Ægir - 01.09.2000, Blaðsíða 13
FRÉTTIR
Samherji kaupir
sig inn í laxeldið
Samherji hf. hefur fest kaup á helmingi
hlutafjár í Islandslaxi hf. í Grindavík og
85% hlutafjár í Víkurlaxi ehf. í Eyjafirði.
Fjárfesting Samherja í þessum félögum
nemur samtals um 215 milljónum króna.
Fyrir er Samherji næststærsti hluthafinn í
Fiskeldi Eyjafjarðar með um 11% hluta-
fjár.
Islandslax hf. rekur strandeldisstöð við
Grindavík og er framleiðslugeta hennar
um 1.000 tonn á ári. Þá rekur félagið
seiðaeldisstöð við Grindavík og eru nú-
verandi afköst stöðvarinnar um ein millj-
ón seiða á ári. Þá hefur Islandslax nú fest
kaup á seiðaeldisstöð að Núpum í Olfusi
af Guðmundi A. Birgissyni. Framleiðslu-
geta stöðvarinnar er tvær milljónir seiða á
ári.
Víkurlax ehf. er með fiskeldiskvíar í
Grýtubakkahreppi í Eyjafirði og hefur
verið með laxeldi í sjó þar síðustu 11 ár.
Mikill vöxtur i fiskeldinu
„Það hefur verið mikill vöxtur í fiskeldi í
heiminum síðustu misseri og við höfum
trú á að sú þróun haldi áfram. Aðstæður
til fiskeldis hér eru góðar og öll skilyrði
fyrir hendi til að atvinnugreinin eflist til
muna í náinni framtíð," segir Þorsteinn
Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Hann segir að margt bendi til þess að á
komandi árum muni æ stærri hlutur þess
fisks sem fer á markað koma úr fiskeldis-
stöðvum. „Það er yfirlýst stefna Samherja
að fylgjast ávallt sem best með þeirri þró-
un sem á sér stað í sjávarútvegi og svara
kalli tímans. Aukin þátttaka félagsins í
fiskeldi er liður í því. Samherji hefur að
undanförnu verið með umfangsmikla
starfsemi í Grindavík og með kaupunum
á hlut í Islandslaxi eykur félagið þátttöku
sína í atvinnurekstri á svæðinu enn frek-
ar,“ segir Þorsteinn Már.
Faxa breytt
Nótaskipið Faxi RE-9, skip Faxamjöls hf„ hélt fyrr i sumar tit Póllands þar sem skipið er
í gagngerum endurbótum og breytingum. Það er væntanlegt tit tandsins með haustinu
og er áættað að kostnaður við breytingarnar nemi um 350 miltjónum króna.
mijjjj
Um borð eru rafstöðvar af
gerðinni Mitsubishi M.A.S.
Stærð 112 KVA
M.A.S. 95
M.A.S. 580
M.A.S. 1330
MDVELAR HF.
Stærð 680 KVA
Stærð 1364 KVA
VIKELM ÞCRSTEINSSON
AKURCTRI
ICE FRESH