáatriðanna sem ræður því hvoru megin striksins útkoman verður og þá er það stjórnunin í heild, sem skipt- ir máli: aðhald og útsjónarsemi í fjármálum, og ekki síst fullkomin röð og regla í öllum fjárreiðum, sem er forsenda alls eftirlits og áætlanagerðar. Agi, natni og strangt eftirlit í framleiðslu er forsenda þess að há- marksárangur náist í framleiðslu, vinna þarf með ítrustu vísinda- legri nákvæmni á öllum stigum framleiðslunnar. Metnaðarfull þjónusta við við- skiptavininn, ásamt sífelldri leit að betri leiðum til að gera hann ánægðan, treystir viðskiptasam- bönd og ber út orðstír framleið- andans. Þetta sxðasta atriði er raunar efni, sem ég hefði gjarnan viljað að væri fjallað um á þessum vett- vangi, og það af til þess hæfari mönnum en mér. Ég hef það á til- finningunni, að markaðsmál sumra fiskeldisfyrirtækja séu ekki í nógu góðu lagi. Ég velti þvf fýr- ir mér hvort tiltölulega lítil fýrir- tæki geti með góðu móti stundað þá markaðsstarfsemi, sem nauð- synleg er. Er hugsanlegt að hægt væri að ná betri árangri með sam- vinnu nokkurra fiskeldisstöðva? Með þessu er ég ekki að kasta rýrð á þá aðila sem annast söluna í dag, hvort sem það eru starfsmenn fyr- irtækjanna sjálfra eða umboðs- sölufýrirtæki. Langtímafjárfesting Af því sem ég hef sagt hér á und- an mætti ætla, að fjárfestar standi í röðum og bíði eftir að fá upp í hendurnar tilboð um að fjárfesta í fiskeldi. Allir vita að það er ekki svo. Það er nefnilega þannig að það verður að flokka fjárfestingu í fiskeldi, að minnsta kosti nýrri fiskeldisstöð, sem langtímafjár- festingu. Ég veit ekki nákvæm- lega hvað það tekur langan tíma frá frjóvgun hrogna þar til fiskur er kominn í sláturstærð, en það er langur tími á mælikvarða fjár- festa. Það líða í flestum tilfellum mörg ár þar til fýrirtækið er farið að „rúlla“; er orðið fjárhagslega sjálfbært. Jafnvel þótt fyrirtækið sé komið á beinu brautina er ólík- legt að það verði skráð á verð- bréfaþingi, svo viðskipti með hlutabréf gætu verið þung í vöf- um, í besta falli. Eins og ég gat um áður geta sumir fjárfestar haft „önnur" markmið þegar þeir fjárfesta í fiskeldi, og á því það sem ég nefni hér á eftir ekki endilega við um þá, en það gildir hins vegar um þá sem ráða yfir mesta fjármagninu; fjárfestingarsjóði og lífeyrissjóði. Þessir aðilar hafa í vaxandi mæli á undanförnum árum fjárfest í hlutafé, meðal annars vegna auk- inna tekna, aukins sparnaðar og samdráttar í lántöku hins opin- bera. Markaðurinn er því í nokkru ójafnvægi, menn eru enn að ná áttum. Þess vegna kjósa fjárfestar að beina fjármagni si'nu í fjárfest- ingar, sem geta skilað sér eftir til- tölulega stuttan tíma, eru nær markaði, eins og það er oft kallað. Þetta er þvi' vandi fiskeldis varðandi útvegun áhættufjár- magns: það tekur of langan tíma að búa til gróða fyrir fjárfestana. Þetta stendur til bóta. Verðbréfa- markaðurinn er ungur og á eftir að þroskast. Jafnvægi á eftir að komast á í efnahagslífinu. Ég held að flest þau fiskeldisfýrirtæki sem starfandi eru í dag hafi sýnt fjár- málaheiminum að áhættan þar er ekki meiri en gerist og gengur, að því tilskyldu að fýrir hendi sé þekking og hæft starfsfólk. „Þau atriði sem fjárfestar ætlast til að séu fyrir hendi í fyrirtækjum sem þeir fjárfesta í eru í fyrsta lagi stjórnun, í öðru lagi stjórnun og í þriðja lagi stjórnun." Fjárfestar tilelnki sér langtímaspátækni Við skulum ekki gleyma þvf að það er langt stökk frá því að kaupa og selja ríkisskuldabréf og víxla í það að spá á hlutabréfa- markaði. Við getum haft það í huga, að fýrir örfáum árum feng- um við aðeins veðurspár fyrir næsta sólarhring, en nú þykjast menn geta spáð allt að viku fram í tímann. Þegar um hægist megum við eiga von á að fjárfestar tileinki sér langtímaspátækni og þá munu fiskeldisfýrirtæki eiga betri tíð í vændum.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.