Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2000, Síða 30

Ægir - 01.09.2000, Síða 30
FISKELDI Fiskeldið að rísa úr öskustónni Lax úr Öxarfirði, bleikja úr Hjaltadal, eldislúða úr Þorlákshöfn, barri frá SauðárkrókL sæeyra og sandhverfa úr Vogum og kræklingur úr Mjóa- firði! Þetta og fleira til voru réttirnir sem gestir á fiskeldisráðstefnu sem haldin var á Hólum í Hjaladal á dögunum fengu að bragða á - og líkaði vel. öskustó sem hún var fallin í. Fisk- eldismenn eru nú farnir að gera miklar áætlanir um uppbyggingu fyrirtækja sinna og fjárfestar eru frekar nú en áður tilbúnir að leggja peninga til greinarinnar, en fyrir fáum árum þótti slíkt vera hreinasta goðgá. Framtíðin virðist því vera nokkuð björt. Mikil aukning á næstu árum Fiskeldisráðstefnan á Hólum í Hjaltadal var haldin í sameiningu af Hólaskóla og fiskeldisfyrirtæk- inu Máka á Sauðárkróki, sem fyrir skömmu hóf einnig starfsemi að Lambanesreykjum í Fljótum í eldisstöð þeirri sem Miklilax reisti þar á sínum tíma. Þar ætla Mákamenn að ala barra, sem er vinsæll matfiskur á erlendum mörkuðum og gott verð fæst fyrir. Uppbygging eldisstöðvar Barra, sem kostað hefur hund- ruð milljóna, er líka sérstök að því leyti að hún er nær öll fjármögnuð fyrir eigið fé, skuldirnar eru aðeins um tvær milljónir króna. En í fiskeldi á Islandi eru helstu vaxtarbroddarnir í eldi á laxi. Vigfús Jóhannsson er fram- kvæmdastjóri Stofnfisks og jafn- framt formaður Landssambands fiskeldisstöðva og formaður Al- þjóðasambands laxeldisframleið- enda, en í þeim samtökum eru öll helstu laxeldislönd í heiminum. Samtals framleiddu aðildarlöndin um eina milljóna tonna af laxi að verðmæti yfxr 400 milljarða króna á árinu 1999- Hann segir að fram- leiðsla í íslensku fiskeldi muni stórlega aukast á allra næstu árum. Arsframleiðsla á laxi á Is- landi sé í dag í kringum fjögur þúsund tonn, en verði eftir fimm ár komin í 10.000 tonn - þar af 8.000 tonn í laxi. Eftir tíu ár verði framleiðslan komin í 20 þúsund tonn og þá verður framleiðslu- verðmætið á ári hverju um átta til tíu milljarðar króna. Þetta er í takt við þróunina annars staðar í heiminum, en allar spár gera ráð fyrir að fiskeldis- framleiðsla muni stórlega aukast í næstu framtíð. Árlega vex fram- leiðsla í greininni um 7% og í sumum löndum enn hraðar. Vigfús segir ennfremur að eftir fimm ár megi búast við að því að hafnar verði alvarlegar tilraunir hér á landi með þorskeldi og að eldi á tegundum eins og sandhverfu, hlýra og lúðu verði komið enn lengra á veg frá því sem nú er - og má í því sambandi Fjölbreytnin er þó fyrst og fremst til vitnis um þá miklu grósku sem nú er í íslensku fiskeldi þegar greinin er að rísa aftur úr þeirri

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.