Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2000, Blaðsíða 43

Ægir - 01.09.2000, Blaðsíða 43
SKIPASTÓLLIN N Hríseyjarfeijan Sævar Hríseyjarferjan Sævar var tekin í notkun í ágústmán- uði og leysir af hólmi eldri og minni ferju með sama nafni. Með því má segja að mikil samgöngubót verði fyrir Hríseyinga en miklar tafir urðu á afhendingu skipsins þar sem skrúfubúnaður sem nota átti í skipið stóðst ekki prófanir og þurfti því að fá nýjan búnað. Stýrisskrúfur eru einmitt það atriði sem markar skipinu sérstöðu. Kostnaður við smíði Sævars er 120 til 130 milljónir. Eigandi skipsins er ríkis- sjóður og umsjónaraðili Vegagerð ríkis- ins. Skipið er gert út frá Hrísey af Hrís- eyjarhreppi. Skipstjórar eru Hörður Snorrason og Smári Thorarensen og vél- stjórarnir eru Gunnar Jóhannesson og Bjarni Thorarensen. Skrokkur skipsins var smíðaður skipa- smíðastöðinni Crist í Gdansk í Póllandi en um innréttingu og frágang sá Stál- smiðjan hf. í Reykjavík. Utrás ehf. á Ak- ureyri hannaði og teiknaði skipið. Ferjan nýja er rúmlega 149 brúttótonn

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.